Segja það gera illt verra að leggja tillöguna fram á ný Bjarki Ármannsson skrifar 21. september 2015 19:06 Ferðaþjónustuaðilar eru vægast sagt ósáttir með fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael. Vísir/Pjetur Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) segir það fráleitt að umdeild tillaga borgarstjórnar Reykjavíkur um viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael verði lögð fram aftur í breyttri mynd. Samtökin segjast hafa fundið verulega fyrir áhrifum þess að tillagan var samþykkt í síðustu viku og telja að verði hún lögð fram á ný verði það eingöngu til þess fallið að gera illt verra. Í tilkynningu frá stjórn SAF segir að frá því að borgarstjórn samþykkti viðskiptaþvinganirnar hafi ferðamenn hætt við ferðir til landsins, hatursfullir póstar borist fyrirtækjum innan samtakanna og umræða á samfélagsmiðlum verið „ófögur.“ „Íslensk ferðaþjónusta byggir að miklu leyti á því að orðspor landsins er gott og ímyndin jákvæð,“ segir í tilkynningunni. „Því hefur neikvæð umræða um Ísland og Reykjavík fljótt áhrif á ferðaþjónustuna með þeim hætti sem orðið hefur. Ljóst er að umheimurinn telur að tillagan sem samþykkt var í borgarstjórn hljóti að vera stefna stjórnvalda á Íslandi enda eiga flestir því ekki að venjast að borgir hafi aðra stefnu í utanríkisviðskiptamálum heldur en viðkomandi ríki.“ Ferðamennska á Íslandi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Halldór vill að Dagur íhugi stöðu sína Oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík segir ekki koma til greina að styðja dönsku leiðina í sniðgöngu á ísraelskum vörum. 21. september 2015 12:31 Reykjavíkurborg mun draga tillögu um að sniðganga ísraelskar vörur til baka Borgarstjóri segir tillöguna ekki hafa verið nægilega vel undirbúna og að hann sé sjálfum sér reiður vegna málsins. 19. september 2015 14:01 Vissu ekki hvaða vörur þau voru að sniðganga Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar vissu ekki hvaða vörur þeir voru að sniðganga þegar borgin samþykkti tillögu um viðskiptabann á vörur frá Ísrael í nafni mannúðar og samstöðu með Palestínumönnum. 18. september 2015 19:45 Ísraelsmálið mikla: Segir Dag hljóta að íhuga afsögn Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra Reykjavíkur þurfa að vinna sér inn traust á ný. 20. september 2015 16:03 Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Sjá meira
Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) segir það fráleitt að umdeild tillaga borgarstjórnar Reykjavíkur um viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael verði lögð fram aftur í breyttri mynd. Samtökin segjast hafa fundið verulega fyrir áhrifum þess að tillagan var samþykkt í síðustu viku og telja að verði hún lögð fram á ný verði það eingöngu til þess fallið að gera illt verra. Í tilkynningu frá stjórn SAF segir að frá því að borgarstjórn samþykkti viðskiptaþvinganirnar hafi ferðamenn hætt við ferðir til landsins, hatursfullir póstar borist fyrirtækjum innan samtakanna og umræða á samfélagsmiðlum verið „ófögur.“ „Íslensk ferðaþjónusta byggir að miklu leyti á því að orðspor landsins er gott og ímyndin jákvæð,“ segir í tilkynningunni. „Því hefur neikvæð umræða um Ísland og Reykjavík fljótt áhrif á ferðaþjónustuna með þeim hætti sem orðið hefur. Ljóst er að umheimurinn telur að tillagan sem samþykkt var í borgarstjórn hljóti að vera stefna stjórnvalda á Íslandi enda eiga flestir því ekki að venjast að borgir hafi aðra stefnu í utanríkisviðskiptamálum heldur en viðkomandi ríki.“
Ferðamennska á Íslandi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Halldór vill að Dagur íhugi stöðu sína Oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík segir ekki koma til greina að styðja dönsku leiðina í sniðgöngu á ísraelskum vörum. 21. september 2015 12:31 Reykjavíkurborg mun draga tillögu um að sniðganga ísraelskar vörur til baka Borgarstjóri segir tillöguna ekki hafa verið nægilega vel undirbúna og að hann sé sjálfum sér reiður vegna málsins. 19. september 2015 14:01 Vissu ekki hvaða vörur þau voru að sniðganga Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar vissu ekki hvaða vörur þeir voru að sniðganga þegar borgin samþykkti tillögu um viðskiptabann á vörur frá Ísrael í nafni mannúðar og samstöðu með Palestínumönnum. 18. september 2015 19:45 Ísraelsmálið mikla: Segir Dag hljóta að íhuga afsögn Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra Reykjavíkur þurfa að vinna sér inn traust á ný. 20. september 2015 16:03 Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Sjá meira
Halldór vill að Dagur íhugi stöðu sína Oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík segir ekki koma til greina að styðja dönsku leiðina í sniðgöngu á ísraelskum vörum. 21. september 2015 12:31
Reykjavíkurborg mun draga tillögu um að sniðganga ísraelskar vörur til baka Borgarstjóri segir tillöguna ekki hafa verið nægilega vel undirbúna og að hann sé sjálfum sér reiður vegna málsins. 19. september 2015 14:01
Vissu ekki hvaða vörur þau voru að sniðganga Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar vissu ekki hvaða vörur þeir voru að sniðganga þegar borgin samþykkti tillögu um viðskiptabann á vörur frá Ísrael í nafni mannúðar og samstöðu með Palestínumönnum. 18. september 2015 19:45
Ísraelsmálið mikla: Segir Dag hljóta að íhuga afsögn Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra Reykjavíkur þurfa að vinna sér inn traust á ný. 20. september 2015 16:03