Hollendingar líka í riðli með Íslandi þegar þeir komust síðast ekki á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2015 13:00 Ruud Gullit skoraði á móti Íslandi í undankeppni EM 1984. Vísir/Getty Hollenska landsliðið verður ekki með þeirra 24 þjóða sem keppa í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakklandi næsta sumar en liðið náði aðeins fjórða sætinu í A-riðli okkar Íslendinga. Tékkland, Ísland og Tyrkland komust öll á EM en Hollendingar missa af sínu fyrsta Evrópumóti í 32 ár eða síðan að keppnin fór fram síðast í Frakklandi árið 1984. Það komust aðeins átta þjóðir í úrslitakeppni Evrópumótsins sumarið 1984 en það verða sextán fleiri lið með næsta sumar. Fjarvera Hollendinga er því enn athyglisverðari í því samhengi enda ein stærsta knattspyrnuþjóð Evrópu í gegnum tíðina. Hollenska liðið hefur ekki átt í miklum vandræðum með að komast í gegnum síðustu undankeppnir en eftir 2-0 tap fyrir Íslandi á Laugardalsvellinum fyrir rúmu ári síðan var ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir Hollendinga að þessu sinni. Holland átti samt góða möguleika á því að tryggja sér sæti í umspilinu þegar Danny Blind tók við af Guus Hiddink í júlímánuði. Það gekk hinsvegar allt á afturfótunum á lokasprettinum, fyrsti leikurinn tapaðist á heimavelli á móti Íslandi og liðið náði aðeins í þrjú stig út úr síðustu fjórum leikjum sínum.Hollendingar voru líka í riðli með Íslendingum þegar þeir misstu síðast af úrslitakeppni Evrópumótsins fyrir 32 árum. Holland endaði í öðru sæti í sjöunda riðli í undankeppni EM 1984. Hollendingar fengu jafnmörg stig og Spánverjar en Spánverjar komust áfram á fleiri mörkum skoruðum eftir að hafa unnið 12-1 sigur á Möltu í lokaleik riðilsins. Hollendingar töpuðu bara stigum í tveimur leikjum í þessari undankeppni, þeir töpuðu 1-0 á útivelli á móti Spáni og gerðu síðan 1-1 jafntefli á Laugardalsvellinum í fyrsta leik sínum í riðlinum. Íslenska landsliðið fékk bara þrjú stig í riðlinum en hin tvö stigin komu í sigurleik á móti Möltu á Laugardalsvellinum. Kees Rijvers þjálfaði Hollendinga í þessari undankeppni en þar voru leikmenn eins og Ruud Gullit, Frank Rijkaard, Ronald Koeman og Marco van Basten að stíga sín fyrstu sport með landsliðinu.Ruud Gullit og Ronald Koeman skoruðu báðir í 3-0 sigri á Íslandi í seinni leik þjóðanna í Hollandi en þar spilaði Marco van Basten sinn fyrsta landsleik. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þeim leik sem og leiknum á Laugardalsvellinum. Hollendingar komu sterkir til baka á næsta Evrópumót en þeir urðu Evrópumeistarar í Vestur-Þýskalandi 1988. Hollenska liðið fór síðan í undanúrslit á EM 1992, EM 2000 og EM 2004 en sat hinsvegar eftir í riðlinum á síðasta EM 2012. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Fullkomið kvöld fyrir Belga | Á toppnum á þremur stöðum Belgíumenn tryggðu sér í kvöld sigur í B-riðli undankeppni EM eftir öruggan heimasigur á Ísrael en þeir voru eins og Íslendingar búnir að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir lokaleikina í riðlinum. 13. október 2015 22:13 Hollendingar töpuðu fyrir Tékkum á heimavelli og fara ekki á EM Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. 13. október 2015 20:30 Blind hótar því að halda áfram með hollenska liðið Danny Blind ætlar ekki að hætta að þjálfa hollenska landsliðið í fótbolta þótt að hollenska liðinu hafi klúðrað undankeppni Evrópumótsins. 14. október 2015 11:00 Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Sjá meira
Hollenska landsliðið verður ekki með þeirra 24 þjóða sem keppa í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakklandi næsta sumar en liðið náði aðeins fjórða sætinu í A-riðli okkar Íslendinga. Tékkland, Ísland og Tyrkland komust öll á EM en Hollendingar missa af sínu fyrsta Evrópumóti í 32 ár eða síðan að keppnin fór fram síðast í Frakklandi árið 1984. Það komust aðeins átta þjóðir í úrslitakeppni Evrópumótsins sumarið 1984 en það verða sextán fleiri lið með næsta sumar. Fjarvera Hollendinga er því enn athyglisverðari í því samhengi enda ein stærsta knattspyrnuþjóð Evrópu í gegnum tíðina. Hollenska liðið hefur ekki átt í miklum vandræðum með að komast í gegnum síðustu undankeppnir en eftir 2-0 tap fyrir Íslandi á Laugardalsvellinum fyrir rúmu ári síðan var ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir Hollendinga að þessu sinni. Holland átti samt góða möguleika á því að tryggja sér sæti í umspilinu þegar Danny Blind tók við af Guus Hiddink í júlímánuði. Það gekk hinsvegar allt á afturfótunum á lokasprettinum, fyrsti leikurinn tapaðist á heimavelli á móti Íslandi og liðið náði aðeins í þrjú stig út úr síðustu fjórum leikjum sínum.Hollendingar voru líka í riðli með Íslendingum þegar þeir misstu síðast af úrslitakeppni Evrópumótsins fyrir 32 árum. Holland endaði í öðru sæti í sjöunda riðli í undankeppni EM 1984. Hollendingar fengu jafnmörg stig og Spánverjar en Spánverjar komust áfram á fleiri mörkum skoruðum eftir að hafa unnið 12-1 sigur á Möltu í lokaleik riðilsins. Hollendingar töpuðu bara stigum í tveimur leikjum í þessari undankeppni, þeir töpuðu 1-0 á útivelli á móti Spáni og gerðu síðan 1-1 jafntefli á Laugardalsvellinum í fyrsta leik sínum í riðlinum. Íslenska landsliðið fékk bara þrjú stig í riðlinum en hin tvö stigin komu í sigurleik á móti Möltu á Laugardalsvellinum. Kees Rijvers þjálfaði Hollendinga í þessari undankeppni en þar voru leikmenn eins og Ruud Gullit, Frank Rijkaard, Ronald Koeman og Marco van Basten að stíga sín fyrstu sport með landsliðinu.Ruud Gullit og Ronald Koeman skoruðu báðir í 3-0 sigri á Íslandi í seinni leik þjóðanna í Hollandi en þar spilaði Marco van Basten sinn fyrsta landsleik. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þeim leik sem og leiknum á Laugardalsvellinum. Hollendingar komu sterkir til baka á næsta Evrópumót en þeir urðu Evrópumeistarar í Vestur-Þýskalandi 1988. Hollenska liðið fór síðan í undanúrslit á EM 1992, EM 2000 og EM 2004 en sat hinsvegar eftir í riðlinum á síðasta EM 2012.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Fullkomið kvöld fyrir Belga | Á toppnum á þremur stöðum Belgíumenn tryggðu sér í kvöld sigur í B-riðli undankeppni EM eftir öruggan heimasigur á Ísrael en þeir voru eins og Íslendingar búnir að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir lokaleikina í riðlinum. 13. október 2015 22:13 Hollendingar töpuðu fyrir Tékkum á heimavelli og fara ekki á EM Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. 13. október 2015 20:30 Blind hótar því að halda áfram með hollenska liðið Danny Blind ætlar ekki að hætta að þjálfa hollenska landsliðið í fótbolta þótt að hollenska liðinu hafi klúðrað undankeppni Evrópumótsins. 14. október 2015 11:00 Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Sjá meira
Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55
Fullkomið kvöld fyrir Belga | Á toppnum á þremur stöðum Belgíumenn tryggðu sér í kvöld sigur í B-riðli undankeppni EM eftir öruggan heimasigur á Ísrael en þeir voru eins og Íslendingar búnir að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir lokaleikina í riðlinum. 13. október 2015 22:13
Hollendingar töpuðu fyrir Tékkum á heimavelli og fara ekki á EM Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. 13. október 2015 20:30
Blind hótar því að halda áfram með hollenska liðið Danny Blind ætlar ekki að hætta að þjálfa hollenska landsliðið í fótbolta þótt að hollenska liðinu hafi klúðrað undankeppni Evrópumótsins. 14. október 2015 11:00
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti