Winterkorn gegnir enn fjórum lykilstöðum Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2015 09:59 Martin Winterkorn. Fráfarandi forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, gegnir enn fjórum lykilstöðum hjá bílarisanum Volkswagen. Hann er enn stjórnarformaður stærstu hluthafa í Volkswagen, Porsche SE sem á 52,5% í fyrirtækinu. Hann er einnig stjórnarformaður í Audi, Scania og Man sem framleiðir vörubíla og rútur. Ekki liggur ljóst fyrir nú hvort honum verður gert að segja af sér þessum áhrifastöðum nú í kjölfar dísilvélasvindlsins. Winterkorn voru tryggð rífleg eftirlaun er hann hætti starfi forstjóra Volkswagen, eða um 4 milljarðar króna. Ef hann verður ekki sekur fundinn um vitneskju um dísilvélasvindlið á hann einnig von á um tveggja ára launum því til viðbótar, eða 2,3 milljörðum króna. Hann ætti því ekki að lepja dauðann úr skel á næstunni þó hann sé ekki lengur forstjóri Volkswagen. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent
Fráfarandi forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, gegnir enn fjórum lykilstöðum hjá bílarisanum Volkswagen. Hann er enn stjórnarformaður stærstu hluthafa í Volkswagen, Porsche SE sem á 52,5% í fyrirtækinu. Hann er einnig stjórnarformaður í Audi, Scania og Man sem framleiðir vörubíla og rútur. Ekki liggur ljóst fyrir nú hvort honum verður gert að segja af sér þessum áhrifastöðum nú í kjölfar dísilvélasvindlsins. Winterkorn voru tryggð rífleg eftirlaun er hann hætti starfi forstjóra Volkswagen, eða um 4 milljarðar króna. Ef hann verður ekki sekur fundinn um vitneskju um dísilvélasvindlið á hann einnig von á um tveggja ára launum því til viðbótar, eða 2,3 milljörðum króna. Hann ætti því ekki að lepja dauðann úr skel á næstunni þó hann sé ekki lengur forstjóri Volkswagen.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent