Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2015 20:45 Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. Vegagerðin metur nú í samráði við Viðlagatryggingu Íslands hvort skynsamlegra sé að dæma brúna ónýta og reisa nýja. Þegar ákafinn sást í þessu mesta Skaftárhlaupi sögunnar að morgni 2. október var brúnni yfir Eldvatn lokað en hún er aðaltenging sveitabæja í Skaftártungu við hringveginn og þéttbýlið á Kirkjubæjarklaustri. Þegar hlaupinu slotaði sást að áin hafði brotið niður hamravegginn á löngum kafla í kringum brúarstæðið og hluti eystri brúarstöpulsins stendur nú í lausu lofti „Brúin er verr farin eftir þessi átök en við töldum í fyrstu og þarf að skoða ástandið enn betur til að fá fullvissu um ásigkomulagið,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Bormenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða bora undir brúarsporð Eldvatnsbrúar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin lét bora könnunarholur undir brúarsporðinn í síðustu viku og sýna þær að jarðlögin undir eru veik og kalla á grjótvörn. Í næstu viku er ætlunin að dýptarmæla ána undir brúnni til að unnt sé að meta hvað grjótvörn kostar, sem og annar stuðningur við stöpulinn, að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, brúarverkfræðings hjá Vegagerðinni. Þá vonast menn jafnframt til að geta metið hvort hægt sé að leyfa takmarkaða umferð léttari bíla um brúna. „Það verður ekki opnað á næstunni, ekki fyrr en menn eru vissir um öryggið. Það er verið að reikna burðarþol, skoða stöðugleika stöpulsins að austan og fleira,“ segir Pétur. Jarðlögin undir eystri brúarstöplinum, sem grófst undan, eru talin veik.MYND/INGIBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR Guðmundur Valur segir ljóst að bráðabirgðaviðgerð kosti ekki undir 20 milljónum króna, hugsanlega eitthundrað milljónir, og hún myndi ekki verja brúna fyrir öðru Skaftárhlaupi af sömu stærð. Hann segir brúna tryggða hjá Viðlagatryggingu. Þegar kostnaðarmat á bráðabirgðaviðgerð liggi fyrir verði ákveðið hvort viðgerð svari kostnaði eða hvort skynsamlegra sé að dæma brúna ónothæfa og hefja undirbúning að smíði nýrrar. Í næstu viku verður dýpi mælt við brúarsporðinn til að meta kostnað við grjótvörn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Brúin hefur verið lokuð frá 2. október. Vegna þess hefur ferðatími milli Skaftártungu og Kirkjubæjarklaustur lengst um 25-30 mínútur, hvora leið. Hjáleið er um gamla þjóðveginn um Hrífunes.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Hlaup í Skaftá Vegagerð Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. Vegagerðin metur nú í samráði við Viðlagatryggingu Íslands hvort skynsamlegra sé að dæma brúna ónýta og reisa nýja. Þegar ákafinn sást í þessu mesta Skaftárhlaupi sögunnar að morgni 2. október var brúnni yfir Eldvatn lokað en hún er aðaltenging sveitabæja í Skaftártungu við hringveginn og þéttbýlið á Kirkjubæjarklaustri. Þegar hlaupinu slotaði sást að áin hafði brotið niður hamravegginn á löngum kafla í kringum brúarstæðið og hluti eystri brúarstöpulsins stendur nú í lausu lofti „Brúin er verr farin eftir þessi átök en við töldum í fyrstu og þarf að skoða ástandið enn betur til að fá fullvissu um ásigkomulagið,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Bormenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða bora undir brúarsporð Eldvatnsbrúar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin lét bora könnunarholur undir brúarsporðinn í síðustu viku og sýna þær að jarðlögin undir eru veik og kalla á grjótvörn. Í næstu viku er ætlunin að dýptarmæla ána undir brúnni til að unnt sé að meta hvað grjótvörn kostar, sem og annar stuðningur við stöpulinn, að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, brúarverkfræðings hjá Vegagerðinni. Þá vonast menn jafnframt til að geta metið hvort hægt sé að leyfa takmarkaða umferð léttari bíla um brúna. „Það verður ekki opnað á næstunni, ekki fyrr en menn eru vissir um öryggið. Það er verið að reikna burðarþol, skoða stöðugleika stöpulsins að austan og fleira,“ segir Pétur. Jarðlögin undir eystri brúarstöplinum, sem grófst undan, eru talin veik.MYND/INGIBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR Guðmundur Valur segir ljóst að bráðabirgðaviðgerð kosti ekki undir 20 milljónum króna, hugsanlega eitthundrað milljónir, og hún myndi ekki verja brúna fyrir öðru Skaftárhlaupi af sömu stærð. Hann segir brúna tryggða hjá Viðlagatryggingu. Þegar kostnaðarmat á bráðabirgðaviðgerð liggi fyrir verði ákveðið hvort viðgerð svari kostnaði eða hvort skynsamlegra sé að dæma brúna ónothæfa og hefja undirbúning að smíði nýrrar. Í næstu viku verður dýpi mælt við brúarsporðinn til að meta kostnað við grjótvörn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Brúin hefur verið lokuð frá 2. október. Vegna þess hefur ferðatími milli Skaftártungu og Kirkjubæjarklaustur lengst um 25-30 mínútur, hvora leið. Hjáleið er um gamla þjóðveginn um Hrífunes.Stöð 2/Björn Sigurðsson.
Hlaup í Skaftá Vegagerð Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira