Lars: Megum ekki slaka á Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2015 16:30 Lars leggur áherslu á að íslenska liðið haldi einbeitingu í næstu leikjum. vísir/vilhelm Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir mikilvægt að íslenska liðið einbeiti sér að leikjunum tveimur gegn Lettlandi og Tyrklandi, frekar en að horfa strax til lokakeppni EM í Frakklandi næsta sumar. „Það er mikilvægt að leikmenn haldi einbeitingu. Það væri auðvelt fyrir alla sem að liðinu koma að slaka á nú þegar EM-sætið er í höfn, en við verðum að passa að það gerist ekki,“ sagði Lars í samtali við Vísi eftir blaðamannafund í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Lettland og Tyrkland var tilkynntur. „Ég held að leikmennirnir fari ekki fram úr sér. Þeir þurfa að vera einbeittir og gefa allt sem þeir eiga í leikina.“Erfiðir leikir framundan Ísland mætti Tyrklandi og Lettlandi í fyrstu tveimur leikjum undankeppninnar og vann þá báða 3-0. Lars býst við erfiðari leikjum núna. „Það tók tíma að brjóta Lettana á bak aftur síðast, við skoruðum ekki fyrr en eftir rúman klukkutíma. Ef þú horfir á úrslitin hjá þeim, þá hafa þeir verið inni í öllum leikjum, fyrir utan einn (6-0 fyrir Hollandi), og gert mótherjunum erfitt fyrir. Þetta verður erfiður leikur líkt og gegn Tyrklandi,“ sagði Lars. „Tyrkir eru með gott lið en það vantaði eitthvað hjá þeim í fyrri leiknum. Þeir eru með mjög góða leikmenn svo þetta verður strembinn leikur, sérstaklega vegna þess mikla stuðnings sem þeir fá á heimavelli. „Þetta verður góð prófraun fyrir okkar lið,“ bætti Lars við en leikurinn gegn Tyrkjum fer fram í borginni Konya, á heimavelli úrvalsdeildarliðsins Konyaspor. Tyrkir hafa spilað tvo leiki í undankeppninni á þessum velli; gerðu 1-1 jafntefli við Letta í öðrum leiknum og unnu öruggan 3-0 sigur á Hollandi í hinum.Ekki miklar breytingar Lars á ekki von á því að nýta leikina tvo sem framundan eru til að prófa nýja hluti. „Við verðum ekki með neina tilraunastarfsemi. Við gerum hugsanlega einhverjar leikmannabreytingar en höfum ekki ákveðið neitt í þeim efnum. Ef það verða breytingar verða þær ekki margar,“ sagði Lars sem er ánægður með ástandið á landsliðsmönnunum. „Staðan er fín. Það eru að vísu ekki allir fastamenn hjá sínum félagsliðum en á heildina litið eru flestir að spila.“ Lars og Heimir Hallgrímsson gerðu aðeins eina breytingu á hópnum frá leikjunum gegn Hollandi og Kasakstan í síðasta mánuði. Rúnar Már Sigurjónsson dettur út og Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður Rosenborg, kemur inn í hans stað. „Hólmar hefur verið að banka á dyrnar að undanförnu,“ sagði Lars en Hólmar á tvo landsleiki að baki. „Hann hefur spilað mjög vel með Rosenborg, bæði í Noregi og í Evrópudeildinni. Hann á skilið að vera valinn og mun öðlast mikilvæga reynslu og gæti reynst okkur vel í framtíðinni,“ sagði Lars að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Hólmar Örn inn í landsliðshópinn fyrir Rúnar Má Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Tyrklandi í tveimur síðustu leikjunum í A-riðli undankeppni EM 2016. 2. október 2015 13:45 Stefnt að 7-8 vináttulandsleikjum fyrir EM Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson vonast til að fá 7-8 vináttulandsleiki fram að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi. 2. október 2015 14:25 Ísland gæti komist upp í 3. styrkleikaflokk Líklegast þykir að Ísland verði í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2016 í Frakklandi. 2. október 2015 15:03 Miðasala á EM hefst 17. desember Stuðningsmenn íslenska landsliðsins geta byrjað að kaupa miða á leiki liðsins á EM í Frakklandi 17. desember næstkomandi. 2. október 2015 15:45 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir mikilvægt að íslenska liðið einbeiti sér að leikjunum tveimur gegn Lettlandi og Tyrklandi, frekar en að horfa strax til lokakeppni EM í Frakklandi næsta sumar. „Það er mikilvægt að leikmenn haldi einbeitingu. Það væri auðvelt fyrir alla sem að liðinu koma að slaka á nú þegar EM-sætið er í höfn, en við verðum að passa að það gerist ekki,“ sagði Lars í samtali við Vísi eftir blaðamannafund í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Lettland og Tyrkland var tilkynntur. „Ég held að leikmennirnir fari ekki fram úr sér. Þeir þurfa að vera einbeittir og gefa allt sem þeir eiga í leikina.“Erfiðir leikir framundan Ísland mætti Tyrklandi og Lettlandi í fyrstu tveimur leikjum undankeppninnar og vann þá báða 3-0. Lars býst við erfiðari leikjum núna. „Það tók tíma að brjóta Lettana á bak aftur síðast, við skoruðum ekki fyrr en eftir rúman klukkutíma. Ef þú horfir á úrslitin hjá þeim, þá hafa þeir verið inni í öllum leikjum, fyrir utan einn (6-0 fyrir Hollandi), og gert mótherjunum erfitt fyrir. Þetta verður erfiður leikur líkt og gegn Tyrklandi,“ sagði Lars. „Tyrkir eru með gott lið en það vantaði eitthvað hjá þeim í fyrri leiknum. Þeir eru með mjög góða leikmenn svo þetta verður strembinn leikur, sérstaklega vegna þess mikla stuðnings sem þeir fá á heimavelli. „Þetta verður góð prófraun fyrir okkar lið,“ bætti Lars við en leikurinn gegn Tyrkjum fer fram í borginni Konya, á heimavelli úrvalsdeildarliðsins Konyaspor. Tyrkir hafa spilað tvo leiki í undankeppninni á þessum velli; gerðu 1-1 jafntefli við Letta í öðrum leiknum og unnu öruggan 3-0 sigur á Hollandi í hinum.Ekki miklar breytingar Lars á ekki von á því að nýta leikina tvo sem framundan eru til að prófa nýja hluti. „Við verðum ekki með neina tilraunastarfsemi. Við gerum hugsanlega einhverjar leikmannabreytingar en höfum ekki ákveðið neitt í þeim efnum. Ef það verða breytingar verða þær ekki margar,“ sagði Lars sem er ánægður með ástandið á landsliðsmönnunum. „Staðan er fín. Það eru að vísu ekki allir fastamenn hjá sínum félagsliðum en á heildina litið eru flestir að spila.“ Lars og Heimir Hallgrímsson gerðu aðeins eina breytingu á hópnum frá leikjunum gegn Hollandi og Kasakstan í síðasta mánuði. Rúnar Már Sigurjónsson dettur út og Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður Rosenborg, kemur inn í hans stað. „Hólmar hefur verið að banka á dyrnar að undanförnu,“ sagði Lars en Hólmar á tvo landsleiki að baki. „Hann hefur spilað mjög vel með Rosenborg, bæði í Noregi og í Evrópudeildinni. Hann á skilið að vera valinn og mun öðlast mikilvæga reynslu og gæti reynst okkur vel í framtíðinni,“ sagði Lars að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Hólmar Örn inn í landsliðshópinn fyrir Rúnar Má Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Tyrklandi í tveimur síðustu leikjunum í A-riðli undankeppni EM 2016. 2. október 2015 13:45 Stefnt að 7-8 vináttulandsleikjum fyrir EM Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson vonast til að fá 7-8 vináttulandsleiki fram að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi. 2. október 2015 14:25 Ísland gæti komist upp í 3. styrkleikaflokk Líklegast þykir að Ísland verði í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2016 í Frakklandi. 2. október 2015 15:03 Miðasala á EM hefst 17. desember Stuðningsmenn íslenska landsliðsins geta byrjað að kaupa miða á leiki liðsins á EM í Frakklandi 17. desember næstkomandi. 2. október 2015 15:45 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira
Hólmar Örn inn í landsliðshópinn fyrir Rúnar Má Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Tyrklandi í tveimur síðustu leikjunum í A-riðli undankeppni EM 2016. 2. október 2015 13:45
Stefnt að 7-8 vináttulandsleikjum fyrir EM Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson vonast til að fá 7-8 vináttulandsleiki fram að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi. 2. október 2015 14:25
Ísland gæti komist upp í 3. styrkleikaflokk Líklegast þykir að Ísland verði í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2016 í Frakklandi. 2. október 2015 15:03
Miðasala á EM hefst 17. desember Stuðningsmenn íslenska landsliðsins geta byrjað að kaupa miða á leiki liðsins á EM í Frakklandi 17. desember næstkomandi. 2. október 2015 15:45