Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. október 2015 14:04 Verkfallsverðir hafa haft í nægu að snúast frá því að verkfall SFR og sjúkraliða hófst í gær. Nokkuð hefur verið um verkfallsbrot, sem þó eru í fæstum tilvikum alvarleg. Verkfallsbrjótar gætu hins vegar þurft að súpa seiðið af því síðar meir, því tilkynnt mál fara fyrir nefnd þar sem ákvörðun verður tekin um hvort fara eigi með málið lengra. „Við erum alltaf að fá til okkar einhver tilvik. Við athugum það í kjölfarið en eins og er, er er ekkert neitt mjög stórt. Það er eitthvað um að stjórnendur ganga í störf undirmanna. Oft er það hugsunarleysi, fólk er ekki að átta sig á því að það er að ganga í störf einhverra og svo hafa aðrir starfsmenn verið fengnir til að taka yfir verkefni þeirra sem eru í verkfalli,“ segir Sólveig Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi SFR stéttarfélags. Hún segir að dæmi séu um að utanaðkomandi hafi verið fengnir í símsvörun, sem og að hjúkrunarfræðingar hafi gengið í störf sjúkraliða. „Það getur reynst flókið að fylgjast með þessu. Þetta eru svo margar stofnanir og störfin fjölbreytt. Það er reyndar skýrara með sjúkraliðastéttina, en þeir hafa verið að lenda í því að hjúkrunarfræðingar ganga í þeirra störf.“ Aðspurð segir Sólveig öll mál fara fyrir nefnd þar sem tekin verður ákvörðun um framhaldið. „Það sem við gerum er að við mætum á staðinn, tölum við fólkið og auðvitað reynum að leysa málið. En ef þetta er ítrekað þá fer þetta til lögfræðings.“ Þá segir hún verkfallsvörsluna hafa gengið vel. Töluvert sé að gera, sem og hjá undanþágunefnd.Meðfylgjandi myndir tók Pjetur Sigurðsson ljósmyndari sem fékk að fylgja verkfallsvörðunum eftir í dag.Þarna telja verkfallsverðir að um brot sé að ræða. Á miðanum kemur fram að þeir sem boðaðir séu í fyrirtöku eða viðtal séu beðnir um að bíða eftir starfsmanni í afgreiðslurými - sem eflaust er ekki á vegum SFR.Verkfallsverðir fyrir utan embætti sýslumannsins í Reykjavík.Starfsmenn í mötuneyti hjá sýslumanninum eru í verkfalli.Ýmis skjöl sem fá að bíða.Þarna telja verkfallsverðir að um verkfallsbrot sé að ræða. Á miðanum eru þeir sem boðaðir eru í fyrirtöku eða viðtal hjá Útlendingastofnun beðnir um að bíða eftir starfsmanni í afgreiðslurými - sem væntanlega er ekki á vegum SFR.vísir/pjeturVerkfallsverðir skoða hvern krók og kima.Háskóli Íslands var næstur á dagskrá.Á leið í Háskóla Íslands.Pjetur Sigurðsson ljósmyndari fylgdi tveimur hópum verkfallsvarða eftir í dag.vísir/PjeturNemendaskrá Háskóla Íslands.Nemendaskrá Háskóla Íslands.Ekki má gleyma kjallaranum.Miðstöð verkfallsvarða.Öll mál rædd í þaula. Flóttamenn Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lögreglumenn hringja sig inn veika í Leifsstöð Búast má við meiri töfum í Leifsstöð í dag en í gær, þar sem nokkrir lögregluþjónar, sem sinna landamæraeftirliti, hafa tilkynnt forföll vegna veikinda. Þetta á við um Ameríkuflugið og flug til Bretlands. 16. október 2015 07:15 Formaður SFR: Allt bendir til að næsta verkfall hefjist á mánudag Deiluaðilar settust aftur við samingaborðið í morgun. 16. október 2015 11:38 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Verkfallsverðir hafa haft í nægu að snúast frá því að verkfall SFR og sjúkraliða hófst í gær. Nokkuð hefur verið um verkfallsbrot, sem þó eru í fæstum tilvikum alvarleg. Verkfallsbrjótar gætu hins vegar þurft að súpa seiðið af því síðar meir, því tilkynnt mál fara fyrir nefnd þar sem ákvörðun verður tekin um hvort fara eigi með málið lengra. „Við erum alltaf að fá til okkar einhver tilvik. Við athugum það í kjölfarið en eins og er, er er ekkert neitt mjög stórt. Það er eitthvað um að stjórnendur ganga í störf undirmanna. Oft er það hugsunarleysi, fólk er ekki að átta sig á því að það er að ganga í störf einhverra og svo hafa aðrir starfsmenn verið fengnir til að taka yfir verkefni þeirra sem eru í verkfalli,“ segir Sólveig Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi SFR stéttarfélags. Hún segir að dæmi séu um að utanaðkomandi hafi verið fengnir í símsvörun, sem og að hjúkrunarfræðingar hafi gengið í störf sjúkraliða. „Það getur reynst flókið að fylgjast með þessu. Þetta eru svo margar stofnanir og störfin fjölbreytt. Það er reyndar skýrara með sjúkraliðastéttina, en þeir hafa verið að lenda í því að hjúkrunarfræðingar ganga í þeirra störf.“ Aðspurð segir Sólveig öll mál fara fyrir nefnd þar sem tekin verður ákvörðun um framhaldið. „Það sem við gerum er að við mætum á staðinn, tölum við fólkið og auðvitað reynum að leysa málið. En ef þetta er ítrekað þá fer þetta til lögfræðings.“ Þá segir hún verkfallsvörsluna hafa gengið vel. Töluvert sé að gera, sem og hjá undanþágunefnd.Meðfylgjandi myndir tók Pjetur Sigurðsson ljósmyndari sem fékk að fylgja verkfallsvörðunum eftir í dag.Þarna telja verkfallsverðir að um brot sé að ræða. Á miðanum kemur fram að þeir sem boðaðir séu í fyrirtöku eða viðtal séu beðnir um að bíða eftir starfsmanni í afgreiðslurými - sem eflaust er ekki á vegum SFR.Verkfallsverðir fyrir utan embætti sýslumannsins í Reykjavík.Starfsmenn í mötuneyti hjá sýslumanninum eru í verkfalli.Ýmis skjöl sem fá að bíða.Þarna telja verkfallsverðir að um verkfallsbrot sé að ræða. Á miðanum eru þeir sem boðaðir eru í fyrirtöku eða viðtal hjá Útlendingastofnun beðnir um að bíða eftir starfsmanni í afgreiðslurými - sem væntanlega er ekki á vegum SFR.vísir/pjeturVerkfallsverðir skoða hvern krók og kima.Háskóli Íslands var næstur á dagskrá.Á leið í Háskóla Íslands.Pjetur Sigurðsson ljósmyndari fylgdi tveimur hópum verkfallsvarða eftir í dag.vísir/PjeturNemendaskrá Háskóla Íslands.Nemendaskrá Háskóla Íslands.Ekki má gleyma kjallaranum.Miðstöð verkfallsvarða.Öll mál rædd í þaula.
Flóttamenn Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lögreglumenn hringja sig inn veika í Leifsstöð Búast má við meiri töfum í Leifsstöð í dag en í gær, þar sem nokkrir lögregluþjónar, sem sinna landamæraeftirliti, hafa tilkynnt forföll vegna veikinda. Þetta á við um Ameríkuflugið og flug til Bretlands. 16. október 2015 07:15 Formaður SFR: Allt bendir til að næsta verkfall hefjist á mánudag Deiluaðilar settust aftur við samingaborðið í morgun. 16. október 2015 11:38 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Lögreglumenn hringja sig inn veika í Leifsstöð Búast má við meiri töfum í Leifsstöð í dag en í gær, þar sem nokkrir lögregluþjónar, sem sinna landamæraeftirliti, hafa tilkynnt forföll vegna veikinda. Þetta á við um Ameríkuflugið og flug til Bretlands. 16. október 2015 07:15
Formaður SFR: Allt bendir til að næsta verkfall hefjist á mánudag Deiluaðilar settust aftur við samingaborðið í morgun. 16. október 2015 11:38
Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00
Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03
Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14