Rúrik um Nürnberg: Eins og að vera kominn aftur í grunnskóla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2015 11:30 Kominn í skólann. Rúrik Gíslason í búningi Nürnberg. Vísir/Getty Rúrik Gíslason er vitanlega ekki sáttur við hversu fá tækifæri hann hefur fengið hjá þýska B-deildarliðinu Nürnberg síðustu vikurnar. Hann kom til félagsins í sumar og var í stóru hlutverki framan af tímabili en það breyttist allt eftir síðasta landsliðsverkefni. Rúrik segir að það hafi gengið upp og ofan hjá sér, bæði innan vallar sem utan. Sé líði vel í Þýskalandi en hann hafi rekið sig á ýmislegt - til að mynda hversu miklu máli það skiptir að fara eftir reglum sem hann hefur hingað til ekki átt að venjast. Líkt og að sitja ekki með krosslagða fætur á fundum. Þá hafi komið honum á óvart hversu mikill barningur er í þýsku B-deildinni og þeim mun minni áhersla sé lögð á að spila fótbolta. „Lífið í Þýskalandi er að venjast,“ sagði Rúrik við Vísi í gær og bætir því við að það hafi vissulega verið mikil breyting að flytja frá Danmörku eftir átta ára dvöl þar.Valdi Þýskaland fram yfir önnur lönd Rúrik lék með unglingaliðum Anderlecht og Charlton en spilaði sína fyrstu aðalliðsleiki með Viborg eftir að hann fór þangað árið 2007. Frá Viborg fór hann til OB árið 2009 og svo þremur árum síðan til stórlið FC Kaupmannahafnar. Hann var því reiðubúinn að kynnast nýrri deild, þó svo að honum hafi liðið afar vel í dönsku höfuðborginni.Rúrik fagnar með stuðningsmönnum FCK.Vísir/AFP„Ég gæti vel hugsað mér að búa í Kaupmannahöfn eftir að ferlinum lýkur,“ segir Rúrik. „Kannski voru átta ár of langur tími en mér leið bara virkileg vel í Danmörku. Mér bauðst að fara til framandi deilda en fótboltinn í Þýskalandi er risastór og ég held að ég gæti bætt mig helling þar.“ Honum gengur ágætlega að aðlagast nýju félagi, þjálfara og liðsfélögum þó svo að það hafi ekki alltaf verið vandræðalaust.Sjá einnig: Fer ekki í neina fýlu þótt hann fái ekki að spila „Það eru alls konar nýjar reglur sem maður þarf að læra. Kannski hluti sem okkur Íslendingum finnst ekkert sérstakt tiltölumál, líkt og að það megi ekki sitja með krosslagða fæti á fundi og fleira í þeim dúr.“ „Þetta er svolítið eins og að vera kominn til baka í grunnskóla. Stundum finnst mér að það sé litið of mikið til þess hverjir fara mest eftir reglunum. Ég hef ekkert á móti því að fara eftir reglunum, ég þarf bara að læra þær fyrst.“Í æfingaleiknum gegn Belgíu í nóvember í fyrra.Vísir/AFPMeiri barningur en fótbolti Nürnberg leikur í þýsku B-deildinni og er sem stendur í tíunda sæti með fjórtán stig. Liðið byrjaði hægt en komst þó á þokkalegt skrið í september og fékk þá sjö stig af tólf mögulegum. Nürnberg vann einnig sigur á Düsseldorf, 1-0, í lok ágústmánaðar og spilaði Rúrik allan leikinn. En eftir að hann sneri til baka eftir landsliðsverkefnið í byrjun september datt hann úr liðinu og hefur síðan aðeins komið við sögu í alls 26 mínútur í tveimur leikjum.Sjá einnig: Rúrik fékk sínar fyrstu mínútur frá því í ágúst „Þetta er vissulega öðruvísi en ég reiknaði með. Hjá FCK var auðvitað lagt upp með að spila fótbolta en það kemur á óvart hversu lítill fótbolti það er í þessari deild og þeim mun meiri barningur.“ „Sú gagnrýni sem ég hef fengið frá þjálfaranum og ástæður þess að ég er ekki að spila er einfaldlega sú að ég vilji spila of mikinn fótbolta. Ég reyni auðvitað að fara eftir óskum þjálfarans en að sama skapi þá breyti ég mér ekki svo glatt sem knattspyrnumanni - ég reyni að gera þá hluti sem mér finnst ég vera bestur í að gera.“ „Ég hef ekkert á móti því að tækla en mér finnst líka fínt að spila fótbolta.“Á landsliðsæfingu í vikunni.Vísir/VilhelmVerð að vera þolinmóður Það er þó enginn uppgjafartónn í Rúrik og hann segist ekki farinn að hugsa um að koma sér í annað félag. „Ég kom auðvitað til þessa félags til að spila og hef í raun fengið litlar skýringar á því af hverju ég er ekki að spila. Ég spilaði mikið fyrir síðasta landsleikjahlé en svo breyttist allt þegar ég kom aftur út.“ „Það er eins og þetta sé ekki í mínum höndum og það er erfitt að breyta aðstæðum sem maður hefur enga stjórn á. Ég verð bara að vera þolinmóður og halda áfram að berjast í þessu.“ „Það væri ansi léleg saga fyrir börnin manns síðar ef maður færi að gefast upp eftir þrjá mánuði.“ EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjá meira
Rúrik Gíslason er vitanlega ekki sáttur við hversu fá tækifæri hann hefur fengið hjá þýska B-deildarliðinu Nürnberg síðustu vikurnar. Hann kom til félagsins í sumar og var í stóru hlutverki framan af tímabili en það breyttist allt eftir síðasta landsliðsverkefni. Rúrik segir að það hafi gengið upp og ofan hjá sér, bæði innan vallar sem utan. Sé líði vel í Þýskalandi en hann hafi rekið sig á ýmislegt - til að mynda hversu miklu máli það skiptir að fara eftir reglum sem hann hefur hingað til ekki átt að venjast. Líkt og að sitja ekki með krosslagða fætur á fundum. Þá hafi komið honum á óvart hversu mikill barningur er í þýsku B-deildinni og þeim mun minni áhersla sé lögð á að spila fótbolta. „Lífið í Þýskalandi er að venjast,“ sagði Rúrik við Vísi í gær og bætir því við að það hafi vissulega verið mikil breyting að flytja frá Danmörku eftir átta ára dvöl þar.Valdi Þýskaland fram yfir önnur lönd Rúrik lék með unglingaliðum Anderlecht og Charlton en spilaði sína fyrstu aðalliðsleiki með Viborg eftir að hann fór þangað árið 2007. Frá Viborg fór hann til OB árið 2009 og svo þremur árum síðan til stórlið FC Kaupmannahafnar. Hann var því reiðubúinn að kynnast nýrri deild, þó svo að honum hafi liðið afar vel í dönsku höfuðborginni.Rúrik fagnar með stuðningsmönnum FCK.Vísir/AFP„Ég gæti vel hugsað mér að búa í Kaupmannahöfn eftir að ferlinum lýkur,“ segir Rúrik. „Kannski voru átta ár of langur tími en mér leið bara virkileg vel í Danmörku. Mér bauðst að fara til framandi deilda en fótboltinn í Þýskalandi er risastór og ég held að ég gæti bætt mig helling þar.“ Honum gengur ágætlega að aðlagast nýju félagi, þjálfara og liðsfélögum þó svo að það hafi ekki alltaf verið vandræðalaust.Sjá einnig: Fer ekki í neina fýlu þótt hann fái ekki að spila „Það eru alls konar nýjar reglur sem maður þarf að læra. Kannski hluti sem okkur Íslendingum finnst ekkert sérstakt tiltölumál, líkt og að það megi ekki sitja með krosslagða fæti á fundi og fleira í þeim dúr.“ „Þetta er svolítið eins og að vera kominn til baka í grunnskóla. Stundum finnst mér að það sé litið of mikið til þess hverjir fara mest eftir reglunum. Ég hef ekkert á móti því að fara eftir reglunum, ég þarf bara að læra þær fyrst.“Í æfingaleiknum gegn Belgíu í nóvember í fyrra.Vísir/AFPMeiri barningur en fótbolti Nürnberg leikur í þýsku B-deildinni og er sem stendur í tíunda sæti með fjórtán stig. Liðið byrjaði hægt en komst þó á þokkalegt skrið í september og fékk þá sjö stig af tólf mögulegum. Nürnberg vann einnig sigur á Düsseldorf, 1-0, í lok ágústmánaðar og spilaði Rúrik allan leikinn. En eftir að hann sneri til baka eftir landsliðsverkefnið í byrjun september datt hann úr liðinu og hefur síðan aðeins komið við sögu í alls 26 mínútur í tveimur leikjum.Sjá einnig: Rúrik fékk sínar fyrstu mínútur frá því í ágúst „Þetta er vissulega öðruvísi en ég reiknaði með. Hjá FCK var auðvitað lagt upp með að spila fótbolta en það kemur á óvart hversu lítill fótbolti það er í þessari deild og þeim mun meiri barningur.“ „Sú gagnrýni sem ég hef fengið frá þjálfaranum og ástæður þess að ég er ekki að spila er einfaldlega sú að ég vilji spila of mikinn fótbolta. Ég reyni auðvitað að fara eftir óskum þjálfarans en að sama skapi þá breyti ég mér ekki svo glatt sem knattspyrnumanni - ég reyni að gera þá hluti sem mér finnst ég vera bestur í að gera.“ „Ég hef ekkert á móti því að tækla en mér finnst líka fínt að spila fótbolta.“Á landsliðsæfingu í vikunni.Vísir/VilhelmVerð að vera þolinmóður Það er þó enginn uppgjafartónn í Rúrik og hann segist ekki farinn að hugsa um að koma sér í annað félag. „Ég kom auðvitað til þessa félags til að spila og hef í raun fengið litlar skýringar á því af hverju ég er ekki að spila. Ég spilaði mikið fyrir síðasta landsleikjahlé en svo breyttist allt þegar ég kom aftur út.“ „Það er eins og þetta sé ekki í mínum höndum og það er erfitt að breyta aðstæðum sem maður hefur enga stjórn á. Ég verð bara að vera þolinmóður og halda áfram að berjast í þessu.“ „Það væri ansi léleg saga fyrir börnin manns síðar ef maður færi að gefast upp eftir þrjá mánuði.“
EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn