Fyrirliðinn er íslenska liðinu afar mikilvægur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2015 08:00 Aron Einar tekur út leikbann í dag. vísir/vilhelm Íslenska landsliðið verður án fyrirliða síns á móti Lettum í Laugardalnum í kvöld þegar liðið spilar síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2016. Aron Einar Gunnarsson fékk rauða spjaldið í lok síðasta leik liðsins á móti Kasakstan og tekur út leikbann í dag. Íslenska landsliðið hefur ekki tapað á heimavelli í undankeppni síðan í júní 2013 og í raun aðeins tapað tveimur alvöruleikjum síðan Lars Lagerbäck tók við liðinu. Báðir leikirnir eiga það sameiginlegt að liðið var án Arons Einars annað hvort allan eða stóran hluta leiksins. Í tapinu á móti Slóvenum í Laugardalnum 7. júní fór Aron Einar af velli eftir að hafa farið úr axlarlið eftir 50 mínútna leik. Þá var staðan 2-2 en íslenska liðið tapaði síðustu 40 mínútum leiksins 2-0 og þar með leiknum 4-2. Haustið áður hafði íslenska liðið spilað án Arons Einars á móti Sviss og þrátt fyrir góða frammistöðu þurfti liðið að sætta sig við 2-0 tap á móti verðandi öruggum sigurvegurum riðilsins. „Það hafa allir séð að Aron hefur verið að spila vel í þessari undankeppni. Það væri alltaf best að geta valið úr öllum leikmannahópnum. Ég segi alltaf, ekki horfa á vandamálin heldur einblínið frekar á lausnirnar,“ sagði Lars Lagerbäck um fjarveru Arons á blaðamannafundi í gær. „Ég vona það að við getum sýnt það á móti Lettlandi að við getum fundið góðan mann fyrir hann. Aron hefur samt spilað virkilega vel og hann kemur með mikilvægt jafnvægi inn í liðið. Menn þurfa að spila marga leiki með liðinu til að ná valdi á slíku hlutverki sem og að spila fyrir liðið og lesa leikinn vel. Þetta er því vissulega ekki auðveldasta staðan til að fylla,“ sagði Lagerbäck. Það er hægt að taka undir þau orð. Ísland vann síðast keppnisleik án Arons Einars fyrir rúmum fjórum árum þegar liðið vann 1-0 sigur á Kýpur í Laugardalnum í byrjun september 2011. Líklegast er að Emil Hallfreðsson komi inn á miðjuna við hlið Gylfa Þórs Sigurðssonar. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Íslenska landsliðið verður án fyrirliða síns á móti Lettum í Laugardalnum í kvöld þegar liðið spilar síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2016. Aron Einar Gunnarsson fékk rauða spjaldið í lok síðasta leik liðsins á móti Kasakstan og tekur út leikbann í dag. Íslenska landsliðið hefur ekki tapað á heimavelli í undankeppni síðan í júní 2013 og í raun aðeins tapað tveimur alvöruleikjum síðan Lars Lagerbäck tók við liðinu. Báðir leikirnir eiga það sameiginlegt að liðið var án Arons Einars annað hvort allan eða stóran hluta leiksins. Í tapinu á móti Slóvenum í Laugardalnum 7. júní fór Aron Einar af velli eftir að hafa farið úr axlarlið eftir 50 mínútna leik. Þá var staðan 2-2 en íslenska liðið tapaði síðustu 40 mínútum leiksins 2-0 og þar með leiknum 4-2. Haustið áður hafði íslenska liðið spilað án Arons Einars á móti Sviss og þrátt fyrir góða frammistöðu þurfti liðið að sætta sig við 2-0 tap á móti verðandi öruggum sigurvegurum riðilsins. „Það hafa allir séð að Aron hefur verið að spila vel í þessari undankeppni. Það væri alltaf best að geta valið úr öllum leikmannahópnum. Ég segi alltaf, ekki horfa á vandamálin heldur einblínið frekar á lausnirnar,“ sagði Lars Lagerbäck um fjarveru Arons á blaðamannafundi í gær. „Ég vona það að við getum sýnt það á móti Lettlandi að við getum fundið góðan mann fyrir hann. Aron hefur samt spilað virkilega vel og hann kemur með mikilvægt jafnvægi inn í liðið. Menn þurfa að spila marga leiki með liðinu til að ná valdi á slíku hlutverki sem og að spila fyrir liðið og lesa leikinn vel. Þetta er því vissulega ekki auðveldasta staðan til að fylla,“ sagði Lagerbäck. Það er hægt að taka undir þau orð. Ísland vann síðast keppnisleik án Arons Einars fyrir rúmum fjórum árum þegar liðið vann 1-0 sigur á Kýpur í Laugardalnum í byrjun september 2011. Líklegast er að Emil Hallfreðsson komi inn á miðjuna við hlið Gylfa Þórs Sigurðssonar.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira