Winterkorn gegnir enn fjórum lykilstöðum Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2015 09:59 Martin Winterkorn. Fráfarandi forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, gegnir enn fjórum lykilstöðum hjá bílarisanum Volkswagen. Hann er enn stjórnarformaður stærstu hluthafa í Volkswagen, Porsche SE sem á 52,5% í fyrirtækinu. Hann er einnig stjórnarformaður í Audi, Scania og Man sem framleiðir vörubíla og rútur. Ekki liggur ljóst fyrir nú hvort honum verður gert að segja af sér þessum áhrifastöðum nú í kjölfar dísilvélasvindlsins. Winterkorn voru tryggð rífleg eftirlaun er hann hætti starfi forstjóra Volkswagen, eða um 4 milljarðar króna. Ef hann verður ekki sekur fundinn um vitneskju um dísilvélasvindlið á hann einnig von á um tveggja ára launum því til viðbótar, eða 2,3 milljörðum króna. Hann ætti því ekki að lepja dauðann úr skel á næstunni þó hann sé ekki lengur forstjóri Volkswagen. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent
Fráfarandi forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, gegnir enn fjórum lykilstöðum hjá bílarisanum Volkswagen. Hann er enn stjórnarformaður stærstu hluthafa í Volkswagen, Porsche SE sem á 52,5% í fyrirtækinu. Hann er einnig stjórnarformaður í Audi, Scania og Man sem framleiðir vörubíla og rútur. Ekki liggur ljóst fyrir nú hvort honum verður gert að segja af sér þessum áhrifastöðum nú í kjölfar dísilvélasvindlsins. Winterkorn voru tryggð rífleg eftirlaun er hann hætti starfi forstjóra Volkswagen, eða um 4 milljarðar króna. Ef hann verður ekki sekur fundinn um vitneskju um dísilvélasvindlið á hann einnig von á um tveggja ára launum því til viðbótar, eða 2,3 milljörðum króna. Hann ætti því ekki að lepja dauðann úr skel á næstunni þó hann sé ekki lengur forstjóri Volkswagen.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent