Sjö þjóðir hafa bæst í EM-hópinn á síðustu þremur dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2015 13:30 Eden Hazard fagnar EM-sæti Belga í gær. Vísir/Getty Lokaumferðin í riðlunum í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi næsta sumar hefst í dag en undanfarna þrjá daga hafa sjö þjóðir tryggt sér farseðilinn í úrslitakeppni EM næsta sumar. Helmingur sætanna er því enn laus. Ítalía, Belgía og Wales tryggðu sig áfram í gærkvöldi, Spánn og Sviss innsigliðu EM-sætið á föstudagskvöldið og á fimmtudaginn voru það Norður-Írland og Portúgal sem fengu EM-farseðilinn í hendurnar. Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér EM-sætið 6. september og var fjórða þjóðin til að komast á EM á eftir gestgjöfum Frakka, Englandi og Tékklandi. Tveimur dögum síðar bættust Austurríkismenn síðan í EM-hópinn. Það eru enn tólf sæti laus á Evrópumótið og það ræðst á næstu þremur dögum hvaða þjóðir hreppa átta þeirra. Fjögur síðustu sætin eru síðan í boði í umspili milli liða sem enduðu í þriðja sætinu í sínum riðlum. Í kvöld verður keppt í riðlum D, F og I en í þessum þremur riðlum eru enn laus fjögur sæti. Fjórar þjóðir munu því tryggja sér sæti á Evrópumótinu í dag þar af tvær þjóðir úr D-riðlinum.Þjóðverjar ættu að eiga greiða leið inn á EM en aðeins tap hjá þeim á heimavelli á móti Georgíu á sama tíma og það verður jafntefli milli Póllands og Írlands sér til þess að þeir endi ekki í tveimur efstu sætum riðilsins. Fari þetta á versta veg fyrir Heimsmeistara Þjóðverjar verða öll þrjú efstu liðin jöfn að stigum en þeir sitja eftir á lakasta árangrinum í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Stórleikur dagsins í D-riðlinum er án vafa úrslitaleikur Póllands og Írland í Varsjá þar sem 0-0 eða 1-1 jafntefli dugar Póllandi. Írar unnu Þjóðverja í síðasta leik og eru til alls vísir í kvöld.Rúmenar og Ungverjar keppa um að fylgja Norður-Írum upp úr F-riðli en Rúmenar hafa stigi meira fyrir lokaumferðina. Von Ungverja liggur í Færeyjum en ef Rúmenar tapa stigum í Þórshöfn þá komast Ungverjar á EM með sigri í Grikklandi.Portúgalar hafa tryggt sigur sigur í I-riðli og sæti á EM en Danir þurfa að treysta á það að Albanir tapi stigum í Armeníu í dag. Danir hafa lokið keppni en eru með eins stigs forskot á Albana og betri stöðu úr innbyrðisviðureignum. Leikirnir í riðlum F og I fara fram klukkan 16.00 í dag en leikirnir í D-riðlinum verða klukkan 18.45 í kvöld.Þjóðirnar tólf sem hafa tryggt sér sæti á EM 2016: 1. Frakkland (Gestgjafi) 2. England (5. september) 3. Tékkland (6. september)4. Ísland (6. september) 5. Austurríki (8. september) 6. Norður-Írland (8. október) 7. Portúgal (8. október) 8. Spánn (9. október) 9. Sviss (9. október) 10. Ítalía (10. október) 11. Belgía (10. október) 12. Wales (10. október) EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland heldur toppsætinu eftir sigur Tyrkja í Tékklandi Tyrkland vann 2-0 sigur á Tékklandi í Prag í kvöld en sigur Tyrkja þýðir að Ísland heldur toppsæti riðilsins þegar aðeins ein umferð er eftir þrátt fyrir að hafa aðeins náð jafntefli gegn Lettlandi í dag. 10. október 2015 20:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Bale: Aldrei liðið jafn vel eftir að hafa tapað leik Gareth Bale og félagar í Wales gátu fagnað sæti á lokakeppni EM í gær þrátt fyrir tap gegn Bosníu en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1958 sem Wales kemst á lokakeppni stórmóts. 11. október 2015 09:00 Wales komst í lokakeppni EM þrátt fyrir tap í Bosníu Wales komst í lokakeppni EM í fyrsta sinn í tæplega 60 ár þrátt fyrir 0-2 tap gegn Bosníu Herzegóvínu í kvöld en tap Ísrael gegn Kýpur þýðir að sæti Wales er öruggt. 10. október 2015 21:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Lokaumferðin í riðlunum í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi næsta sumar hefst í dag en undanfarna þrjá daga hafa sjö þjóðir tryggt sér farseðilinn í úrslitakeppni EM næsta sumar. Helmingur sætanna er því enn laus. Ítalía, Belgía og Wales tryggðu sig áfram í gærkvöldi, Spánn og Sviss innsigliðu EM-sætið á föstudagskvöldið og á fimmtudaginn voru það Norður-Írland og Portúgal sem fengu EM-farseðilinn í hendurnar. Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér EM-sætið 6. september og var fjórða þjóðin til að komast á EM á eftir gestgjöfum Frakka, Englandi og Tékklandi. Tveimur dögum síðar bættust Austurríkismenn síðan í EM-hópinn. Það eru enn tólf sæti laus á Evrópumótið og það ræðst á næstu þremur dögum hvaða þjóðir hreppa átta þeirra. Fjögur síðustu sætin eru síðan í boði í umspili milli liða sem enduðu í þriðja sætinu í sínum riðlum. Í kvöld verður keppt í riðlum D, F og I en í þessum þremur riðlum eru enn laus fjögur sæti. Fjórar þjóðir munu því tryggja sér sæti á Evrópumótinu í dag þar af tvær þjóðir úr D-riðlinum.Þjóðverjar ættu að eiga greiða leið inn á EM en aðeins tap hjá þeim á heimavelli á móti Georgíu á sama tíma og það verður jafntefli milli Póllands og Írlands sér til þess að þeir endi ekki í tveimur efstu sætum riðilsins. Fari þetta á versta veg fyrir Heimsmeistara Þjóðverjar verða öll þrjú efstu liðin jöfn að stigum en þeir sitja eftir á lakasta árangrinum í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Stórleikur dagsins í D-riðlinum er án vafa úrslitaleikur Póllands og Írland í Varsjá þar sem 0-0 eða 1-1 jafntefli dugar Póllandi. Írar unnu Þjóðverja í síðasta leik og eru til alls vísir í kvöld.Rúmenar og Ungverjar keppa um að fylgja Norður-Írum upp úr F-riðli en Rúmenar hafa stigi meira fyrir lokaumferðina. Von Ungverja liggur í Færeyjum en ef Rúmenar tapa stigum í Þórshöfn þá komast Ungverjar á EM með sigri í Grikklandi.Portúgalar hafa tryggt sigur sigur í I-riðli og sæti á EM en Danir þurfa að treysta á það að Albanir tapi stigum í Armeníu í dag. Danir hafa lokið keppni en eru með eins stigs forskot á Albana og betri stöðu úr innbyrðisviðureignum. Leikirnir í riðlum F og I fara fram klukkan 16.00 í dag en leikirnir í D-riðlinum verða klukkan 18.45 í kvöld.Þjóðirnar tólf sem hafa tryggt sér sæti á EM 2016: 1. Frakkland (Gestgjafi) 2. England (5. september) 3. Tékkland (6. september)4. Ísland (6. september) 5. Austurríki (8. september) 6. Norður-Írland (8. október) 7. Portúgal (8. október) 8. Spánn (9. október) 9. Sviss (9. október) 10. Ítalía (10. október) 11. Belgía (10. október) 12. Wales (10. október)
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland heldur toppsætinu eftir sigur Tyrkja í Tékklandi Tyrkland vann 2-0 sigur á Tékklandi í Prag í kvöld en sigur Tyrkja þýðir að Ísland heldur toppsæti riðilsins þegar aðeins ein umferð er eftir þrátt fyrir að hafa aðeins náð jafntefli gegn Lettlandi í dag. 10. október 2015 20:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Bale: Aldrei liðið jafn vel eftir að hafa tapað leik Gareth Bale og félagar í Wales gátu fagnað sæti á lokakeppni EM í gær þrátt fyrir tap gegn Bosníu en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1958 sem Wales kemst á lokakeppni stórmóts. 11. október 2015 09:00 Wales komst í lokakeppni EM þrátt fyrir tap í Bosníu Wales komst í lokakeppni EM í fyrsta sinn í tæplega 60 ár þrátt fyrir 0-2 tap gegn Bosníu Herzegóvínu í kvöld en tap Ísrael gegn Kýpur þýðir að sæti Wales er öruggt. 10. október 2015 21:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Ísland heldur toppsætinu eftir sigur Tyrkja í Tékklandi Tyrkland vann 2-0 sigur á Tékklandi í Prag í kvöld en sigur Tyrkja þýðir að Ísland heldur toppsæti riðilsins þegar aðeins ein umferð er eftir þrátt fyrir að hafa aðeins náð jafntefli gegn Lettlandi í dag. 10. október 2015 20:45
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00
Bale: Aldrei liðið jafn vel eftir að hafa tapað leik Gareth Bale og félagar í Wales gátu fagnað sæti á lokakeppni EM í gær þrátt fyrir tap gegn Bosníu en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1958 sem Wales kemst á lokakeppni stórmóts. 11. október 2015 09:00
Wales komst í lokakeppni EM þrátt fyrir tap í Bosníu Wales komst í lokakeppni EM í fyrsta sinn í tæplega 60 ár þrátt fyrir 0-2 tap gegn Bosníu Herzegóvínu í kvöld en tap Ísrael gegn Kýpur þýðir að sæti Wales er öruggt. 10. október 2015 21:00