Björn Óskar Guðjónsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar vann Unglingaeinvígi Samsung sem fram fór á heimavelli Björns, Hlíðavelli í Mosfellsbæ um helgina.
Er þetta í fyrsta sinn sem Björn Óskar ber sigur úr býtum í þessu skemmtilega móti en flestir af bestu yngri kylfingum landsins fá þátttökurétt á hverju ári.
Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að 10 kylfingar leika til úrslita og fellur einn keppandi út á hverri holu þar til einn stendur uppi sem sigurvegari.
Lenti Eyjamaðurinn Kristófer Tjörvi Einarsson í öðru sæti og Akureyringurinn Kristán Benedikt Sveinsson varð þriðji.
Lokastaðan:
1. Björn Óskar Guðjónsson GM
2. Kristófer Tjörvi Einarsson GV
3. Kristján Benedikt Sveinsson GA
4. Arna Rún Kristjánsdóttir GM
5. Ragnar Már Ríkarðsson GM
6. Sverrir Haraldsson GM
7. Kristófer Karl Karlsson GM
8. Ingvar Andri Magnússon GR
9. Andri Már Guðmundsson GM
10. Hafdís Alda Jóhannsdóttir
Sigurvegarar Samstung – Unglingaeinvígins frá upphafi:
2005 - Sveinn Ísleifsson
2006 - Guðni Fannar Carrico
2007 - Andri Þór Björnsson
2008 - Guðjón Ingi Kristjánsson
2009 - Andri Már Óskarsson
2010 - Guðrún Brá Björgvinsdóttir
2011 - Ragnar Már Garðarson
2012 - Aron Snær Júlíusson
2013 - Ingvar Andri Magnússon
2014 - Ingvar Andri Magnússon
2015 - Björn Óskar Guðjónsson
Björn Óskar vann Unglingaeinvígið í Mosfellsbæ
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið





Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti

Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn



Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn
