Blind hótar því að halda áfram með hollenska liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2015 11:00 Danny Blind með aðstoðarmönnum sínum Marco Van Basten og Ruud van Nistelrooy. Vísir/Getty Danny Blind ætlar ekki að hætta að þjálfa hollenska landsliðið í fótbolta þótt að hollenska liðinu hafi klúðrað undankeppni Evrópumótsins. Danny Blind tók við af Guus Hiddink í júlí en hafði áður verið aðstoðarmaður hans þá tíu mánuði sem Hiddink sat í stólnum. Danny Blind hefur stýrt hollenska liðinu í fjórum leikjum í undankeppninni og liðið hefur tapað þremur þeirra þar af á heimavelli á móti bæði Íslandi og Tékklandi. 3 stig af 12 mögulegum, markatalan -4 (4-8) og ekkert Evrópumót er niðurstaðan eftir þessa fyrstu leiki hollenska liðsins undir stjórn Danny Blind. „Ég ætla mér að halda áfram með mína vinnu því ég er með samning til ársins 2018 og ég hef trú á þessu liði," sagði Danny Blind á blaðamannafundi eftir 3-2 tap á móti Tékklandi í Amsterdam í gærkvöldi. Hollendingar þurftu að treysta bæði á sjálfan sig og aðra í gær ef þeir ætluðu að komast í umspilið en hvorugt gekk upp. Tyrkir unnu Íslendinga og þeir töpuðu á heimavelli á móti tíu Tékkum eftir að hafa lent 3-0 undir. „Ég hef ekki náð mínu markmiði. Markmiðið var að komast beint áfram á EM eða í umspilið og ég náði því ekki með liðið," sagði Blind og bætti við: „Er þetta mér að kenna? Ég þarf að skoða það í framhaldinu og greina. Úrslitin voru í það minnsta ekki góð," sagði Blind. Hollendingar höfðu ekki misst af úrslitakeppni Evrópumótsins síðan 1984 en þeir urðu síðan Evrópumeistarar fjórum árum síðar. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-1 | Strákarnir töpuðu í Tyrklandi og enda í 2. sæti Ísland getur unnið sinn riðil með sigri á Tyrkjum í Konya. Það væri sögulegt ef það markmið næst. 13. október 2015 20:30 Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Fullkomið kvöld fyrir Belga | Á toppnum á þremur stöðum Belgíumenn tryggðu sér í kvöld sigur í B-riðli undankeppni EM eftir öruggan heimasigur á Ísrael en þeir voru eins og Íslendingar búnir að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir lokaleikina í riðlinum. 13. október 2015 22:13 Hollendingar töpuðu fyrir Tékkum á heimavelli og fara ekki á EM Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. 13. október 2015 20:30 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira
Danny Blind ætlar ekki að hætta að þjálfa hollenska landsliðið í fótbolta þótt að hollenska liðinu hafi klúðrað undankeppni Evrópumótsins. Danny Blind tók við af Guus Hiddink í júlí en hafði áður verið aðstoðarmaður hans þá tíu mánuði sem Hiddink sat í stólnum. Danny Blind hefur stýrt hollenska liðinu í fjórum leikjum í undankeppninni og liðið hefur tapað þremur þeirra þar af á heimavelli á móti bæði Íslandi og Tékklandi. 3 stig af 12 mögulegum, markatalan -4 (4-8) og ekkert Evrópumót er niðurstaðan eftir þessa fyrstu leiki hollenska liðsins undir stjórn Danny Blind. „Ég ætla mér að halda áfram með mína vinnu því ég er með samning til ársins 2018 og ég hef trú á þessu liði," sagði Danny Blind á blaðamannafundi eftir 3-2 tap á móti Tékklandi í Amsterdam í gærkvöldi. Hollendingar þurftu að treysta bæði á sjálfan sig og aðra í gær ef þeir ætluðu að komast í umspilið en hvorugt gekk upp. Tyrkir unnu Íslendinga og þeir töpuðu á heimavelli á móti tíu Tékkum eftir að hafa lent 3-0 undir. „Ég hef ekki náð mínu markmiði. Markmiðið var að komast beint áfram á EM eða í umspilið og ég náði því ekki með liðið," sagði Blind og bætti við: „Er þetta mér að kenna? Ég þarf að skoða það í framhaldinu og greina. Úrslitin voru í það minnsta ekki góð," sagði Blind. Hollendingar höfðu ekki misst af úrslitakeppni Evrópumótsins síðan 1984 en þeir urðu síðan Evrópumeistarar fjórum árum síðar.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-1 | Strákarnir töpuðu í Tyrklandi og enda í 2. sæti Ísland getur unnið sinn riðil með sigri á Tyrkjum í Konya. Það væri sögulegt ef það markmið næst. 13. október 2015 20:30 Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Fullkomið kvöld fyrir Belga | Á toppnum á þremur stöðum Belgíumenn tryggðu sér í kvöld sigur í B-riðli undankeppni EM eftir öruggan heimasigur á Ísrael en þeir voru eins og Íslendingar búnir að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir lokaleikina í riðlinum. 13. október 2015 22:13 Hollendingar töpuðu fyrir Tékkum á heimavelli og fara ekki á EM Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. 13. október 2015 20:30 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira
Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-1 | Strákarnir töpuðu í Tyrklandi og enda í 2. sæti Ísland getur unnið sinn riðil með sigri á Tyrkjum í Konya. Það væri sögulegt ef það markmið næst. 13. október 2015 20:30
Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55
Fullkomið kvöld fyrir Belga | Á toppnum á þremur stöðum Belgíumenn tryggðu sér í kvöld sigur í B-riðli undankeppni EM eftir öruggan heimasigur á Ísrael en þeir voru eins og Íslendingar búnir að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir lokaleikina í riðlinum. 13. október 2015 22:13
Hollendingar töpuðu fyrir Tékkum á heimavelli og fara ekki á EM Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. 13. október 2015 20:30