Hælisleitendum falin ritstjórn á dönsku dagblaði í einn dag Bjarki Ármannsson skrifar 9. október 2015 23:52 Gengið til stuðnings hælisleitendum í Kaupmannahöfn fyrr í vikunni. Vísir/EPA Danska dagblaðið Information kom út í morgun undir stjórn flóttamanna frá Mið-Austurlöndum sem leitað hafa hælis í Danmörku. Ákveðið var að fela hælisleitendum, sem starfað höfðu sem blaðamenn í heimalöndum sínum, ritstjórn blaðsins í einn dag til að sýna almenningi í Danmörku nýja hlið á þeim hópi fólks sem streymir nú inn í landið. „Stjórnmálamenn líta á hælisleitendur sem vandamál sem þarf að leysa sem allra fyrst og flestir vilja gera það án þess að horfast í augu við fólkið sem um ræðir,“ segir í leiðara Dagbladet Information í dag. „Í dag eru það hælisleitendurnir sem tala til okkar.“ Tólf hælisleitendur, sem flestir eru nýkomnir til Danmerkur, fengu að taka alfarið við stjórntaumunum en fengu aðstoð við heimildarvinnu og þýðingar. Forsíðufréttin dró fram þá staðreynd að tveir þriðju þeirra flóttamanna sem streyma til Evrópu um þessar mundir eru karlmenn og fjallaði um þau áhrif sem það hefur á konurnar sem verða eftir í stríðshrjáðum löndum. Sumir þeirra sem unnu að blaði dagsins í dag höfðu þurft að gjalda dýrum dómi fyrir það að stunda blaðamennsku í heimalandi sínu. Til að mynda var sonur einnar afganskrar blaðakonu myrtur til að hefna fyrir skrif hennar. Dagbladet Information er frjálslynt dagblað sem hóf göngu sína sem málgagn hinnar ólöglegu mótspyrnuhreyfingar gegn nasistastjórn landsins í seinni heimsstyrjöldinni. Lotte Folke Kaarsholm, einn fréttastjóra blaðsins, segir í samtali við breska blaðið The Guardian að blaðið leitist ávallt við að berjast fyrir breytingum í þjóðfélaginu. Flóttamenn Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Danska dagblaðið Information kom út í morgun undir stjórn flóttamanna frá Mið-Austurlöndum sem leitað hafa hælis í Danmörku. Ákveðið var að fela hælisleitendum, sem starfað höfðu sem blaðamenn í heimalöndum sínum, ritstjórn blaðsins í einn dag til að sýna almenningi í Danmörku nýja hlið á þeim hópi fólks sem streymir nú inn í landið. „Stjórnmálamenn líta á hælisleitendur sem vandamál sem þarf að leysa sem allra fyrst og flestir vilja gera það án þess að horfast í augu við fólkið sem um ræðir,“ segir í leiðara Dagbladet Information í dag. „Í dag eru það hælisleitendurnir sem tala til okkar.“ Tólf hælisleitendur, sem flestir eru nýkomnir til Danmerkur, fengu að taka alfarið við stjórntaumunum en fengu aðstoð við heimildarvinnu og þýðingar. Forsíðufréttin dró fram þá staðreynd að tveir þriðju þeirra flóttamanna sem streyma til Evrópu um þessar mundir eru karlmenn og fjallaði um þau áhrif sem það hefur á konurnar sem verða eftir í stríðshrjáðum löndum. Sumir þeirra sem unnu að blaði dagsins í dag höfðu þurft að gjalda dýrum dómi fyrir það að stunda blaðamennsku í heimalandi sínu. Til að mynda var sonur einnar afganskrar blaðakonu myrtur til að hefna fyrir skrif hennar. Dagbladet Information er frjálslynt dagblað sem hóf göngu sína sem málgagn hinnar ólöglegu mótspyrnuhreyfingar gegn nasistastjórn landsins í seinni heimsstyrjöldinni. Lotte Folke Kaarsholm, einn fréttastjóra blaðsins, segir í samtali við breska blaðið The Guardian að blaðið leitist ávallt við að berjast fyrir breytingum í þjóðfélaginu.
Flóttamenn Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira