Ellefu ára dómur yfir Mirjam Foekje van Twuijver hefur sætt mikilli gagnrýni síðustu daga fyrir að vera of þungur. Mirjam kom hingað til lands með sautján ára dóttur sinni og rúm nítján kíló af fíkniefnum.

Samkvæmt Jóni Þór gildir sú regla í dönskum og norskum lögum að refsiramminn er ólíkur fyrir ólík brot. Þannig getur refsirammi fyrir vörslu neysluskammta eða fyrir að vera burðardýr verið annar en fyrir að standa fyrir stórtækum innflutningi eða framleiðslu á miklu magni harðra fíkniefna. „Refsimörk íslensku fíkniefnalaganna, tólf ár, eru allt of mild. Í því ljósi er ég búinn að benda á það lengi að í dönskum lögum eru þeir með sérstaka flokkun þar sem í sérstaklega alvarlegum málum má nota refsimörkin 16 ár. Almenna refsingin er lægri,“ segir Jón Þór.