Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Tyrklandi í tveimur síðustu leikjunum í A-riðli undankeppni EM 2016.
Rúnar Már Sigurjónsson, Sundsvall, dettur úr hópnum fyrir Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörð Rosenborgar. Ólafur Ingi Skúlason er svo í hópnum, en Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði, verður í banni í fyrri leiknum gegn Lettlandi.
Íslenska liðið er í efsta sæti riðilsins og er þegar búið að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Frakklandi.
Það sama á við um Tékkland sem er í 2. sæti riðilsins. Tyrkland og Holland bítast svo um 3. sætið sem gefur annað hvort sæti beint á EM eða í umspili.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
Ögmundur Kristinsson - Hammarby
Hannes Þór Halldórsson - NEC Nijmegen
Gunnleifur Gunnleifsson - Breiðabliki
Varnarmenn:
Ari Freyr Skúlason - OB
Kristinn Jónsson - Breiðabliki
Sölvi Geir Ottesen - Jiangsu Sainty
Ragnar Sigurðsson - Krasnodar
Hallgrímur Jónasson - OB
Kári Árnason - Malmö
Birkir Már Sævarsson - Hammarby
Theódór Elmar Bjarnason - AGF
Hólamr Örn Eyjólfsson - Rosenborg
Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson - Cardiff City*
Emil Hallfreðsson - Hellas Verona
Birkir Bjarnason - Basel
Jóhann Berg Guðmundsson - Charlton
Rúrik Gíslason - FC Nürnberg
Gylfi Þór Sigurðsson - Swansea City
Ólafur Ingi Skúlason - Genclerbirligi
Framherjar:
Kolbeinn Sigþórsson - Nantes
Alfreð Finnbogason - Olympiacos
Jón Daði Böðvarsson - Viking
Viðar Örn Kjartansson - Jiangsu Sainty
Eiður Smári Guðjohnsen - Shijiazhuang Ever Bright
*Aron Einar er í banni gegn Lettum.
