Breska Glamour greinir frá þessu en könnunin var framkvæmd af VoucherCodesPro og úrtakið voru 2,348 Bretar á aldrinum 18-25 ára en hópnum var gefið val á milli fjölda starfa og áttu þar að velja sitt drauma framtíðarstarf.
24 prósent aðspurða sáu fyrir sér frama í blogggeiranum en í næsta sæti fyrir neðan var atvinnumennska í íþróttum með 18 prósent og þar á eftir kom læknir með 14 prósent. Þá kom fram að þeir sem settu blogg í fyrsta sæti sáu fyrir sér mánaðartekjur upp á rúma eina og hálfa milljón. Ástæðurnar sem voru einnig taldar upp voru að bloggarar þurfa ekki að vinna mikið, fá góðar tekjur, njóta virðingar í samfélaginu, auðveld vinna og þeir fá mikið af ókeypis vörum.
Niðurstaðan kemur nokkuð á óvart en það er óhætt að segja að tísku-og lífstílsblogg hafa verið vinsæl um nokkurt skeið og til dæmis í Skandinavíu er þekkt að stærstu bloggararnir eru með góða summu í mánaðartekjur. Það er hins vegar spurning hvort vinsældir blogga muni lifa áfram góðu lífi um ókomin ár eða hvort þetta sé bóla sem mun springa?
![](https://www.visir.is/i/A24EA2BA22967C8623E0BC3F1158D8D163E3A8FC7D86D7BEF4B489860A9A9821_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/26D43DF8574F03EABBB496084B022806CDBA880EF81303EFA740BD223035911F_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/90380AF16DE8184CE605244AB17F5F8EBB6AC5DC3472D053D0FCAE5A51DB89F2_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/E93CB00D465FD734AEA77A2CF97ECE8547FB97F3ADAC144976C604ECDE54E6D3_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/D513CEB65B673F6BF6C7C68B13F785CBC598DE912332F11C944401EB3A9DAD94_713x0.jpg)
Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak!
Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.