Heimir: Væri katastrófa að spila eins gegn Tyrklandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. október 2015 12:30 Heimir Hallgrímsson. vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir að það sé búið að fara vel yfir leik íslenska liðsins í leiknum gegn Lettlandi um helgina og að strákarnir þurfi að spila betur á morgun ætli þeir sér að ná góðum úrslitum í Tyrklandi. Ísland varð þá fyrir áfalli í gærmorgun þegar Hannes Þór Halldórsson, markvörður, fór úr axlarlið. Heimir segir að það gæti vissulega skapað smá hikst í byrjun leiks að fá nýjan mann inn í liðið en hann hefur ekki áhyggjur af breytingunni. „Það er slæmt að missa út mann sem er búinn að spila allar mínútur í keppninni og standa sig vel. En við eigum frábæra markverði og ég kvíði engu fyrir þessari breytingu, hvort sem það verður Ögmundur eða Gunnleifur sem spilar. Svo kom Róbert inn en þetta eru allir öflugir markverðir.“ Jón Daði Böðvarsson missti af leiknum á laugardag vegna meiðsla og Kári Árnason fór snemma af velli vegna meiðsla í baki. Báðir verða leikfærir á morgun. „Kári var orðinn góður í gær og svo var stóra spurningin hvort hann myndi stífna í svo löngu flugi. En það gerðist sem betur fer ekki,“ sagði Heimir. „Jón Daði æfði í gærmorgun og var flottur. Þeir eru báðir klárir.“Fara aftur í það sem við gerum vel Heimir segir að þjálfararnir hafi skoðað leikinn vel gegn Lettlandi og hvað hafi úrskeðis er Ísland missti 2-0 forystu niður í 2-2 jafntefli. „Við gáfum þeim fullt af svæðum í seinni hálfleik og liðið var ekki í jafnvægi. Þegar við töpuðum boltanum vorum við ekki í góðri stöðu og okkur var refsað með góðum sóknum. Þeir voru á undan okkur og jafnvægið datt úr liðinu.“ „Þetta var ólíkt okkur. Þegar við héldum boltanum vorum við að dúlla okkur með hann sem er ekki okkar stíll. Við þurfum að vera beinskeyttari en það. Við gerðum margt í þessum leik sem við erum ekki vanir að gera. Gegn liðum eins og Tyrklandi væri það katastrófa að spila svona. Við verðum að fara aftur í það sem við gerum vel.“Leiftrandi sóknarleikur Tyrkja Tyrkir byrjuðu hægt í undankeppninni. Þeir töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum - gegn Íslandi og Tékklandi - en hafa síðan þá ekki tapað leik. Stig á morgun tryggir þriðja sætið í riðlinum og þátttökurétt í umspilskeppninni í næsta mánuði. „Þeir hafa verið að spila ótrúlega vel í síðustu leikjum og gaman að hofa á þá þessa stundina. Þeir hafa spilað leiftrandi sóknarleik, bæði gegn Hollandi og Tékklandi og eiga marga rosalega góða og tekníska leikmenn. Þeir halda boltanum betur og búa til meira á sóknarþriðjungnum.“ Hann segir að það muni lita leikinn að Tyrkjum dugir jafntefli en það þýðir einnig að það er erfitt að meta hvernig heimamenn mæta til leiks - með áherslu á að spila stífan sóknarleik eða með varkárni. „Ef þeir hefðu þurft sigur gæti ég sagt þér hvernig þeir myndu spila - með mikilli ákefð og framarlega á vellinum. Þetta er því ákveðið limbó en við erum undir það búnir að mæta hvort tveggja. Þar sem þeir eru á sínum heimavelli búumst við frekar við pressu frá þeim.“Turan alltaf hættulegur Arda Turan, leikmaður Barcelona, má ekki spila með liði sínu fyrr en eftir áramót en Heimir segir að það skipti litlu máli. Hann verði lykilmaður í tyrkneska liðinu á morgun. „Auðvitað skiptir leikhæfing alltaf máli. Hann er þannig leikmaður að hann er alltaf hættulegur þegar hann er með boltann. Það skipti ekki máli þótt hann væri búinn að vera frá vegna veikinda í tvo mánuði - hann væri alltaf hættulegur.“ Heimir ítrekar að það verði engin tilraunastarfssemi gerð af hálfu Íslands í þessum leik, þó svo að strákarnir séu komnir áfram. „Við ætlum að halda áfram að bæta okkur. Þetta eru afar mikilvægir leikir og við þurfum að nýta þá. Nú erum við að spila við andstæðing sem er með allt í húfi. Við fáum ekki betri leiki en það.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Gylfi bætti eitt met Eiðs Smára og jafnaði annað Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark í undankeppni EM í jafnteflinu á móti Lettlandi um helgina og tryggði sér með því tvö met í markaskorun fyrir íslenska landsliðið í undankeppnum stórmóta. 12. október 2015 08:00 „Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19 Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30 Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00 Aron Einar: Þeir verða brjálaðir frá fyrstu mínútu Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði segir að íslensku landsliðsmennirnir eigi að njóta þess að spila fyrir bandbrjála stuðningsmenn Tyrklands. 12. október 2015 12:00 Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir að það sé búið að fara vel yfir leik íslenska liðsins í leiknum gegn Lettlandi um helgina og að strákarnir þurfi að spila betur á morgun ætli þeir sér að ná góðum úrslitum í Tyrklandi. Ísland varð þá fyrir áfalli í gærmorgun þegar Hannes Þór Halldórsson, markvörður, fór úr axlarlið. Heimir segir að það gæti vissulega skapað smá hikst í byrjun leiks að fá nýjan mann inn í liðið en hann hefur ekki áhyggjur af breytingunni. „Það er slæmt að missa út mann sem er búinn að spila allar mínútur í keppninni og standa sig vel. En við eigum frábæra markverði og ég kvíði engu fyrir þessari breytingu, hvort sem það verður Ögmundur eða Gunnleifur sem spilar. Svo kom Róbert inn en þetta eru allir öflugir markverðir.“ Jón Daði Böðvarsson missti af leiknum á laugardag vegna meiðsla og Kári Árnason fór snemma af velli vegna meiðsla í baki. Báðir verða leikfærir á morgun. „Kári var orðinn góður í gær og svo var stóra spurningin hvort hann myndi stífna í svo löngu flugi. En það gerðist sem betur fer ekki,“ sagði Heimir. „Jón Daði æfði í gærmorgun og var flottur. Þeir eru báðir klárir.“Fara aftur í það sem við gerum vel Heimir segir að þjálfararnir hafi skoðað leikinn vel gegn Lettlandi og hvað hafi úrskeðis er Ísland missti 2-0 forystu niður í 2-2 jafntefli. „Við gáfum þeim fullt af svæðum í seinni hálfleik og liðið var ekki í jafnvægi. Þegar við töpuðum boltanum vorum við ekki í góðri stöðu og okkur var refsað með góðum sóknum. Þeir voru á undan okkur og jafnvægið datt úr liðinu.“ „Þetta var ólíkt okkur. Þegar við héldum boltanum vorum við að dúlla okkur með hann sem er ekki okkar stíll. Við þurfum að vera beinskeyttari en það. Við gerðum margt í þessum leik sem við erum ekki vanir að gera. Gegn liðum eins og Tyrklandi væri það katastrófa að spila svona. Við verðum að fara aftur í það sem við gerum vel.“Leiftrandi sóknarleikur Tyrkja Tyrkir byrjuðu hægt í undankeppninni. Þeir töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum - gegn Íslandi og Tékklandi - en hafa síðan þá ekki tapað leik. Stig á morgun tryggir þriðja sætið í riðlinum og þátttökurétt í umspilskeppninni í næsta mánuði. „Þeir hafa verið að spila ótrúlega vel í síðustu leikjum og gaman að hofa á þá þessa stundina. Þeir hafa spilað leiftrandi sóknarleik, bæði gegn Hollandi og Tékklandi og eiga marga rosalega góða og tekníska leikmenn. Þeir halda boltanum betur og búa til meira á sóknarþriðjungnum.“ Hann segir að það muni lita leikinn að Tyrkjum dugir jafntefli en það þýðir einnig að það er erfitt að meta hvernig heimamenn mæta til leiks - með áherslu á að spila stífan sóknarleik eða með varkárni. „Ef þeir hefðu þurft sigur gæti ég sagt þér hvernig þeir myndu spila - með mikilli ákefð og framarlega á vellinum. Þetta er því ákveðið limbó en við erum undir það búnir að mæta hvort tveggja. Þar sem þeir eru á sínum heimavelli búumst við frekar við pressu frá þeim.“Turan alltaf hættulegur Arda Turan, leikmaður Barcelona, má ekki spila með liði sínu fyrr en eftir áramót en Heimir segir að það skipti litlu máli. Hann verði lykilmaður í tyrkneska liðinu á morgun. „Auðvitað skiptir leikhæfing alltaf máli. Hann er þannig leikmaður að hann er alltaf hættulegur þegar hann er með boltann. Það skipti ekki máli þótt hann væri búinn að vera frá vegna veikinda í tvo mánuði - hann væri alltaf hættulegur.“ Heimir ítrekar að það verði engin tilraunastarfssemi gerð af hálfu Íslands í þessum leik, þó svo að strákarnir séu komnir áfram. „Við ætlum að halda áfram að bæta okkur. Þetta eru afar mikilvægir leikir og við þurfum að nýta þá. Nú erum við að spila við andstæðing sem er með allt í húfi. Við fáum ekki betri leiki en það.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Gylfi bætti eitt met Eiðs Smára og jafnaði annað Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark í undankeppni EM í jafnteflinu á móti Lettlandi um helgina og tryggði sér með því tvö met í markaskorun fyrir íslenska landsliðið í undankeppnum stórmóta. 12. október 2015 08:00 „Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19 Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30 Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00 Aron Einar: Þeir verða brjálaðir frá fyrstu mínútu Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði segir að íslensku landsliðsmennirnir eigi að njóta þess að spila fyrir bandbrjála stuðningsmenn Tyrklands. 12. október 2015 12:00 Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Sjá meira
Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00
Gylfi bætti eitt met Eiðs Smára og jafnaði annað Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark í undankeppni EM í jafnteflinu á móti Lettlandi um helgina og tryggði sér með því tvö met í markaskorun fyrir íslenska landsliðið í undankeppnum stórmóta. 12. október 2015 08:00
„Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19
Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30
Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00
Aron Einar: Þeir verða brjálaðir frá fyrstu mínútu Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði segir að íslensku landsliðsmennirnir eigi að njóta þess að spila fyrir bandbrjála stuðningsmenn Tyrklands. 12. október 2015 12:00