Nico Rosberg hefur ekki gefist upp á að verða heimsmeistari ökumanna í ár. Bilið milli hans og liðsfélaga hans hjá Mercedes Lewis Hamilton er breikkaði í síðustu keppni.
Hamilton jók bilið um sjö stig í Japan. Nú þegar fimm keppnir eru eftir er Hamilton á toppnum með 48 stiga forskot á Rosberg. Sem er næstum tvær unnar keppnir.
Rosberg heldur því fram að baráttan sé hafin.
„Þegar ég kom heim frá Japan, gat ég einblínt á jákvæðu hliðar helgarinnar á Suzuka, ráspóll, framúraksturinn á (Valtteri) Bottas og að hafa hraðan til að komast fram úr (Sebastian) Vettel í kringum þjónustuhlé,“ sagði Rosberg.
„Ég ætla ekki að gefast upp á baráttunni um titilinn og grimmdin sem ég sýndi við framúrakstur á Suzuka sýndi það,“ bætti Rosberg við.
Á sama tímapunkti í fyrra var Rosberg þremur stigum á eftir Hamilton en verkefnið sem framundan er hræðir Rosberg ekki.
„Það eru fimm keppnir eftir og bilið í Lewis er frekar mikið, en hvað mig varðar er baráttunni hvergi nærri lokið,“ sagði Rosberg.
Keppni í Formúlu 1 heldur áfram í Rússlandi um næstu helgi.
