Hælisleitendum falin ritstjórn á dönsku dagblaði í einn dag Bjarki Ármannsson skrifar 9. október 2015 23:52 Gengið til stuðnings hælisleitendum í Kaupmannahöfn fyrr í vikunni. Vísir/EPA Danska dagblaðið Information kom út í morgun undir stjórn flóttamanna frá Mið-Austurlöndum sem leitað hafa hælis í Danmörku. Ákveðið var að fela hælisleitendum, sem starfað höfðu sem blaðamenn í heimalöndum sínum, ritstjórn blaðsins í einn dag til að sýna almenningi í Danmörku nýja hlið á þeim hópi fólks sem streymir nú inn í landið. „Stjórnmálamenn líta á hælisleitendur sem vandamál sem þarf að leysa sem allra fyrst og flestir vilja gera það án þess að horfast í augu við fólkið sem um ræðir,“ segir í leiðara Dagbladet Information í dag. „Í dag eru það hælisleitendurnir sem tala til okkar.“ Tólf hælisleitendur, sem flestir eru nýkomnir til Danmerkur, fengu að taka alfarið við stjórntaumunum en fengu aðstoð við heimildarvinnu og þýðingar. Forsíðufréttin dró fram þá staðreynd að tveir þriðju þeirra flóttamanna sem streyma til Evrópu um þessar mundir eru karlmenn og fjallaði um þau áhrif sem það hefur á konurnar sem verða eftir í stríðshrjáðum löndum. Sumir þeirra sem unnu að blaði dagsins í dag höfðu þurft að gjalda dýrum dómi fyrir það að stunda blaðamennsku í heimalandi sínu. Til að mynda var sonur einnar afganskrar blaðakonu myrtur til að hefna fyrir skrif hennar. Dagbladet Information er frjálslynt dagblað sem hóf göngu sína sem málgagn hinnar ólöglegu mótspyrnuhreyfingar gegn nasistastjórn landsins í seinni heimsstyrjöldinni. Lotte Folke Kaarsholm, einn fréttastjóra blaðsins, segir í samtali við breska blaðið The Guardian að blaðið leitist ávallt við að berjast fyrir breytingum í þjóðfélaginu. Flóttamenn Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Danska dagblaðið Information kom út í morgun undir stjórn flóttamanna frá Mið-Austurlöndum sem leitað hafa hælis í Danmörku. Ákveðið var að fela hælisleitendum, sem starfað höfðu sem blaðamenn í heimalöndum sínum, ritstjórn blaðsins í einn dag til að sýna almenningi í Danmörku nýja hlið á þeim hópi fólks sem streymir nú inn í landið. „Stjórnmálamenn líta á hælisleitendur sem vandamál sem þarf að leysa sem allra fyrst og flestir vilja gera það án þess að horfast í augu við fólkið sem um ræðir,“ segir í leiðara Dagbladet Information í dag. „Í dag eru það hælisleitendurnir sem tala til okkar.“ Tólf hælisleitendur, sem flestir eru nýkomnir til Danmerkur, fengu að taka alfarið við stjórntaumunum en fengu aðstoð við heimildarvinnu og þýðingar. Forsíðufréttin dró fram þá staðreynd að tveir þriðju þeirra flóttamanna sem streyma til Evrópu um þessar mundir eru karlmenn og fjallaði um þau áhrif sem það hefur á konurnar sem verða eftir í stríðshrjáðum löndum. Sumir þeirra sem unnu að blaði dagsins í dag höfðu þurft að gjalda dýrum dómi fyrir það að stunda blaðamennsku í heimalandi sínu. Til að mynda var sonur einnar afganskrar blaðakonu myrtur til að hefna fyrir skrif hennar. Dagbladet Information er frjálslynt dagblað sem hóf göngu sína sem málgagn hinnar ólöglegu mótspyrnuhreyfingar gegn nasistastjórn landsins í seinni heimsstyrjöldinni. Lotte Folke Kaarsholm, einn fréttastjóra blaðsins, segir í samtali við breska blaðið The Guardian að blaðið leitist ávallt við að berjast fyrir breytingum í þjóðfélaginu.
Flóttamenn Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira