Uppáhaldsparið ekki í boði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2015 09:00 Það var létt yfir Lars Lagerbäck og Eiði Smára á æfingu landsliðsins í vikunni. vísir/vilhelm Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson hafa byrjað saman í sex af átta leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2016 og voru framherjapar liðsins í 72 prósentum leiktímans í þeim átta leikjum sem nægðu íslensku strákunum til að tryggja sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Jón Daði Böðvarsson kom óvænt inn í byrjunarliðið í fyrsta leik á móti Tyrkjum og sló í gegn. Hann var búinn að skora eftir átján mínútur og hreif alla með skemmtilegri blöndu sinni af óendanlegri vinnusemi og hæfileika til að halda bolta. Kolbeinn Sigþórsson er fyrir löngu orðinn framherji númer eitt hjá íslenska landsliðinu og er fastamaður í liðinu svo framarlega sem hann er heill. Frammistaða og spilatími Jóns Daða hefur komið meira á óvart enda er hann í samkeppni við stórstjörnur eins og Alfreð Finnbogason og Eið Smára Guðjohnsen Nú þegar Jón Daði er meiddur stendur valið að því virðist á milli Alfreðs og Eiðs Smára. Alfeð talaði um að hafa verið að senda Lars Lagerbäck smá skilaboð þegar hann varð á dögunum fyrsti Íslendingurinn í átta ár til að skora í Meistaradeildinni. Hetja gríska liðsins Olympiacos á móti Arsenal á Emirates-leikvanginum minnti vel á sig á þessu Meistaradeildarkvöldi en Alfreð hefur aðeins fengið að spila í 32 mínútur samanlagt í þessari keppni og er því hungraður í sitt tækifæri. Eiður Smári Guðjohnsen átti frábæra endurkomu inn í liðið úti í Kasakstan í mars en hefur síðan aðeins fengið að spila í 26 mínútur í síðustu þremur leikjum. Eiður er engu að síður með meira en þrisvar sinnum fleiri mínútur en Alfreð í þessari undankeppni. Eiður opnaði markareikninginn sinn í Kína í síðasta leik sínum fyrir landsliðshléið og er kominn í mun betra leikform eftir að hafa byrjað síðustu fjóra leiki Shijiazhuang Ever Bright. Alfreð var síðast í byrjunarliði íslenska liðsins í keppnisleik í umspilsleikjunum á móti Króatíu en hann skoraði síðast þegar hann byrjaði síðast leik í riðlakeppni sem var á móti Slóvenum í júní 2013. Íslenska liðið hefur líka skorað tvisvar sinnum á þessum 32 mínútum sem Alfreð hefur spilað eða jafn mörg mörk og á mínútum með Eiði Smára. Það eru fleiri framherjar sem koma til greina, eins og Viðar Örn Kjartansson, eða þá að færa menn fram af miðjunni. Jóhann Berg Guðmundsson hefur spilað frammi í þessari undankeppni og Birkir Bjarnason hefur verið að skora fyrir sitt lið. Hér til hliðar má sjá hvernig útkoman hefur verið hjá þeim átta mismunandi framherjapörum sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa notað í undankeppninni til þessa en hér eru aðeins nefnd til leiks þau pör sem hafa spilað saman áður en það er komið út í uppbótartíma leikjanna. Leikur Íslands og Lettlands hefst klukkan 16.00 í dag á Laugardalsvelli og það er uppselt á leikinn eins og síðustu heimaleiki íslenska liðsins.fréttablaðið EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson hafa byrjað saman í sex af átta leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2016 og voru framherjapar liðsins í 72 prósentum leiktímans í þeim átta leikjum sem nægðu íslensku strákunum til að tryggja sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Jón Daði Böðvarsson kom óvænt inn í byrjunarliðið í fyrsta leik á móti Tyrkjum og sló í gegn. Hann var búinn að skora eftir átján mínútur og hreif alla með skemmtilegri blöndu sinni af óendanlegri vinnusemi og hæfileika til að halda bolta. Kolbeinn Sigþórsson er fyrir löngu orðinn framherji númer eitt hjá íslenska landsliðinu og er fastamaður í liðinu svo framarlega sem hann er heill. Frammistaða og spilatími Jóns Daða hefur komið meira á óvart enda er hann í samkeppni við stórstjörnur eins og Alfreð Finnbogason og Eið Smára Guðjohnsen Nú þegar Jón Daði er meiddur stendur valið að því virðist á milli Alfreðs og Eiðs Smára. Alfeð talaði um að hafa verið að senda Lars Lagerbäck smá skilaboð þegar hann varð á dögunum fyrsti Íslendingurinn í átta ár til að skora í Meistaradeildinni. Hetja gríska liðsins Olympiacos á móti Arsenal á Emirates-leikvanginum minnti vel á sig á þessu Meistaradeildarkvöldi en Alfreð hefur aðeins fengið að spila í 32 mínútur samanlagt í þessari keppni og er því hungraður í sitt tækifæri. Eiður Smári Guðjohnsen átti frábæra endurkomu inn í liðið úti í Kasakstan í mars en hefur síðan aðeins fengið að spila í 26 mínútur í síðustu þremur leikjum. Eiður er engu að síður með meira en þrisvar sinnum fleiri mínútur en Alfreð í þessari undankeppni. Eiður opnaði markareikninginn sinn í Kína í síðasta leik sínum fyrir landsliðshléið og er kominn í mun betra leikform eftir að hafa byrjað síðustu fjóra leiki Shijiazhuang Ever Bright. Alfreð var síðast í byrjunarliði íslenska liðsins í keppnisleik í umspilsleikjunum á móti Króatíu en hann skoraði síðast þegar hann byrjaði síðast leik í riðlakeppni sem var á móti Slóvenum í júní 2013. Íslenska liðið hefur líka skorað tvisvar sinnum á þessum 32 mínútum sem Alfreð hefur spilað eða jafn mörg mörk og á mínútum með Eiði Smára. Það eru fleiri framherjar sem koma til greina, eins og Viðar Örn Kjartansson, eða þá að færa menn fram af miðjunni. Jóhann Berg Guðmundsson hefur spilað frammi í þessari undankeppni og Birkir Bjarnason hefur verið að skora fyrir sitt lið. Hér til hliðar má sjá hvernig útkoman hefur verið hjá þeim átta mismunandi framherjapörum sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa notað í undankeppninni til þessa en hér eru aðeins nefnd til leiks þau pör sem hafa spilað saman áður en það er komið út í uppbótartíma leikjanna. Leikur Íslands og Lettlands hefst klukkan 16.00 í dag á Laugardalsvelli og það er uppselt á leikinn eins og síðustu heimaleiki íslenska liðsins.fréttablaðið
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Sjá meira