Úrslitaleikir Lengjubikarsins í körfubolta fara ekki fram á Sauðárkróki eins og áður hafði verið tilkynnt. KKÍ hefur fært keppni hinna fjögurra fræknu á suðvesturhornið þaðan sem öll átta liðin koma.
KKÍ sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem fram kom að sambandið hefur fundið nýjan leikstað undanúrslita og úrslita Lengjubikarsins.
Karlalið Tindastóls datt út úr átta liða úrslitunum í gær og Tindastóll er ekki með kvennalið á þessu tímabili. Stólarnir fengu því ekki langþráða úrslitahelgi á heimavelli hvort sem er.
Undanúrslit kvenna fara fram í TM-höllinni í Keflavík á fimmtudagskvöldið og undanúrslit karla og úrslitaleikirnir verða í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi, undanúrslitin á föstudagskvöldið og úrslitin á laugardaginn.
„Þegar ljóst var að Tindastóll ætti ekki lið í úrslitunum né annað lið af svæðinu töldu forráðamenn Tindastóls og KKÍ það best fyrir körfuknattleikinn í landinu að úrslitin fari fram á suðvesturhorni landsins þar sem að öll liðin koma þaðan," segir í fréttatilkynningunni.
Liðin átta sem komust í undanúrslitin hefðu annars þurft að ferðast samanlagt rúma 2500 kílómetra leið til að spila þessa undanúrslitaleiki og þá erum við bara að tala um aðra leiðin.
Dagskrá úrslitahelgi Lengjubikarsins 2015:
Fimmtudagur 1. október TM-höllin Keflavík, Undanúrslit kvenna
Kl. 18.15 Keflavík-Valur
Kl. 20.30 Haukar-Grindavík
Föstudagur 2. október Iða Selfossi, Undanúrslit karla
Kl. 18.15 FSu-Stjarnan
Kl. 20.30 Þór Þ.-Haukar
Laugardagur 3. október Iða Selfossi
Kl. 14.00 Úrslitaleikur kvenna
Kl. 16.30 Úrslitaleikur karla
KKÍ hætti við að halda Lengjubikarsúrslitin á Króknum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn



Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Garnacho ekki í hóp
Enski boltinn

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti