Uppskeruhátíð Veiðimannsins Karl Lúðvíksson skrifar 18. október 2015 10:21 Fimmtudaginn 29. október efnir Veiðimaðurinn til uppskeruhátíðar þar sem veiðisumarið 2015 verður gert upp á léttu nótunum. Gleðin fer fram í Þróttaraheimilinu í Laugardal kl. 20-24. Veiðimenn eiga margir erfitt með að ná af sér brosinu eftir sumarið enda var veiðin með eindæmum góð. Stiklað verður á stóru á ársvæðum SVFR, við segjum þér hvaða fluga sló í gegn í sumar, hvaða hylur gaf flesta laxa, hver veiddi stærsta laxinn og margt fleira! Stórlax ársins fær sérstaka viðurkenningu en dregið verður úr nöfnum veiðimanna sem slepptu tveggja ára laxi á svæðum SVFR í sumar. Þá verður besta veiðimynd sumarsins verðlaunuð – sendu okkur eina ferska – ritstjóri Veiðimannsins bíður spenntur (herrvilberg@gmail.com). Happahylurinn verður að sjálfsögð á sínum stað en dagskrá verður birt í næstu viku. Taktu því daginn frá, hringdu í veiðifélagana og sjáumst kát í Laugardalnum 29. október! Mest lesið Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Gæsaveiði hefst á landinu í dag Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Eystri Rangá að fyllast af laxi Veiði
Fimmtudaginn 29. október efnir Veiðimaðurinn til uppskeruhátíðar þar sem veiðisumarið 2015 verður gert upp á léttu nótunum. Gleðin fer fram í Þróttaraheimilinu í Laugardal kl. 20-24. Veiðimenn eiga margir erfitt með að ná af sér brosinu eftir sumarið enda var veiðin með eindæmum góð. Stiklað verður á stóru á ársvæðum SVFR, við segjum þér hvaða fluga sló í gegn í sumar, hvaða hylur gaf flesta laxa, hver veiddi stærsta laxinn og margt fleira! Stórlax ársins fær sérstaka viðurkenningu en dregið verður úr nöfnum veiðimanna sem slepptu tveggja ára laxi á svæðum SVFR í sumar. Þá verður besta veiðimynd sumarsins verðlaunuð – sendu okkur eina ferska – ritstjóri Veiðimannsins bíður spenntur (herrvilberg@gmail.com). Happahylurinn verður að sjálfsögð á sínum stað en dagskrá verður birt í næstu viku. Taktu því daginn frá, hringdu í veiðifélagana og sjáumst kát í Laugardalnum 29. október!
Mest lesið Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Gæsaveiði hefst á landinu í dag Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Eystri Rangá að fyllast af laxi Veiði