Viðar: Hélt að ég myndi deyja í sumarhitanum í Kína Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. október 2015 22:00 Viðar Örn í baráttunni við Jan Vertonghen, leikmann belgíska landsliðsins. Vísir/AFP „Menn eru staðráðnir í því að ná efsta sætinu í riðlinum og standa sig vel. Við erum ekki saddir,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, leikmaður íslenska landsliðsins og Jiangsu Guoxin-Sainty, á æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Það verður væntanlega þægilegra að spila þessa leiki enda engin pressa á okkur. Við förum með fullt sjálfstraust inn í þessa leiki en við getum verið afslappaðari.“ Viðar tók undir að þessir leikir gætu reynst sem gott tækifæri fyrir leikmenn sem hafa ekki fengið mörg tækifæri í undankeppninni að festa sæti sitt í hópnum fyrir lokakeppni EM næsta sumar. „Vonandi fær maður tækifæri, það yrði draumur að fá tækifærið í öðrum hvorum leiknum. Það er meira svigrúm núna til þess að gera breytingar, þú breytir ekki miklu ef þú ert að vinna leiki og ég hef skilið val þjálfaranna. Ef kallið kemur verð ég tilbúinn og það væri gaman að fá að spila.“Viðar Örn í baráttunni gegn Fellaini og Witsel í æfingarleik gegn Belgíu.Vísir/GettyViðar segir leikmenn liðsins vera ákveðna í að taka sex stig í leikjunum til þess að komast ofar á styrkleikalistanum fyrir næsta sumar. „Þetta skiptir allt saman máli. Þetta skiptir máli upp á FIFA og UEFA styrkleikalistann í von um að fá auðveldari andstæðinga í Frakklandi næsta sumar og ég held að það séu allir hungraðir í að vinna riðilinn.“ Viðar segir að það sé alltaf jafn gaman að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll. „Þetta er búið að vera æðislegt, það selst upp á klukkutíma og alltaf troðfullt á vellinum. Það er yndislegt og það er ekkert sem er í líkingu við þetta. Vonandi getum við gefið þeim skemmtilegan leik og sýnt þeim hvað við getum aftur.“ Viðar sem leikur í Kína segir að það sé alltaf skrýtið að koma aftur heim til Íslands. „Þetta er náttúrulega allt annar heimur, maturinn, hitinn, fótboltinn og öll ferðalögin. Það er alltaf ákveðinn léttir að koma heim í umhverfi sem maður þekkir en mér líður vel í Kína,“ sagði Viðar sem sagði að það væri gott að hafa Sölva Geir Ottesen í sama liði.Viðar í æfingarleik gegn Eistlandi.Vísir/EPA„Það hjálpar vissulega, stundum þegar maður skilur ekkert í neinu er maður með Sölva til að hjálpa sér. Það er frábært að hafa hann.“ Viðar og félagar þurfa oft að ferðast langar vegalengdir í leikina. „Lengsta flugið sem við fórum í var fimm tímar og þetta tekur sinn toll, svo tökum við stundum lestir sem taka 4-5 tíma. Að fara í einn útileik er þriggja daga dagskrá sem er svolítið mikið ferðalag.“ Viðar sagði að það hefði verið erfitt að spila leikina yfir sumartímann þegar hitastigið var óbærilegt fyrir Selfyssinginn. „Ég hélt að ég myndi deyja í sumar í hitanum, það var erfitt að spila í hita sem maður er ekkert vanur en þetta er bara ævintýri og maður þarf að venjast öðruvísi hlutum.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Sjá meira
„Menn eru staðráðnir í því að ná efsta sætinu í riðlinum og standa sig vel. Við erum ekki saddir,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, leikmaður íslenska landsliðsins og Jiangsu Guoxin-Sainty, á æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Það verður væntanlega þægilegra að spila þessa leiki enda engin pressa á okkur. Við förum með fullt sjálfstraust inn í þessa leiki en við getum verið afslappaðari.“ Viðar tók undir að þessir leikir gætu reynst sem gott tækifæri fyrir leikmenn sem hafa ekki fengið mörg tækifæri í undankeppninni að festa sæti sitt í hópnum fyrir lokakeppni EM næsta sumar. „Vonandi fær maður tækifæri, það yrði draumur að fá tækifærið í öðrum hvorum leiknum. Það er meira svigrúm núna til þess að gera breytingar, þú breytir ekki miklu ef þú ert að vinna leiki og ég hef skilið val þjálfaranna. Ef kallið kemur verð ég tilbúinn og það væri gaman að fá að spila.“Viðar Örn í baráttunni gegn Fellaini og Witsel í æfingarleik gegn Belgíu.Vísir/GettyViðar segir leikmenn liðsins vera ákveðna í að taka sex stig í leikjunum til þess að komast ofar á styrkleikalistanum fyrir næsta sumar. „Þetta skiptir allt saman máli. Þetta skiptir máli upp á FIFA og UEFA styrkleikalistann í von um að fá auðveldari andstæðinga í Frakklandi næsta sumar og ég held að það séu allir hungraðir í að vinna riðilinn.“ Viðar segir að það sé alltaf jafn gaman að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll. „Þetta er búið að vera æðislegt, það selst upp á klukkutíma og alltaf troðfullt á vellinum. Það er yndislegt og það er ekkert sem er í líkingu við þetta. Vonandi getum við gefið þeim skemmtilegan leik og sýnt þeim hvað við getum aftur.“ Viðar sem leikur í Kína segir að það sé alltaf skrýtið að koma aftur heim til Íslands. „Þetta er náttúrulega allt annar heimur, maturinn, hitinn, fótboltinn og öll ferðalögin. Það er alltaf ákveðinn léttir að koma heim í umhverfi sem maður þekkir en mér líður vel í Kína,“ sagði Viðar sem sagði að það væri gott að hafa Sölva Geir Ottesen í sama liði.Viðar í æfingarleik gegn Eistlandi.Vísir/EPA„Það hjálpar vissulega, stundum þegar maður skilur ekkert í neinu er maður með Sölva til að hjálpa sér. Það er frábært að hafa hann.“ Viðar og félagar þurfa oft að ferðast langar vegalengdir í leikina. „Lengsta flugið sem við fórum í var fimm tímar og þetta tekur sinn toll, svo tökum við stundum lestir sem taka 4-5 tíma. Að fara í einn útileik er þriggja daga dagskrá sem er svolítið mikið ferðalag.“ Viðar sagði að það hefði verið erfitt að spila leikina yfir sumartímann þegar hitastigið var óbærilegt fyrir Selfyssinginn. „Ég hélt að ég myndi deyja í sumar í hitanum, það var erfitt að spila í hita sem maður er ekkert vanur en þetta er bara ævintýri og maður þarf að venjast öðruvísi hlutum.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Sjá meira