Eiður Smári: Megum ekki halda að við séum of góðir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2015 18:38 Eiður Smári í leiknum í dag. Vísir/Vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen segir að það megi ekki gera of mikið úr jafnteflinu gegn Lettlandi í dag þó svo að úrslitin hafi verið vonbrigði. Eftir frábæra byrjun komu Lettarnir til baka og skoruðu tvívegis framhjá Hannesi Þór Halldórssyni, sem var búinn að fá á sig þrjú mörk í síðustu átta mótsleikjum á undan. „Það má eiginlega segja að mér og okkur öllum líði eins og við höfum tapað leiknum miðað við hvernig leikurinn þróaðist,“ sagði Eiður Smári eftir leikinn. „Ég held að þetta sé ágætisvatnsgusa. Við megum ekki halda að við séum orðnir betri en við erum. Það er auðvitað margt sem spilar inn í en seinni hálfleikur var auðvitað engan veginn nógu góður.“ „Ég veit ekki hvort að það hafi verið orkuleysi í okkur eða að við höfum verið aðeins of afslappaðir. Það var greinilegt að við vorum vel á tánum í fyrri hálfleik, unnum alla seinni bolta og vorum djarfari með liðið fram á við.“ „Í seinni hálfleik mynduðust aðeins of stór svæði og þeir fengu að taka boltann aðeins of auðveldlega oft á tíðum. Þá skoruðu þeir tvö mörk á okkur.“ Eftir að Ísland komst í 2-0 leit út fyrir að Ísland myndi vinna stórsigur í leiknum en Eiður segir að það megi ekki missa einbeitinguna. „Það er einmitt sú tilfinning sem kemur í bakið á okkur. En við megum ekki gera of mikið úr þessu. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að líta á. Þetta getur líka verið ágætislærdómur fyrir okkur.“ Stuðningsmenn Íslands voru frábærir í leiknum rétt eins og áður í þessari undankeppni. Eiður segir að það hafi verið synd að hafa ekki kvatt þá með betri hætti en þetta var síðasti heimaleikur Íslands í riðlakeppninni. „Við höfum verið að duglegir að hrósa áhorfendum og þakka fyrir okkur. Við gerum það enn og aftur. Auðvitað erum við endalaust þakklátir fyrir þennan góða stuðning.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir að það megi ekki gera of mikið úr jafnteflinu gegn Lettlandi í dag þó svo að úrslitin hafi verið vonbrigði. Eftir frábæra byrjun komu Lettarnir til baka og skoruðu tvívegis framhjá Hannesi Þór Halldórssyni, sem var búinn að fá á sig þrjú mörk í síðustu átta mótsleikjum á undan. „Það má eiginlega segja að mér og okkur öllum líði eins og við höfum tapað leiknum miðað við hvernig leikurinn þróaðist,“ sagði Eiður Smári eftir leikinn. „Ég held að þetta sé ágætisvatnsgusa. Við megum ekki halda að við séum orðnir betri en við erum. Það er auðvitað margt sem spilar inn í en seinni hálfleikur var auðvitað engan veginn nógu góður.“ „Ég veit ekki hvort að það hafi verið orkuleysi í okkur eða að við höfum verið aðeins of afslappaðir. Það var greinilegt að við vorum vel á tánum í fyrri hálfleik, unnum alla seinni bolta og vorum djarfari með liðið fram á við.“ „Í seinni hálfleik mynduðust aðeins of stór svæði og þeir fengu að taka boltann aðeins of auðveldlega oft á tíðum. Þá skoruðu þeir tvö mörk á okkur.“ Eftir að Ísland komst í 2-0 leit út fyrir að Ísland myndi vinna stórsigur í leiknum en Eiður segir að það megi ekki missa einbeitinguna. „Það er einmitt sú tilfinning sem kemur í bakið á okkur. En við megum ekki gera of mikið úr þessu. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að líta á. Þetta getur líka verið ágætislærdómur fyrir okkur.“ Stuðningsmenn Íslands voru frábærir í leiknum rétt eins og áður í þessari undankeppni. Eiður segir að það hafi verið synd að hafa ekki kvatt þá með betri hætti en þetta var síðasti heimaleikur Íslands í riðlakeppninni. „Við höfum verið að duglegir að hrósa áhorfendum og þakka fyrir okkur. Við gerum það enn og aftur. Auðvitað erum við endalaust þakklátir fyrir þennan góða stuðning.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira