Kolbeinn: „Ekkert nema þrjú stig kemur til greina í Tyrklandi“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. október 2015 18:27 Strákarnir fagna marki Kolbeins. vísir/vilhelm „Mér fannst við spila fyrri háfleikinn mjög vel allan tímann og þar vorum við miklu betri,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson eftir jafntefli Íslands á móti Lettlandi. Kolbeinn og Gylfi Sigurðsson komu Íslandi yfir í fyrri hálfleik en Lettar jöfnuðu í þeim síðari. Kolbeinn bar fyrirliðabandið í dag í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar en hann var ekki ánægður með síðari hálfleikinn. „Við töluðum um það að láta það ekki hafa áhrif á okkur að vera komnir á EM og það gekk í upphafi. Við vorum sterkir og og réðum fyrri hálfleiknum frá fyrstu mínútu. Við gáfum þeim að vísu of mörg færi og lögðum upp með það í hálfleik að koma í veg fyrir þau en við vorum eiginlega skelfilegir í seinni og náðum ekki að halda dampi.“ Aðspurður sagði fyrirliðinn að þjálfararnir Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson hafi verið sáttir með fyrir hálfleikinn en þó viljað gefa færri færi á sér. „Við ætluðum að loka á skyndisóknirnar en það virðist hafa verið eitthvað kæruleysi í okkur í síðari hálfleik þar sem við vorum langt frá því að vera nógu skarpir í vörninni.“ Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Tyrkjum á þriðjudag. Tyrkir mæta Tékkum í kvöld en þeir eru í harðri baráttu við Hollendinga um þriðja sæti riðilsins og þar sem sæti í umspili um miða til Frakklands næsta sumar. „Það kemur ekkert annað til greina en að fara til Tyrklands og taka þrjú stig. Við viljum halda okkar stöðu á styrkleikalistanum og helst stefna hærra og þetta eru ekki góð úrslit í þeirri vegferð,“ segir Kolbeinn. „Við viljum vinna leikinn og riðilinn líka.“ Kolbeinn skoraði í leiknum sitt átjánda landsliðsmark og fór með því yfir Ríkharð Jónsson á listanum yfir skoruð landsliðsmörk. Kolbeinn er nú næstmarkahæstur á eftir Eið Smára Guðjohnsen en hann hefur skorað 25 mörk. „Ég er sáttur með að geta skorað og það er gott fyrir mig en þegar maður gerir jafntefli þá er rosalega erfitt að vera fullkomlega sáttur,“ sagði Kolbeinn að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gullfallegt mark gegn Lettlandi í dag en það dugði því miður ekki til sigurs. 10. október 2015 18:24 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
„Mér fannst við spila fyrri háfleikinn mjög vel allan tímann og þar vorum við miklu betri,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson eftir jafntefli Íslands á móti Lettlandi. Kolbeinn og Gylfi Sigurðsson komu Íslandi yfir í fyrri hálfleik en Lettar jöfnuðu í þeim síðari. Kolbeinn bar fyrirliðabandið í dag í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar en hann var ekki ánægður með síðari hálfleikinn. „Við töluðum um það að láta það ekki hafa áhrif á okkur að vera komnir á EM og það gekk í upphafi. Við vorum sterkir og og réðum fyrri hálfleiknum frá fyrstu mínútu. Við gáfum þeim að vísu of mörg færi og lögðum upp með það í hálfleik að koma í veg fyrir þau en við vorum eiginlega skelfilegir í seinni og náðum ekki að halda dampi.“ Aðspurður sagði fyrirliðinn að þjálfararnir Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson hafi verið sáttir með fyrir hálfleikinn en þó viljað gefa færri færi á sér. „Við ætluðum að loka á skyndisóknirnar en það virðist hafa verið eitthvað kæruleysi í okkur í síðari hálfleik þar sem við vorum langt frá því að vera nógu skarpir í vörninni.“ Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Tyrkjum á þriðjudag. Tyrkir mæta Tékkum í kvöld en þeir eru í harðri baráttu við Hollendinga um þriðja sæti riðilsins og þar sem sæti í umspili um miða til Frakklands næsta sumar. „Það kemur ekkert annað til greina en að fara til Tyrklands og taka þrjú stig. Við viljum halda okkar stöðu á styrkleikalistanum og helst stefna hærra og þetta eru ekki góð úrslit í þeirri vegferð,“ segir Kolbeinn. „Við viljum vinna leikinn og riðilinn líka.“ Kolbeinn skoraði í leiknum sitt átjánda landsliðsmark og fór með því yfir Ríkharð Jónsson á listanum yfir skoruð landsliðsmörk. Kolbeinn er nú næstmarkahæstur á eftir Eið Smára Guðjohnsen en hann hefur skorað 25 mörk. „Ég er sáttur með að geta skorað og það er gott fyrir mig en þegar maður gerir jafntefli þá er rosalega erfitt að vera fullkomlega sáttur,“ sagði Kolbeinn að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gullfallegt mark gegn Lettlandi í dag en það dugði því miður ekki til sigurs. 10. október 2015 18:24 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00
Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09
Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gullfallegt mark gegn Lettlandi í dag en það dugði því miður ekki til sigurs. 10. október 2015 18:24