Vörur frá hernumdum svæðum verði merktar: Katrín segir ástæðu til að ræða viðskiptabann gegn Ísrael Bjarki Ármannsson skrifar 21. september 2015 21:30 Það skiptir máli að Ísland andmæli mannréttindabrotum Ísraela, segir Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Daníel Sex þingmenn Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að vörur sem framleiddar eru á hernumdum svæðum í Palestínu verði upprunamerktar með viðeigandi hætti. „Þetta er til að vekja stjórnvöld og neytendur til vitundar um það að sumar vörur sem koma frá Ísrael eru ekki innan viðurkenndra landamæra þess ríkis, heldur koma þær frá ólöglegum landnemabyggðum á hernumdum svæðum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og einn flutningsmanna tillögunnar. „Þessar byggðir stríða gegn alþjóðlega viðurkenndum landamærum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna.“Frá fjölmennum mótmælum Reykvíkinga á framferði Ísraelsmanna á Gazasvæðinu í fyrra.Vísir/DaníelÁrni Þór Sigurðsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, lagði tillöguna fyrst fram fyrir fjórum árum og Katrín lagði hana aftur óbreytta fram á síðasta þingvetri. Í fyrra skilaði utanríkismálaráðuneytið umsögn um frumvarpið þar sem fallist var á öll rök fyrir því að merkja vörurnar.Mikilvægt að ræða stöðu Íslands gagnvart Ísrael Katrín segir það tilviljun að tillagan sé aftur lögð fram á sama tíma og deilt er um samþykkt Reykjavíkurborgar á viðskiptaþvingunum gagnvart Ísraelsríki. Hún segir þó mjög mikilvægt að staða Íslands gagnvart Ísrael sé rædd og að engan þurfi að undra að tillaga borgarstjórnar hafi vakið viðbrögð. „Það er mjög mikilvægt að við áttum okkur á því að við höfum lýst yfir viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu og það skiptir máli að sýnum það í verki að við andmælum þeim mannréttindabrotum sem þar eru framin,“ segir Katrín. Aðspurð hvort hún telji það skynsamlegra að gefa íslenskum neytendum kost á því að sniðganga vörur frá hernumdum svæðum frekar en að koma á viðskiptabanni eða –þvingunum, segist Katrín til í að ræða seinni kostinn. „Þetta er eitt skref,“ segir hún. „Mér finnst alveg ástæða til að ræða hitt en það þarf auðvitað að gera í alþjóðlegu samhengi líka.“ Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Sex þingmenn Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að vörur sem framleiddar eru á hernumdum svæðum í Palestínu verði upprunamerktar með viðeigandi hætti. „Þetta er til að vekja stjórnvöld og neytendur til vitundar um það að sumar vörur sem koma frá Ísrael eru ekki innan viðurkenndra landamæra þess ríkis, heldur koma þær frá ólöglegum landnemabyggðum á hernumdum svæðum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og einn flutningsmanna tillögunnar. „Þessar byggðir stríða gegn alþjóðlega viðurkenndum landamærum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna.“Frá fjölmennum mótmælum Reykvíkinga á framferði Ísraelsmanna á Gazasvæðinu í fyrra.Vísir/DaníelÁrni Þór Sigurðsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, lagði tillöguna fyrst fram fyrir fjórum árum og Katrín lagði hana aftur óbreytta fram á síðasta þingvetri. Í fyrra skilaði utanríkismálaráðuneytið umsögn um frumvarpið þar sem fallist var á öll rök fyrir því að merkja vörurnar.Mikilvægt að ræða stöðu Íslands gagnvart Ísrael Katrín segir það tilviljun að tillagan sé aftur lögð fram á sama tíma og deilt er um samþykkt Reykjavíkurborgar á viðskiptaþvingunum gagnvart Ísraelsríki. Hún segir þó mjög mikilvægt að staða Íslands gagnvart Ísrael sé rædd og að engan þurfi að undra að tillaga borgarstjórnar hafi vakið viðbrögð. „Það er mjög mikilvægt að við áttum okkur á því að við höfum lýst yfir viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu og það skiptir máli að sýnum það í verki að við andmælum þeim mannréttindabrotum sem þar eru framin,“ segir Katrín. Aðspurð hvort hún telji það skynsamlegra að gefa íslenskum neytendum kost á því að sniðganga vörur frá hernumdum svæðum frekar en að koma á viðskiptabanni eða –þvingunum, segist Katrín til í að ræða seinni kostinn. „Þetta er eitt skref,“ segir hún. „Mér finnst alveg ástæða til að ræða hitt en það þarf auðvitað að gera í alþjóðlegu samhengi líka.“
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira