Arsenal getur ekkert annað en sótt á Bayern München þegar liðin mætast í þriðju umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á Emirates-vellinum annað kvöld.
Skytturnar eru slæmri stöðu í riðlinum, án stiga eftir tvo leiki. Liðið er búið að tapa gegn Dinamo Zagreb á útivelli og svo rúllaði Alfreð Finnbogason til London á dögunum og skellti lærisveinum Wengers með sigurmarki Olympiacos.
Nú á Arsenal fyrir höndum tvo leiki gegn Bayern München sem er að valta upp deildinni heima fyrir eins og undanfarin ár og er búið að vinna fyrstu tvo leiki sína í Meistaradeildinni.
„Við erum í þannig stöðu að við getum einbeitt okkur 100 prósent og gefið okkur alla í verkefnið á þriðjudaginn,“ sagði Wenger eftir 3-0 sigur gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.
Arsenal er búið að vinna þrjá leiki í röð í deildinni og skora í þeim ellefu mörk. Sóknarleikurinn hefur verið fínn og hann verður í fyrirrúmi gegn Bayern.
„Ég þarf að ákveða hvernig við leggjum upp leikinn gegn Bayern. Við erum fullir sjálfstraust og erum að ná úrslitum. Við vitum alveg hvað við þurfum að gera. Markalaust jafntefli gerir ekkert við okkur. Við verðum að skora mörk og til þess að skora þurfum við að sækja,“ sagði Arsene Wenger.
Wenger: Verðum að sækja gegn Bayern
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti




Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti





Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir
Körfubolti
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
