Erlend sérþekking? Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 17. október 2015 07:00 Síminn var formlega skráður á markað í liðinni viku eftir hlutafjárútboð. Nú síðast fór fram almennt útboð þar sem hlutir í félaginu fóru á genginu 3,3. Áður höfðu vildarviðskiptavinir Arion banka fengið að kaupa á genginu 2,8. Í ágúst keypti svo hópur kringum stjórnendur félagsins um fimm prósenta hlut á genginu 2,5. Ljóst er að þeir hópar sem þjófstörtuðu hafa fengið í sinn hlut mikinn pappírshagnað. Þegar þetta er skrifað er gengi Símans um 3,5 krónur á hlut. Samkvæmt því hefur ágústhópurinn fengið um fjörutíu prósenta ávöxtun á fjárfestingu sína og hefur virði hlutarins í krónum aukist um rúmar 500 milljónir. Af umræðu á Alþingi og í samfélaginu að dæma mætti halda að óafsakanlegt sé að hleypa hópi fólks í hluthafahópinn á afslætti. Það geta hins vegar verið ríkar ástæður til að lokka tiltekna fjárfesta að borðinu. Í tilviki Símans hefði átt að vera nokkuð óumdeilt að fjárfesting stórs alþjóðlegs fjarskiptafyrirtækis eins og BT í Bretlandi eða skandinavíska risans Teliasonera hefði styrkt bæði ásýnd og innviði Símans og veitt aðgang að verðmætri sérþekkingu. Þetta voru einmitt rök Halldórs Bjarkars Lúðvígssonar hjá fyrirtækjaráðgjöf Arion. Hann að sagði það myndi styrkja félagið og útboðið að fá „alþjóðlega fjárfesta með reynslu af fjárfestingum og fjarskiptum í fjölda landa“. Við skoðun á hópnum sem keypti fimm prósentin kemur í ljós að þar kennir ýmissa grasa. Þar er meðal annars hollenski fjarskiptasérfræðingurinn Bertrand Kan sem á að baki reynslu í fjarskiptabransanum, en önnur erlend nöfn í hópnum virðast koma úr bæði fjarskipta- og bankageiranum. Hitt er óljósara hvers vegna nöfn Árna Haukssonar og viðskiptafélaga hans Hallbjörns Karlssonar og Sigurbjörns Þorkelssonar blandast í málið. Hingað til hafa þeir fremur látið til sín taka í smásölu eða bankastarfsemi en fjarskiptarekstri. Hlutur þessara þriggja vegur þyngst í hópi þeirra sem fengu að kaupa í ágúst, og gerir lítið úr þeirri áherslu sem lögð var á erlendan vinkil í hópnum. Við einkavæðingu bankanna í upphafi aldarinnar var sömuleiðis mikil áhersla lögð á aðkomu erlendra fjárfesta. Sú varð þó ekki raunin þótt mikið hefði verið gert úr aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhauser að kaupum á Búnaðarbankanum. Frá þeim banka heyrðist síðan hvorki hósti né stuna. Ekki nema von að sporin hræði. Fólk getur haft skoðanir á því hvort þetta mannval réttlæti afsláttarkjör af Símahlutnum. Eitt er víst að stjórn Símans samþykkti þennan ráðahag, þar á meðal fulltrúar sem þar sitja í skjóli lífeyrissjóðanna. Vonandi lá þar að baki nákvæm skoðun á samsetningu hluthafahópsins og málefnalegt mat á því sem þeir höfðu fram að færa. Íslenskur hlutabréfamarkaður þarf á slíkum vinnubrögðum að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Síminn var formlega skráður á markað í liðinni viku eftir hlutafjárútboð. Nú síðast fór fram almennt útboð þar sem hlutir í félaginu fóru á genginu 3,3. Áður höfðu vildarviðskiptavinir Arion banka fengið að kaupa á genginu 2,8. Í ágúst keypti svo hópur kringum stjórnendur félagsins um fimm prósenta hlut á genginu 2,5. Ljóst er að þeir hópar sem þjófstörtuðu hafa fengið í sinn hlut mikinn pappírshagnað. Þegar þetta er skrifað er gengi Símans um 3,5 krónur á hlut. Samkvæmt því hefur ágústhópurinn fengið um fjörutíu prósenta ávöxtun á fjárfestingu sína og hefur virði hlutarins í krónum aukist um rúmar 500 milljónir. Af umræðu á Alþingi og í samfélaginu að dæma mætti halda að óafsakanlegt sé að hleypa hópi fólks í hluthafahópinn á afslætti. Það geta hins vegar verið ríkar ástæður til að lokka tiltekna fjárfesta að borðinu. Í tilviki Símans hefði átt að vera nokkuð óumdeilt að fjárfesting stórs alþjóðlegs fjarskiptafyrirtækis eins og BT í Bretlandi eða skandinavíska risans Teliasonera hefði styrkt bæði ásýnd og innviði Símans og veitt aðgang að verðmætri sérþekkingu. Þetta voru einmitt rök Halldórs Bjarkars Lúðvígssonar hjá fyrirtækjaráðgjöf Arion. Hann að sagði það myndi styrkja félagið og útboðið að fá „alþjóðlega fjárfesta með reynslu af fjárfestingum og fjarskiptum í fjölda landa“. Við skoðun á hópnum sem keypti fimm prósentin kemur í ljós að þar kennir ýmissa grasa. Þar er meðal annars hollenski fjarskiptasérfræðingurinn Bertrand Kan sem á að baki reynslu í fjarskiptabransanum, en önnur erlend nöfn í hópnum virðast koma úr bæði fjarskipta- og bankageiranum. Hitt er óljósara hvers vegna nöfn Árna Haukssonar og viðskiptafélaga hans Hallbjörns Karlssonar og Sigurbjörns Þorkelssonar blandast í málið. Hingað til hafa þeir fremur látið til sín taka í smásölu eða bankastarfsemi en fjarskiptarekstri. Hlutur þessara þriggja vegur þyngst í hópi þeirra sem fengu að kaupa í ágúst, og gerir lítið úr þeirri áherslu sem lögð var á erlendan vinkil í hópnum. Við einkavæðingu bankanna í upphafi aldarinnar var sömuleiðis mikil áhersla lögð á aðkomu erlendra fjárfesta. Sú varð þó ekki raunin þótt mikið hefði verið gert úr aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhauser að kaupum á Búnaðarbankanum. Frá þeim banka heyrðist síðan hvorki hósti né stuna. Ekki nema von að sporin hræði. Fólk getur haft skoðanir á því hvort þetta mannval réttlæti afsláttarkjör af Símahlutnum. Eitt er víst að stjórn Símans samþykkti þennan ráðahag, þar á meðal fulltrúar sem þar sitja í skjóli lífeyrissjóðanna. Vonandi lá þar að baki nákvæm skoðun á samsetningu hluthafahópsins og málefnalegt mat á því sem þeir höfðu fram að færa. Íslenskur hlutabréfamarkaður þarf á slíkum vinnubrögðum að halda.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun