Verðum ekki með neina tilraunarstarfsemi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2015 09:00 Lars ásamt Heimi Hallgrímssyni eftir leikinn gegn Kasakstan. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að íslenska landsliðið sé búið að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Frakklandi næsta sumar segir Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, að liðið verði að taka leikina gegn Lettlandi og Tyrklandi í undankeppninni alvarlega. Góð úrslit í þeim gætu nefnilega skilað íslenska liðinu upp í þriðja styrkleikaflokk þegar dregið verður í riðla fyrir EM 12. desember næstkomandi. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna leikina til að reyna að komast upp um styrkleikaflokk. Við erum í erfiðri stöðu en þetta ræðst á úrslitunum í okkar leikjum og því hvaða lið komast á EM,“ sagði Lars eftir að landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Tyrkjum var tilkynntur í gær. Lars og Heimir Hallgrímsson gerðu aðeins eina breytingu á hópnum frá því síðast; Hólmar Örn Eyjólfsson kemur inn fyrir Rúnar Má Sigurjónsson. Lars á ekki von á því að nýta leikina til að prófa nýja hluti. „Við verðum ekki með neina tilraunastarfsemi. Við gerum hugsanlega einhverjar breytingar á liðsvali en höfum ekki ákveðið neitt í þeim efnum. Ef það verða breytingar verða þær ekki margar,“ sagði Lars en á blaðamannafundinum í gær kom fram að landsliðsþjálfararnir stefndu að því að fá 7-8 vináttulandsleiki áður en lokakeppni EM hefst 10. júní. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Hólmar Örn inn í landsliðshópinn fyrir Rúnar Má Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Tyrklandi í tveimur síðustu leikjunum í A-riðli undankeppni EM 2016. 2. október 2015 13:45 Stefnt að 7-8 vináttulandsleikjum fyrir EM Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson vonast til að fá 7-8 vináttulandsleiki fram að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi. 2. október 2015 14:25 Ísland gæti komist upp í 3. styrkleikaflokk Líklegast þykir að Ísland verði í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2016 í Frakklandi. 2. október 2015 15:03 Lars: Megum ekki slaka á Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir mikilvægt að íslenska liðið einbeiti sér að leikjunum tveimur gegn Lettlandi og Tyrklandi, frekar en að horfa strax til lokakeppni EM í Frakklandi næsta sumar. 2. október 2015 16:30 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sjá meira
Þrátt fyrir að íslenska landsliðið sé búið að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Frakklandi næsta sumar segir Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, að liðið verði að taka leikina gegn Lettlandi og Tyrklandi í undankeppninni alvarlega. Góð úrslit í þeim gætu nefnilega skilað íslenska liðinu upp í þriðja styrkleikaflokk þegar dregið verður í riðla fyrir EM 12. desember næstkomandi. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna leikina til að reyna að komast upp um styrkleikaflokk. Við erum í erfiðri stöðu en þetta ræðst á úrslitunum í okkar leikjum og því hvaða lið komast á EM,“ sagði Lars eftir að landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Tyrkjum var tilkynntur í gær. Lars og Heimir Hallgrímsson gerðu aðeins eina breytingu á hópnum frá því síðast; Hólmar Örn Eyjólfsson kemur inn fyrir Rúnar Má Sigurjónsson. Lars á ekki von á því að nýta leikina til að prófa nýja hluti. „Við verðum ekki með neina tilraunastarfsemi. Við gerum hugsanlega einhverjar breytingar á liðsvali en höfum ekki ákveðið neitt í þeim efnum. Ef það verða breytingar verða þær ekki margar,“ sagði Lars en á blaðamannafundinum í gær kom fram að landsliðsþjálfararnir stefndu að því að fá 7-8 vináttulandsleiki áður en lokakeppni EM hefst 10. júní.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Hólmar Örn inn í landsliðshópinn fyrir Rúnar Má Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Tyrklandi í tveimur síðustu leikjunum í A-riðli undankeppni EM 2016. 2. október 2015 13:45 Stefnt að 7-8 vináttulandsleikjum fyrir EM Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson vonast til að fá 7-8 vináttulandsleiki fram að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi. 2. október 2015 14:25 Ísland gæti komist upp í 3. styrkleikaflokk Líklegast þykir að Ísland verði í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2016 í Frakklandi. 2. október 2015 15:03 Lars: Megum ekki slaka á Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir mikilvægt að íslenska liðið einbeiti sér að leikjunum tveimur gegn Lettlandi og Tyrklandi, frekar en að horfa strax til lokakeppni EM í Frakklandi næsta sumar. 2. október 2015 16:30 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sjá meira
Hólmar Örn inn í landsliðshópinn fyrir Rúnar Má Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Tyrklandi í tveimur síðustu leikjunum í A-riðli undankeppni EM 2016. 2. október 2015 13:45
Stefnt að 7-8 vináttulandsleikjum fyrir EM Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson vonast til að fá 7-8 vináttulandsleiki fram að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi. 2. október 2015 14:25
Ísland gæti komist upp í 3. styrkleikaflokk Líklegast þykir að Ísland verði í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2016 í Frakklandi. 2. október 2015 15:03
Lars: Megum ekki slaka á Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir mikilvægt að íslenska liðið einbeiti sér að leikjunum tveimur gegn Lettlandi og Tyrklandi, frekar en að horfa strax til lokakeppni EM í Frakklandi næsta sumar. 2. október 2015 16:30