England er þegar búið að tryggja sér sæti á EM en lærisveinar Roy Hodgson hafa unnið alla níu leiki sína í undankeppninni.
Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.
Í sama riðli vann Sviss 7-0 sigur á San Marinó og tryggði sér þar með sæti í lokakeppninni. Staðan var 1-0 í hálfleik en Svisslendingar fóru hamförum í seinni hálfleik og skoruðu þá sex mörk en þrjú þeirra komu úr vítaspyrnum.
Þá gerðu Slóvenía og Litháen 1-1 jafntefli. Slóvenar enda í 3. sæti riðilsins og fara í umspil um sæti í lokakeppninni.
F-riðill:
England 2-0 Eistland
1-0 Theo Walcott (45.), 2-0 Raheem Sterling (85.).
Sviss 7-0 San Marinó
1-0 Michael Lang (17.), 2-0 Gökhan Inler, víti (55.), 3-0 Ahmed Mehmedi (65.), 4-0 Johan Djourou, víti (72.), 5-0 Pajtim Kasami (75.), 6-0 Breel Embolo, víti (80.), 7-0 Eran Derdiyok (89.).
Slóvenía 1-1 Litháen
1-0 Valter Birsa, víti (45.), 1-1 Arvydas Novikovas, víti (86.).