Víti sem vonandi gleymist fljótt Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2015 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir sést hér skjóta yfir markið úr vítinu. Vísir/Vilhelm „Þetta var svona David Beckham-víti,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði og markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, við Fréttablaðið um vítaspyrnuna sem hún brenndi af í 2-0 sigri Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í Laugardalnum í gærkvöldi. Hún hefur skorað svo mörg mörk með landsliðinu að ein misnotuð vítaspyrna kemur henni ekki úr jafnvægi. Stelpurnar okkar hófu undankeppni EM 2017 af krafti og lögðu varnarsinnað(!) lið Hvít-Rússa að velli án mikillar fyrirhafnar. Hvítrússneska liðið hafði nákvæmlega engan áhuga á að spila fótbolta heldur varðist það bara og sparkaði boltanum langt fram. Það er gott og blessað að spila "sparka og hlaupa"-fótbolta en þá er líka lágmark að hlaupa á eftir sendingunum fram völlinn. Það gerðu gestirnir ekki. Það má gefa Hvít-Rússunum það, að þær vörðust ágætlega. Samt sem áður var íslenska liðið að skapa sér færi og opna varnarpakka gestanna. Það gerðu stelpurnar okkar meðal annars með frábærum leik tveggja varnarmanna liðsins; Glódísar Perlu Viggósdóttur og Hallberu Gísladóttur. Miðvörðurinn Glódís er að verða einn af betri miðvörðum heims. Hún þurfti ekkert að verjast í gær en sendingar hennar í gegnum eina til tvær línur gestanna voru gull. Fyrirgjafir Hallberu voru svo algjört konfekt og var eins gott að Dagný Brynjarsdóttir stangaði eina slíka inn. Hallbera átti ekkert minna skilið. Skilvirk og fín frammistaða íslenska liðsins í gær þó fleiri mörk hefðu mátt sjást. En að konu kvöldsins, markadrottningunni og flaggbera íslenskrar kvennaknattspyrnu til langs tíma; Margréti Láru Viðarsdóttur. Sviðið var klárt fyrir hana; vítaspyrna í 100. landsleiknum og 73. markið handan við hornið. Spyrnan fór yfir, en það skiptir engu í stóra samhenginu eins og hún segir sjálf. „Það man enginn hvernig þessi leikur fór þegar við verðum komnar á EM. Þetta víti gleymist fljótt,“ sagði Margrét við Fréttablaðið eftir leikinn. Þú ert búinn að vinna þér inn að klúðra einu víti ef þú skorar 72 landsliðsmörk í 99 leikjum. Margrét Lára hóf landsliðsferilinn fyrir tólf árum og þremur mánuðum. Eyjastúlkan sem skoraði með fyrstu snertingu sinni í landsleik 17 ára gömul er nú markadrottning og fyrirliði landsliðsins. Það klúðra allir vítaspyrnu við og við. Það spila aftur á móti færri 100 landsleiki og skila því sem hún hefur skilað. Hundrað landsleikja klúbburinn er heppinn með nýja meðliminn. „Ég er stolt af mínum ferli. Þetta er stór stund og ég er hálf hrærð yfir móttökunum sem ég og stelpurnar fengum í kvöld. Hvað get ég sagt? Ég er orðlaus,“ sagði Margrét Lára. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Sjá meira
„Þetta var svona David Beckham-víti,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði og markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, við Fréttablaðið um vítaspyrnuna sem hún brenndi af í 2-0 sigri Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í Laugardalnum í gærkvöldi. Hún hefur skorað svo mörg mörk með landsliðinu að ein misnotuð vítaspyrna kemur henni ekki úr jafnvægi. Stelpurnar okkar hófu undankeppni EM 2017 af krafti og lögðu varnarsinnað(!) lið Hvít-Rússa að velli án mikillar fyrirhafnar. Hvítrússneska liðið hafði nákvæmlega engan áhuga á að spila fótbolta heldur varðist það bara og sparkaði boltanum langt fram. Það er gott og blessað að spila "sparka og hlaupa"-fótbolta en þá er líka lágmark að hlaupa á eftir sendingunum fram völlinn. Það gerðu gestirnir ekki. Það má gefa Hvít-Rússunum það, að þær vörðust ágætlega. Samt sem áður var íslenska liðið að skapa sér færi og opna varnarpakka gestanna. Það gerðu stelpurnar okkar meðal annars með frábærum leik tveggja varnarmanna liðsins; Glódísar Perlu Viggósdóttur og Hallberu Gísladóttur. Miðvörðurinn Glódís er að verða einn af betri miðvörðum heims. Hún þurfti ekkert að verjast í gær en sendingar hennar í gegnum eina til tvær línur gestanna voru gull. Fyrirgjafir Hallberu voru svo algjört konfekt og var eins gott að Dagný Brynjarsdóttir stangaði eina slíka inn. Hallbera átti ekkert minna skilið. Skilvirk og fín frammistaða íslenska liðsins í gær þó fleiri mörk hefðu mátt sjást. En að konu kvöldsins, markadrottningunni og flaggbera íslenskrar kvennaknattspyrnu til langs tíma; Margréti Láru Viðarsdóttur. Sviðið var klárt fyrir hana; vítaspyrna í 100. landsleiknum og 73. markið handan við hornið. Spyrnan fór yfir, en það skiptir engu í stóra samhenginu eins og hún segir sjálf. „Það man enginn hvernig þessi leikur fór þegar við verðum komnar á EM. Þetta víti gleymist fljótt,“ sagði Margrét við Fréttablaðið eftir leikinn. Þú ert búinn að vinna þér inn að klúðra einu víti ef þú skorar 72 landsliðsmörk í 99 leikjum. Margrét Lára hóf landsliðsferilinn fyrir tólf árum og þremur mánuðum. Eyjastúlkan sem skoraði með fyrstu snertingu sinni í landsleik 17 ára gömul er nú markadrottning og fyrirliði landsliðsins. Það klúðra allir vítaspyrnu við og við. Það spila aftur á móti færri 100 landsleiki og skila því sem hún hefur skilað. Hundrað landsleikja klúbburinn er heppinn með nýja meðliminn. „Ég er stolt af mínum ferli. Þetta er stór stund og ég er hálf hrærð yfir móttökunum sem ég og stelpurnar fengum í kvöld. Hvað get ég sagt? Ég er orðlaus,“ sagði Margrét Lára.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Sjá meira