Fótbolti

Totti skoraði sitt 300. mark

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Totti fagnar marki númer 300.
Totti fagnar marki númer 300. vísir/getty
Roma varð af mikilvægum stigum í toppbaráttunni í ítölsku úrvalsdeildinni þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Sassuolo á heimavelli í dag. Roma er í 3. sæti deildarinnar með átta stig, fjórum stigum á eftir toppliði Inter.

Gregoire Defrel kom Sassuolo yfir á 22. mínútu en 14 mínútum síðar jafnaði Francesco Totti metin með sínu 300. marki fyrir Roma.

Þessi goðsögn hefur leikið með Roma alla sína tíð en hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í 1-1 jafntefli við Foggia 4. september 1994.

Matteo Politano kom Sassuolo aftur yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks en Mohamed Salah jafnaði í 2-2 á 49. mínútu og tryggði Roma stig.

Juventus vann sinn fyrsta sigur í ítölsku deildinni á tímabilinu þegar lærisveinar Max Allegri sóttu Genoa heim.

Eugenio Lamanna, markvörður Genoa, gerði sjálfsmark á 37. mínútu og eftir klukkutíma leik skoraði Paul Pogba annað mark Juventus úr vítaspyrnu. 0-2 sigur ítölsku meistaranna staðreynd en þeir eru komnir upp í 12. sæti deildarinnar.

Þá lék Emil Hallfreðsson ekki með Verona þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Atalanta á útivelli.

Úrslit dagsins:

Chievo 0-1 Inter

(0-1 Mauro Icardi 42.)

Roma 2-2 Sassuolo

(0-1 Gregoire Defrel 22., 1-1 Francesco Totti 36., 1-2 Matteo Politano 45., 2-2 Mohamed Salah 49.)

Atalanta 1-1 Verona

(1-0 Maximiliano Moralez 89. 1-1 Eros Pisano 90+7.)

Rautt spjald: Bosko Jankovic (Verona) 79.

Bologna 1-0 Frosinone

(1-0 Anthony Mounier 27.)

Genoa 0-2 Juventus

(0-1 Eugenio Lamanna, sjálfsmark 37., 0-2 Paul Pogba, víti 60.)

Rautt spjald: Armando Izzo (Genoa) 44.

Torino 2-0 Sampdoria

(1-0 Fabio Quagliarella 18., 2-0 Quagliarella 24.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×