Norður-Írland tryggði sér í gær sæti í úrslitakeppni EM 2016 með 3-1 sigri á Grikklandi.
Norður-Írar hafa aldrei komist á EM áður og hafa ekki verið með á stórmóti síðan á HM 1986 í Mexíkó. Gleðin var því mikil í Belfast í gær, eins og gefur að skilja.
Kyle Lafferty og Chris Baird voru báðir í banni í gær en það kom ekki að sök. Þeir voru svo fengnir í viðtal á Sky Sports eftir leikinn, eins og sjá má í þessu myndbandi.
Á meðan viðtalinu stóð héldu þeir báðir á opinni bjórflösku sem þeir tæmdu svo yfir fréttamanninn Paul Gilmour eftir að því lauk. Gilmour kláraði þó innslagið eins og fagmaður, eins og sjá má í myndbandinu.

