Eðlilegt að hafa tvöfaldan refsiramma Snærós Sindradóttir skrifar 15. október 2015 07:00 Mirjam Foekje van Twuijver, hollenskt burðardýr. Mynd/Stöð 2 „Ef menn ætla eitthvað að fara að breyta þessu þá er bara að horfa til dönsku framkvæmdarinnar. Ef það koma upp risastór smygl eða tilbúningur á fíkniefnum er mjög eðlilegt að vera með rúm refsimörk. Rúm refsimörk eiga einmitt að auka svigrúm dómara við ákvörðun refsingar,“ segir Jón Þór Ólason, lögmaður og kennari í refsirétti við Háskóla Íslands. Í Fréttablaðinu í gær kom fram vilji þingmanna til að skoða breytingar á refsiramma í fíkniefnamálum. Ellefu ára dómur yfir Mirjam Foekje van Twuijver hefur sætt mikilli gagnrýni síðustu daga fyrir að vera of þungur. Mirjam kom hingað til lands með sautján ára dóttur sinni og rúm nítján kíló af fíkniefnum.Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsiréttiMynd/AðsendRefsirammi fíkniefnabrota á Íslandi er tólf ár. Í blaði gærdagsins spurði Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvaða refsingu þeir sem fremdu alvarlegri brot en Mirjam, sem er burðardýr, fengju ef þetta fordæmi væri komið. Samkvæmt Jóni Þór gildir sú regla í dönskum og norskum lögum að refsiramminn er ólíkur fyrir ólík brot. Þannig getur refsirammi fyrir vörslu neysluskammta eða fyrir að vera burðardýr verið annar en fyrir að standa fyrir stórtækum innflutningi eða framleiðslu á miklu magni harðra fíkniefna. „Refsimörk íslensku fíkniefnalaganna, tólf ár, eru allt of mild. Í því ljósi er ég búinn að benda á það lengi að í dönskum lögum eru þeir með sérstaka flokkun þar sem í sérstaklega alvarlegum málum má nota refsimörkin 16 ár. Almenna refsingin er lægri,“ segir Jón Þór. Leki og spilling í lögreglu Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira
„Ef menn ætla eitthvað að fara að breyta þessu þá er bara að horfa til dönsku framkvæmdarinnar. Ef það koma upp risastór smygl eða tilbúningur á fíkniefnum er mjög eðlilegt að vera með rúm refsimörk. Rúm refsimörk eiga einmitt að auka svigrúm dómara við ákvörðun refsingar,“ segir Jón Þór Ólason, lögmaður og kennari í refsirétti við Háskóla Íslands. Í Fréttablaðinu í gær kom fram vilji þingmanna til að skoða breytingar á refsiramma í fíkniefnamálum. Ellefu ára dómur yfir Mirjam Foekje van Twuijver hefur sætt mikilli gagnrýni síðustu daga fyrir að vera of þungur. Mirjam kom hingað til lands með sautján ára dóttur sinni og rúm nítján kíló af fíkniefnum.Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsiréttiMynd/AðsendRefsirammi fíkniefnabrota á Íslandi er tólf ár. Í blaði gærdagsins spurði Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvaða refsingu þeir sem fremdu alvarlegri brot en Mirjam, sem er burðardýr, fengju ef þetta fordæmi væri komið. Samkvæmt Jóni Þór gildir sú regla í dönskum og norskum lögum að refsiramminn er ólíkur fyrir ólík brot. Þannig getur refsirammi fyrir vörslu neysluskammta eða fyrir að vera burðardýr verið annar en fyrir að standa fyrir stórtækum innflutningi eða framleiðslu á miklu magni harðra fíkniefna. „Refsimörk íslensku fíkniefnalaganna, tólf ár, eru allt of mild. Í því ljósi er ég búinn að benda á það lengi að í dönskum lögum eru þeir með sérstaka flokkun þar sem í sérstaklega alvarlegum málum má nota refsimörkin 16 ár. Almenna refsingin er lægri,“ segir Jón Þór.
Leki og spilling í lögreglu Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira