Þung byrði á fyrrverandi sterkasta manni heims Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. október 2015 09:00 Magnús Ver Magnússon vísir/vilhelm „Við vissum það alveg frá byrjun að við værum með unnið mál. Spurningin var bara hversu mikils virði eru mannréttindi og friðhelgi einkalífs einstaklings,“ segir fyrrverandi aflraunamaðurinn Magnús Ver Magnússon. Aðalmeðferð í skaðabótamáli hans gegn íslenska ríkinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi. Magnús fer fram á tíu milljónir króna í miskabætur frá ríkinu auk dráttarvaxta og málskostnaðar vegna ólögmætrar meingerðar í hans garð. Ríkið fer hins vegar fram á verulega lækkaðar dómkröfur og að málskostnaður verði felldur niður. Ekki er farið fram á sýknu. Upphaf málsins má rekja til þess að Magnúsi var tilkynnt um það frá lögreglunni að hann hefði verið beittur ýmsum rannsóknarúrræðum í rannsókn sem beindist gegn honum á sínum tíma, þar með talið að hlera síma hans, nota eftirfararbúnað í bifreið hans sem og að setja hlustunarbúnað í bifreið í umráðum hans.Vilja tíu milljónir en peningar samt ekki aðalmálið „Fyrst var ég bara í sjokki en svo varð ég bara reiður. Þeir fengu heimild til þess að hlusta á öll mín símtæki, þar á meðal símanúmer sem dóttir mín, sem þá var tíu ára gömul, notaði.“ Málið snérist um meinta aðkomu Magnúsar að stórfelldum innflutningi á fíkniefnum til landsins. Rannsókninni var að lokum hætt en fylgst var með Magnúsi í þrjú ár. „Þetta er náttúrulega bara kerfishrun hjá lögreglu og ríkissaksóknara. Nú vilja þeir bara borga lágmarksbætur en við gerum kröfu upp á 10 milljónir. Peningarnir eru þó ekki aðalmálið í þessu heldur vil ég að það verði slegið fast á hendurnar á þeim,“ segir Magnús og bætir við að dómurinn verði fordæmisgefandi og að hann vilji að í framtíðinni sjái fólk sér hag í því að sækja rétt sinn í stað þess að sá slagur muni ekki borga sig. „Svo er ég líka bara þekktur fyrir það að gefast ekki upp,“ segir Magnús og hlær. Magnús talar um að það dómstóll götunnar skipti sig máli. „Nafnið mitt er vörumerki sem ég byggi afkomu mína á. Ég var sterkasti maður í heimi og rek æfingarklúbb sem heldur hina ýmsu viðburði, til dæmis sterkasti fatlaði maðurinn. Með þessum hætti er með gróflegum hætti verið að rægja mig og vörumerkið mitt,“ segir Magnús en hann segir að í kjölfar fréttaflutnings af málinu hafi hann tekið eftir því að viðskipti við sig hafi minnkað vegna neikvæðs viðhorfs í sinn garð.Þurfti að skipta um skóla „Svo var mun erfiðara að fá styrktarfé á viðburði sem ég skipulagði.“ Verst finnst Magnúsi þó að yngri dóttir hans hafi orðið fyrir einelti sem byrjaði vegna málsins. Hún þurfti af þeim sökum að skipta um skóla. „Hún var spurð hvort pabbi hennar væri glæpamaður og svo hættu vinkonur hennar að tala við hana.“ Magnús gerir ráð fyrir að krakkarnir í skólanum hafi heyrt umræður um málið á heimili sínu. „Stelpan mín er þó alsæl í dag.“ Annað dæmi um það hvaða áhrif málið hefur haft á Magnús er að hann er undantekningalaust stöðvaður af tollvörðum í Keflavík þegar hann kemur til landsins. Hann segist ferðast reglulega vinnu sinnar vegna. „Tollverðirnir koma hlaupandi að mér undantekningarlaust í hvert einasta skipti og fá að lýsa í gegn um töskurnar mínar. Þetta finnst mér ósanngjarnt og að það sé brotið á jafnræðisreglu.“ Dómur í máli Magnúsar gegn íslenska ríkinu verður kveðinn upp þann 14. nóvember næstkomandi. Aflraunir Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Magnús Ver um símhleranir: Mér varð verulega brugðið "Mér varð verulega brugðið þegar ég frétti af því að síminn minn hefði verið hleraður og þá sér í lagi þegar ég komst að því að sími dóttur minnar hefði verið hleraður,“ segir Magnús Ver Magnússon, fyrrverandi aflraunamaður. 28. mars 2015 12:15 Magnús Ver vill 10 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Lögregla hleraði síma hans og kom fyrir eftirfararbúnaði í bifreið hans vegna gruns um stórfellt fíkniefnasmygl en rannsókn málsins var látin niður falla. 27. mars 2015 17:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Við vissum það alveg frá byrjun að við værum með unnið mál. Spurningin var bara hversu mikils virði eru mannréttindi og friðhelgi einkalífs einstaklings,“ segir fyrrverandi aflraunamaðurinn Magnús Ver Magnússon. Aðalmeðferð í skaðabótamáli hans gegn íslenska ríkinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi. Magnús fer fram á tíu milljónir króna í miskabætur frá ríkinu auk dráttarvaxta og málskostnaðar vegna ólögmætrar meingerðar í hans garð. Ríkið fer hins vegar fram á verulega lækkaðar dómkröfur og að málskostnaður verði felldur niður. Ekki er farið fram á sýknu. Upphaf málsins má rekja til þess að Magnúsi var tilkynnt um það frá lögreglunni að hann hefði verið beittur ýmsum rannsóknarúrræðum í rannsókn sem beindist gegn honum á sínum tíma, þar með talið að hlera síma hans, nota eftirfararbúnað í bifreið hans sem og að setja hlustunarbúnað í bifreið í umráðum hans.Vilja tíu milljónir en peningar samt ekki aðalmálið „Fyrst var ég bara í sjokki en svo varð ég bara reiður. Þeir fengu heimild til þess að hlusta á öll mín símtæki, þar á meðal símanúmer sem dóttir mín, sem þá var tíu ára gömul, notaði.“ Málið snérist um meinta aðkomu Magnúsar að stórfelldum innflutningi á fíkniefnum til landsins. Rannsókninni var að lokum hætt en fylgst var með Magnúsi í þrjú ár. „Þetta er náttúrulega bara kerfishrun hjá lögreglu og ríkissaksóknara. Nú vilja þeir bara borga lágmarksbætur en við gerum kröfu upp á 10 milljónir. Peningarnir eru þó ekki aðalmálið í þessu heldur vil ég að það verði slegið fast á hendurnar á þeim,“ segir Magnús og bætir við að dómurinn verði fordæmisgefandi og að hann vilji að í framtíðinni sjái fólk sér hag í því að sækja rétt sinn í stað þess að sá slagur muni ekki borga sig. „Svo er ég líka bara þekktur fyrir það að gefast ekki upp,“ segir Magnús og hlær. Magnús talar um að það dómstóll götunnar skipti sig máli. „Nafnið mitt er vörumerki sem ég byggi afkomu mína á. Ég var sterkasti maður í heimi og rek æfingarklúbb sem heldur hina ýmsu viðburði, til dæmis sterkasti fatlaði maðurinn. Með þessum hætti er með gróflegum hætti verið að rægja mig og vörumerkið mitt,“ segir Magnús en hann segir að í kjölfar fréttaflutnings af málinu hafi hann tekið eftir því að viðskipti við sig hafi minnkað vegna neikvæðs viðhorfs í sinn garð.Þurfti að skipta um skóla „Svo var mun erfiðara að fá styrktarfé á viðburði sem ég skipulagði.“ Verst finnst Magnúsi þó að yngri dóttir hans hafi orðið fyrir einelti sem byrjaði vegna málsins. Hún þurfti af þeim sökum að skipta um skóla. „Hún var spurð hvort pabbi hennar væri glæpamaður og svo hættu vinkonur hennar að tala við hana.“ Magnús gerir ráð fyrir að krakkarnir í skólanum hafi heyrt umræður um málið á heimili sínu. „Stelpan mín er þó alsæl í dag.“ Annað dæmi um það hvaða áhrif málið hefur haft á Magnús er að hann er undantekningalaust stöðvaður af tollvörðum í Keflavík þegar hann kemur til landsins. Hann segist ferðast reglulega vinnu sinnar vegna. „Tollverðirnir koma hlaupandi að mér undantekningarlaust í hvert einasta skipti og fá að lýsa í gegn um töskurnar mínar. Þetta finnst mér ósanngjarnt og að það sé brotið á jafnræðisreglu.“ Dómur í máli Magnúsar gegn íslenska ríkinu verður kveðinn upp þann 14. nóvember næstkomandi.
Aflraunir Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Magnús Ver um símhleranir: Mér varð verulega brugðið "Mér varð verulega brugðið þegar ég frétti af því að síminn minn hefði verið hleraður og þá sér í lagi þegar ég komst að því að sími dóttur minnar hefði verið hleraður,“ segir Magnús Ver Magnússon, fyrrverandi aflraunamaður. 28. mars 2015 12:15 Magnús Ver vill 10 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Lögregla hleraði síma hans og kom fyrir eftirfararbúnaði í bifreið hans vegna gruns um stórfellt fíkniefnasmygl en rannsókn málsins var látin niður falla. 27. mars 2015 17:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Magnús Ver um símhleranir: Mér varð verulega brugðið "Mér varð verulega brugðið þegar ég frétti af því að síminn minn hefði verið hleraður og þá sér í lagi þegar ég komst að því að sími dóttur minnar hefði verið hleraður,“ segir Magnús Ver Magnússon, fyrrverandi aflraunamaður. 28. mars 2015 12:15
Magnús Ver vill 10 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Lögregla hleraði síma hans og kom fyrir eftirfararbúnaði í bifreið hans vegna gruns um stórfellt fíkniefnasmygl en rannsókn málsins var látin niður falla. 27. mars 2015 17:00