Tímar tattúa Bergur Ebbi skrifar 16. október 2015 07:00 Það þarf að stækka Keflavíkurflugvöll. Auðvitað þarf að gera það. Ástandið þar er eins og í stóðréttum. Það er ekki eins og fólk viti þetta ekki. Það eru sífellt gerðar framkvæmdar við flugstöðina og nú er búið að kynna áætlun sem gerir ráð fyrir að um flugvöllinn geti farið allt að sexfalt fleiri farþegar en á síðasta ári. Og það er ekki seinna vænna. Flugfarþegum mun fjölga. Markaðsstarf flugfélaganna og áætlanir gera ráð fyrir fjölgun næstu árin. Það er líka í fyrsta skipti að hefjast umræða í landinu sem inniheldur örðu af framtíðarsýn þegar kemur að þessum risastóra atvinnuvegi sem ferðaþjónustan er. Fram til þessa hefur umræðan virst lituð af því að þetta sé skammvinnt síldarævintýri. Margir þora varla að ímynda sér að Ísland verði ennþá heitt eftir tíu ár. Verður fólk ekki komið með leið á ópalskotum og 66 gráður norður úlpum árið 2025? Þetta er kannski roluskapur. Að búast við hinu versta til að forðast vonbrigði. En ég held reyndar að síldarævintýris-vinkillinn þurfi að vera hluti af umræðunni. Ég held að við þurfum að taka það alvarlega að stefnur og straumar rísa og hníga í heiminum, nánast eftir geðþótta, og það krefst aga og einbeitingar að greina hvað veldur breytingum. Hvers vegna hefur fólk áhuga á að heimsækja Ísland? Ég veit allt um lágu fargjöldin og tenginguna á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Ég veit líka allt um almenna aukningu ferðamanna í heiminum, lágt gengi krónunnar o.s.frv. Allt eru þetta aukaatriði en ekki sjálfur frumkrafturinn. Ef við ætlum okkur að byggja upp framtíðarsýn til næstu áratuga þurfum við að reyna að finna sjálfan kjarnann. Markaðsdeildir flugfélaganna hafa reyndar greint kjarnann fyrir löngu. Það hefur bara enginn sagt það hreint út, enda hljómar það hálf kjánalega.Ísland er tattú Ferðalag til Íslands er stimpill í sjálfsmynd þess sem lifir flötu lífi. Hæfilega flippuð en hættulaus táknfræði. Ísland er tattú. Eitthvað sem gerir mann að róttæklingi í vinahópnum eða áhugaverða gæjanum við vatnskælinn í vinnunni. Það er ísbrjótur. Samtals-hvati. Eins og tattú sem læðist fram úr ermi skrifstofumanns. Tattú eru í tísku og fólk vill eitthvað sérstakt og vandar valið. Það vill enginn fá sér ljótt tattú. En fólk gerir það svo sem samt. Ein mestu vonbrigði lífs míns eru þegar ég uppgötvaði að hinn vestræni heimur er eiginlega allur eins. Maður keyrir á tvöföldum vegi og á nákvæmlega 100 kílómetra fresti getur maður fengið sér Subway eða Outback Jack steik. Þegar eitthvað markvert er að sjá í umhverfinu er það kyrfilega merkt með skiltum til að benda manni á snilldina. Ef manni leiðist er yfirleitt stutt í spilatækjasal eða outlet-verslanir þar sem maður getur keypt flíspeysur á útsöluverði. Svoleiðis ferðalög gera lítið fyrir sjálfsmyndina. Þetta þarf allt að hafa í huga þegar gerðar eru áætlanir um framkvæmdir í ferðaþjónustu. Við þekkjum þessa sögu. Ef við gerum vegina of stóra og breiða og lífsreynsluna of þægilega þá hættir Ísland að vera merkilegt tattú. Þá getur fólk alveg eins tattúverað sig með Helly Hansen lógóinu og lagt sig í rútunni.Við getum aldrei hætt að yrkja Ekkert af þessu sem ég er að segja er nýlunda. Fólk tekur eiginlega allar stærri kaupákvarðanir með tilliti til áhrifa þess á þjóðfélagsstöðu sína og virðingu. Fólk velur bíla og hús eftir sömu prinsippum. Þetta er ekki endilega hégómi. Leit að sjálfsmynd er dýpri en það. Þetta snýst um þá tilhneigingu að vera hluti af sögu sem er stærri og mikilvægari en þú sjálfur. Í tilfelli Íslands er það ekki stærðin sem heillar heldur sérviskan. Í raun má segja að allt sem hefur unnið gegn Íslendingum auki skýrleika þessarar sögu. Þegar Bjarni Thorarensen orti að Ísalands óhamingju yrði allt að vopni þá var hann í raun að lista upp nákvæmlega þau atriði sem erlendir ferðamenn hafa áhuga á. Að standa í úlpu og vera nálægt hraunkviku og jökulám og vita að þessi fyrirbæri hafi margoft lagt byggðir landsins í rúst er það sem ferðamenn sogast í. Og það skiptir engu máli þó Justin Bieber viti ekkert um jökulár eða hraunflæði (eða Baldvin Einarsson). Það sem skiptir máli er að Justin Bieber er alinn upp í Kingston, Ontario, sem er bara eitt stórt bílastæði og að fara til Íslands og stara á fossa gefur honum merkingu og setur hann í samhengi við eitthvað sem er stærra en hann sjálfur. Það gerir það sama fyrir hann og þegar hann lét tattúvera kross á brjóstkassann á sér eða lítinn kerúba á hægri framhandlegginn, sem eru tvö af 51 tattúi kappans samkvæmt heimasíðunni popstartats.com. Við lifum á tímum tattúa og Ísland er með flottasta flúrið. En svo má líka alveg hugsa stærra en þetta. Hvað ef allar leikreglurnar breytast? Hvað ef sjálfsmyndarleit og sérstaða dettur úr tísku? Það gæti alveg gerst. Það skiptir engu máli hvað Ísland býður upp á æðislegt tattú ef tattú detta úr tísku. Þá verður kannski í tísku að vera venjulegur. Ferðast í stórri hvítri rútu eftir tvöföldum vegi. Þá er reyndar prýðilegt að vera með sexfaldan Keflavíkurflugvöll. Þá getur fólk komið hér og borðað sitt Outback Jack og haft það notalegt. En fari svo þá held ég að Bjarni Thorarensen þurfi að stíga upp úr gröf sinni og yrkja eitt erindi í viðbót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Það þarf að stækka Keflavíkurflugvöll. Auðvitað þarf að gera það. Ástandið þar er eins og í stóðréttum. Það er ekki eins og fólk viti þetta ekki. Það eru sífellt gerðar framkvæmdar við flugstöðina og nú er búið að kynna áætlun sem gerir ráð fyrir að um flugvöllinn geti farið allt að sexfalt fleiri farþegar en á síðasta ári. Og það er ekki seinna vænna. Flugfarþegum mun fjölga. Markaðsstarf flugfélaganna og áætlanir gera ráð fyrir fjölgun næstu árin. Það er líka í fyrsta skipti að hefjast umræða í landinu sem inniheldur örðu af framtíðarsýn þegar kemur að þessum risastóra atvinnuvegi sem ferðaþjónustan er. Fram til þessa hefur umræðan virst lituð af því að þetta sé skammvinnt síldarævintýri. Margir þora varla að ímynda sér að Ísland verði ennþá heitt eftir tíu ár. Verður fólk ekki komið með leið á ópalskotum og 66 gráður norður úlpum árið 2025? Þetta er kannski roluskapur. Að búast við hinu versta til að forðast vonbrigði. En ég held reyndar að síldarævintýris-vinkillinn þurfi að vera hluti af umræðunni. Ég held að við þurfum að taka það alvarlega að stefnur og straumar rísa og hníga í heiminum, nánast eftir geðþótta, og það krefst aga og einbeitingar að greina hvað veldur breytingum. Hvers vegna hefur fólk áhuga á að heimsækja Ísland? Ég veit allt um lágu fargjöldin og tenginguna á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Ég veit líka allt um almenna aukningu ferðamanna í heiminum, lágt gengi krónunnar o.s.frv. Allt eru þetta aukaatriði en ekki sjálfur frumkrafturinn. Ef við ætlum okkur að byggja upp framtíðarsýn til næstu áratuga þurfum við að reyna að finna sjálfan kjarnann. Markaðsdeildir flugfélaganna hafa reyndar greint kjarnann fyrir löngu. Það hefur bara enginn sagt það hreint út, enda hljómar það hálf kjánalega.Ísland er tattú Ferðalag til Íslands er stimpill í sjálfsmynd þess sem lifir flötu lífi. Hæfilega flippuð en hættulaus táknfræði. Ísland er tattú. Eitthvað sem gerir mann að róttæklingi í vinahópnum eða áhugaverða gæjanum við vatnskælinn í vinnunni. Það er ísbrjótur. Samtals-hvati. Eins og tattú sem læðist fram úr ermi skrifstofumanns. Tattú eru í tísku og fólk vill eitthvað sérstakt og vandar valið. Það vill enginn fá sér ljótt tattú. En fólk gerir það svo sem samt. Ein mestu vonbrigði lífs míns eru þegar ég uppgötvaði að hinn vestræni heimur er eiginlega allur eins. Maður keyrir á tvöföldum vegi og á nákvæmlega 100 kílómetra fresti getur maður fengið sér Subway eða Outback Jack steik. Þegar eitthvað markvert er að sjá í umhverfinu er það kyrfilega merkt með skiltum til að benda manni á snilldina. Ef manni leiðist er yfirleitt stutt í spilatækjasal eða outlet-verslanir þar sem maður getur keypt flíspeysur á útsöluverði. Svoleiðis ferðalög gera lítið fyrir sjálfsmyndina. Þetta þarf allt að hafa í huga þegar gerðar eru áætlanir um framkvæmdir í ferðaþjónustu. Við þekkjum þessa sögu. Ef við gerum vegina of stóra og breiða og lífsreynsluna of þægilega þá hættir Ísland að vera merkilegt tattú. Þá getur fólk alveg eins tattúverað sig með Helly Hansen lógóinu og lagt sig í rútunni.Við getum aldrei hætt að yrkja Ekkert af þessu sem ég er að segja er nýlunda. Fólk tekur eiginlega allar stærri kaupákvarðanir með tilliti til áhrifa þess á þjóðfélagsstöðu sína og virðingu. Fólk velur bíla og hús eftir sömu prinsippum. Þetta er ekki endilega hégómi. Leit að sjálfsmynd er dýpri en það. Þetta snýst um þá tilhneigingu að vera hluti af sögu sem er stærri og mikilvægari en þú sjálfur. Í tilfelli Íslands er það ekki stærðin sem heillar heldur sérviskan. Í raun má segja að allt sem hefur unnið gegn Íslendingum auki skýrleika þessarar sögu. Þegar Bjarni Thorarensen orti að Ísalands óhamingju yrði allt að vopni þá var hann í raun að lista upp nákvæmlega þau atriði sem erlendir ferðamenn hafa áhuga á. Að standa í úlpu og vera nálægt hraunkviku og jökulám og vita að þessi fyrirbæri hafi margoft lagt byggðir landsins í rúst er það sem ferðamenn sogast í. Og það skiptir engu máli þó Justin Bieber viti ekkert um jökulár eða hraunflæði (eða Baldvin Einarsson). Það sem skiptir máli er að Justin Bieber er alinn upp í Kingston, Ontario, sem er bara eitt stórt bílastæði og að fara til Íslands og stara á fossa gefur honum merkingu og setur hann í samhengi við eitthvað sem er stærra en hann sjálfur. Það gerir það sama fyrir hann og þegar hann lét tattúvera kross á brjóstkassann á sér eða lítinn kerúba á hægri framhandlegginn, sem eru tvö af 51 tattúi kappans samkvæmt heimasíðunni popstartats.com. Við lifum á tímum tattúa og Ísland er með flottasta flúrið. En svo má líka alveg hugsa stærra en þetta. Hvað ef allar leikreglurnar breytast? Hvað ef sjálfsmyndarleit og sérstaða dettur úr tísku? Það gæti alveg gerst. Það skiptir engu máli hvað Ísland býður upp á æðislegt tattú ef tattú detta úr tísku. Þá verður kannski í tísku að vera venjulegur. Ferðast í stórri hvítri rútu eftir tvöföldum vegi. Þá er reyndar prýðilegt að vera með sexfaldan Keflavíkurflugvöll. Þá getur fólk komið hér og borðað sitt Outback Jack og haft það notalegt. En fari svo þá held ég að Bjarni Thorarensen þurfi að stíga upp úr gröf sinni og yrkja eitt erindi í viðbót.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun