Fleiri vilja verða bloggarar en læknar Ritstjórn skrifar 8. október 2015 13:00 Stærstu bloggarar í Skandínavíu, Pernille, Elin Kling, Celine og Caroline. Glamour/Getty Ný könnun í Bretlandi sýnir að flestir á aldrinum 18-25 ára vilja gerast bloggarar.Breska Glamour greinir frá þessu en könnunin var framkvæmd af VoucherCodesPro og úrtakið voru 2,348 Bretar á aldrinum 18-25 ára en hópnum var gefið val á milli fjölda starfa og áttu þar að velja sitt drauma framtíðarstarf. 24 prósent aðspurða sáu fyrir sér frama í blogggeiranum en í næsta sæti fyrir neðan var atvinnumennska í íþróttum með 18 prósent og þar á eftir kom læknir með 14 prósent. Þá kom fram að þeir sem settu blogg í fyrsta sæti sáu fyrir sér mánaðartekjur upp á rúma eina og hálfa milljón. Ástæðurnar sem voru einnig taldar upp voru að bloggarar þurfa ekki að vinna mikið, fá góðar tekjur, njóta virðingar í samfélaginu, auðveld vinna og þeir fá mikið af ókeypis vörum. Niðurstaðan kemur nokkuð á óvart en það er óhætt að segja að tísku-og lífstílsblogg hafa verið vinsæl um nokkurt skeið og til dæmis í Skandinavíu er þekkt að stærstu bloggararnir eru með góða summu í mánaðartekjur. Það er hins vegar spurning hvort vinsældir blogga muni lifa áfram góðu lífi um ókomin ár eða hvort þetta sé bóla sem mun springa?Zoella er vinsælasti bloggari í Bretlandi.Hin sænska Elin Kling hélt úti einu vinsælasta bloggi í heiminum en er nú hætt.Celine Aagaard er norskur tískubloggari hjá Envelope.no.Pernille Tæsbeik er danskur tískubloggari.Caroline Berg Eriksen, betur þekkt sem Fotballfrue, rekur langstærsta bloggið í Noregi. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak! Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook. Glamour Tíska Mest lesið Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour Dekraðu við húðina í sumarfríinu Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Fyrsti Íslendingurinn sem Cindy Crawford hittir Glamour Tískufyrirmynd fagnar afmæli Glamour Cartier fæst aftur á Íslandi Glamour Vorlína Victoriu 2016 Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Arket frá H&M lofar góðu Glamour Anna Wintour varð amma um helgina Glamour
Ný könnun í Bretlandi sýnir að flestir á aldrinum 18-25 ára vilja gerast bloggarar.Breska Glamour greinir frá þessu en könnunin var framkvæmd af VoucherCodesPro og úrtakið voru 2,348 Bretar á aldrinum 18-25 ára en hópnum var gefið val á milli fjölda starfa og áttu þar að velja sitt drauma framtíðarstarf. 24 prósent aðspurða sáu fyrir sér frama í blogggeiranum en í næsta sæti fyrir neðan var atvinnumennska í íþróttum með 18 prósent og þar á eftir kom læknir með 14 prósent. Þá kom fram að þeir sem settu blogg í fyrsta sæti sáu fyrir sér mánaðartekjur upp á rúma eina og hálfa milljón. Ástæðurnar sem voru einnig taldar upp voru að bloggarar þurfa ekki að vinna mikið, fá góðar tekjur, njóta virðingar í samfélaginu, auðveld vinna og þeir fá mikið af ókeypis vörum. Niðurstaðan kemur nokkuð á óvart en það er óhætt að segja að tísku-og lífstílsblogg hafa verið vinsæl um nokkurt skeið og til dæmis í Skandinavíu er þekkt að stærstu bloggararnir eru með góða summu í mánaðartekjur. Það er hins vegar spurning hvort vinsældir blogga muni lifa áfram góðu lífi um ókomin ár eða hvort þetta sé bóla sem mun springa?Zoella er vinsælasti bloggari í Bretlandi.Hin sænska Elin Kling hélt úti einu vinsælasta bloggi í heiminum en er nú hætt.Celine Aagaard er norskur tískubloggari hjá Envelope.no.Pernille Tæsbeik er danskur tískubloggari.Caroline Berg Eriksen, betur þekkt sem Fotballfrue, rekur langstærsta bloggið í Noregi. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak! Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.
Glamour Tíska Mest lesið Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour Dekraðu við húðina í sumarfríinu Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Fyrsti Íslendingurinn sem Cindy Crawford hittir Glamour Tískufyrirmynd fagnar afmæli Glamour Cartier fæst aftur á Íslandi Glamour Vorlína Victoriu 2016 Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Arket frá H&M lofar góðu Glamour Anna Wintour varð amma um helgina Glamour