Wales komst í lokakeppni EM í fyrsta sinn í tæplega 60 ár þrátt fyrir 0-2 tap gegn Bosníu Herzegóvínu í dag en tap Ísrael gegn Kýpur þýðir að sæti Wales er öruggt.
Gareth Bale og félagar þurftu aðeins eitt stig til viðbótar úr síðustu tveimur leikjunum eða treyst á að Ísrael myndi misstíga sig gegn Kýpur eða Belgíu.
Leikmenn Wales náðu sér ekki á strik í dag og töpuðu leiknum í Bosníu 0-2 en það kom ekki að sök eftir að Kýpur vann óvæntan 2-1 sigur á Ísrael á heimavelli.
Belgía tryggði sæti sitt á lokakeppni EM sömuleiðis með 4-1 sigri á Andorra á útivelli en Eden Hazard, leikmaður Chelsea, brenndi af víti í leiknum.
Í H-riðlinum er heldur meiri spenna fyrir lokaleikina eftir 3-0 sigur Króatíu á Búlgaríu í kvöld. Króatar vissu að allt annað en sigur þýddi að EM draumurinn væri úti og stóðust leikmenn liðsins pressuna.
Sigurinn þýðir að Króatar geti enn náð Noreg að stigum í lokaumferðinni en Noregur leikur gegn Ítölum sem tryggðu sæti sitt á EM í dag á sama tíma og Króatar mæta Möltu.
B-riðill:
Andorra 1-4 Belgía
0-1 Radja Nainggolan (19.), 0-2 Kevin De Bruyne (42.), 1-2 Ildefons Lima (51.), 1-3 Eden Hazard (56.), 1-4 Laurent Depoitre (64.)
Bosnía-Herzegóvína 2-0 Wales
1-0 Milan Djurić (71.), 2-0 Vedad Ibisevic (90.).
Kýpur 2-1 Ísrael
0-1 Dossa Junior (58.), 1-1 Nir Bitton (76), 2-1 Jason Demetriou (80.)
H-riðill:
Króatía 3-0 Búlgaría
1-0 Ivan Perisic (2.), 2-0 Ivan Rakitic (42.), 3-0 Nikola Kalinic (81.).
Noregur 2-0 Malta
1-0 Alexander Tettey (19.), 2-0 Alexander Söderlund (52.).
Azerbaídjan 1-3 Ítalía
0-1 Eder (11.), 1-1 Dimitrij Nazarov (xx.), 1-2 Stephan El Shaarawy (43.), 1-3 Matteo Darmian (65.).
Wales komst í lokakeppni EM þrátt fyrir tap í Bosníu
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti



Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti

Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti


„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti