Indriði: Næ leikjafjölda pabba eftir svona ellefu ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. október 2015 15:48 KR-ingar fengu mikinn liðsstyrk í dag þegar miðvörðurinn Indriði Sigurðsson samdi við liðið til tveggja ára. Hann á enn fjóra leiki eftir með Viking Stavanger í Noregi þar sem hann hefur spilað undanfarin sjö ár, en verður með KR-ingum í Pepsi-deildinni næsta sumar. Indriði ákvað fyrir svolitlu síðan að koma heim og í raun var KR alltaf eina liðið í hans huga. „Þó maður hafi sagt annað kom lítið annað til greina. Ég held að önnur lið hafi ekki þorað við að reyna að fá mig. Þau vissu líklega að það væri ekkert vit í því. Ég var alltaf að fara að enda í KR,“ sagði Indriði við Vísi í KR-heiminum í dag, en hvenær tók hann þessa ákvörðun? „Ég ákvað þetta í janúar, eða fyrra haust. Ég hef alltaf sagt, að þegar frúin væri tilbúin til að fara heim myndi ég íhuga það. Tímapunkturinn var réttur núna upp á það og svo erum við með börn sem eru að byrja í skóla. Mig langaði líka að enda heima á meðan ég á eitthvað smá inni.“Kem með ákveðna reynslu Indriði, sem er fæddur 1981 og hefur verið í atvinnumennsku í 16 ár samfellt, virðist eiga meira en eitthvað smá inni. Hann hefur verið fyrirliði Viking síðan 2011 og virðist spila betur með hverju árinu sem líður. „Seinustu þrjú ár hafa verið mín bestu og vonandi á ég meira inni. Vonandi get ég látið gott af mér leiða hér í Frostaskjólinu,“ sagði Indriði, en hvað kemur hann með inn í KR-liðið? „Maður kemur með ákveðna reynslu og karakter inn í þetta. Ég legg mig alltaf 100 prósent fram og vill gera hlutina almennilega. Ég get líka kannski kennt þessum yngri sem eru að stíga upp og beint þeim áfram. Fyrst og fremst ætti ég að geta hjálpað að fá smá skikka á varnarleikinn þó hann hafi verið sterkur í sumar.“Ætlar að standa sig Margir atvinnumenn hafa komið heim í Pepsi-deildina og valdið ákveðnum vonbrigðum. Indriði segist vita allt um það og ætlar að passa að svo fari ekki hjá sér. „Ég er mjög meðvitaður um það,“ sagði hann ákveðinn. „Ég veit að þetta verður ekki tekið bara með hægri hér. Deildin er orðin svo miklu betri og hér er mikið af duglegum strákum sem leggja mikið á sig. Ég sjálfur verð að gera það líka.“ „Ef maður ætlar að enda þetta almennilega þá er eins gott að gera hlutina almennilega. Ég er klár á því, að ef ég á að geta látið gott af mér leiða verð ég að gera hlutina 100 prósent sjálfur. Ég hef líka mikinn metnað fyrir að gera það.“KR-ingur í húð og hár Indriði skartar glæsilegu skeggi þessa dagana og þar sem aldurinn er aðeins farinn að færast yfir hann er komið smá hvítt í skeggið. Svart og hvítt. Það er kannski við hæfi enda Indriði mikill KR-ingur. Pabbi hans, Sigurður Indriðason, spilaði lengi með KR og þarf Indriði að framlengja ferilinn töluvert ef hann á að ná leikjafjölda föður síns. „Ég er fæddur inn í KR-fjölskylduna og giftur inn í hana líka. Tengdafjölskyldan er þar líka. Ég sagði þegar ég væri yngri að markmið mitt væri að spila fleiri leiki fyrir KR en pabbi. Ég byrja í ár og þá á ég svona ellefu tímabil eftir. Þá kannski næ ég honum,“ sagði Indriði Sigurðsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
KR-ingar fengu mikinn liðsstyrk í dag þegar miðvörðurinn Indriði Sigurðsson samdi við liðið til tveggja ára. Hann á enn fjóra leiki eftir með Viking Stavanger í Noregi þar sem hann hefur spilað undanfarin sjö ár, en verður með KR-ingum í Pepsi-deildinni næsta sumar. Indriði ákvað fyrir svolitlu síðan að koma heim og í raun var KR alltaf eina liðið í hans huga. „Þó maður hafi sagt annað kom lítið annað til greina. Ég held að önnur lið hafi ekki þorað við að reyna að fá mig. Þau vissu líklega að það væri ekkert vit í því. Ég var alltaf að fara að enda í KR,“ sagði Indriði við Vísi í KR-heiminum í dag, en hvenær tók hann þessa ákvörðun? „Ég ákvað þetta í janúar, eða fyrra haust. Ég hef alltaf sagt, að þegar frúin væri tilbúin til að fara heim myndi ég íhuga það. Tímapunkturinn var réttur núna upp á það og svo erum við með börn sem eru að byrja í skóla. Mig langaði líka að enda heima á meðan ég á eitthvað smá inni.“Kem með ákveðna reynslu Indriði, sem er fæddur 1981 og hefur verið í atvinnumennsku í 16 ár samfellt, virðist eiga meira en eitthvað smá inni. Hann hefur verið fyrirliði Viking síðan 2011 og virðist spila betur með hverju árinu sem líður. „Seinustu þrjú ár hafa verið mín bestu og vonandi á ég meira inni. Vonandi get ég látið gott af mér leiða hér í Frostaskjólinu,“ sagði Indriði, en hvað kemur hann með inn í KR-liðið? „Maður kemur með ákveðna reynslu og karakter inn í þetta. Ég legg mig alltaf 100 prósent fram og vill gera hlutina almennilega. Ég get líka kannski kennt þessum yngri sem eru að stíga upp og beint þeim áfram. Fyrst og fremst ætti ég að geta hjálpað að fá smá skikka á varnarleikinn þó hann hafi verið sterkur í sumar.“Ætlar að standa sig Margir atvinnumenn hafa komið heim í Pepsi-deildina og valdið ákveðnum vonbrigðum. Indriði segist vita allt um það og ætlar að passa að svo fari ekki hjá sér. „Ég er mjög meðvitaður um það,“ sagði hann ákveðinn. „Ég veit að þetta verður ekki tekið bara með hægri hér. Deildin er orðin svo miklu betri og hér er mikið af duglegum strákum sem leggja mikið á sig. Ég sjálfur verð að gera það líka.“ „Ef maður ætlar að enda þetta almennilega þá er eins gott að gera hlutina almennilega. Ég er klár á því, að ef ég á að geta látið gott af mér leiða verð ég að gera hlutina 100 prósent sjálfur. Ég hef líka mikinn metnað fyrir að gera það.“KR-ingur í húð og hár Indriði skartar glæsilegu skeggi þessa dagana og þar sem aldurinn er aðeins farinn að færast yfir hann er komið smá hvítt í skeggið. Svart og hvítt. Það er kannski við hæfi enda Indriði mikill KR-ingur. Pabbi hans, Sigurður Indriðason, spilaði lengi með KR og þarf Indriði að framlengja ferilinn töluvert ef hann á að ná leikjafjölda föður síns. „Ég er fæddur inn í KR-fjölskylduna og giftur inn í hana líka. Tengdafjölskyldan er þar líka. Ég sagði þegar ég væri yngri að markmið mitt væri að spila fleiri leiki fyrir KR en pabbi. Ég byrja í ár og þá á ég svona ellefu tímabil eftir. Þá kannski næ ég honum,“ sagði Indriði Sigurðsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira