Kaupendur Volkswagen bíla í Bandaríkjunum fengu 6,5 milljarða “umhverfis”-endurgreiðslu Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2015 16:05 Volkswagen Jetta í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum fær fólk sem kaupir umhverfisvæna bíla endurgreiðslu frá ríkinu og í því felst ákveðin umbun fyrir að velja slíka bíla umfram eyðsluháka. Allt í nafni umhverfisverndar. Mesta endurgreiðslu fá þeir sem kaupa rafmagnsbíla, allt að 5.000 dollurum. Þessar greiðslur eiga þó líka við bíla með hefbundnar brunavélar, bensín eða dísil, ef mengunargildi þeirra er lágt. Því fengu 39.500 kaupendur Volkswagen Jetta og Jetta Sportswagon með dísilvélar 1.300 dollara endurgreiðslu árið 2009. Nam því heildarupphæðin 51 milljón dollar, eða 6,5 milljörðum króna. Greiðslur þessar eru nú ryfjaðar upp vestanhafs í ljósi þess dísilbílasvindls sem Volkswagen hefur orðið sekt um og eiga til dæmis um einmitt þessa tilteknu bíla. Því gæti Volkswagen verið krafið um greiðslu á þessum endurgreiðslum af skattayfirvöldum í ljósi þess að bílar þeirra hafa nú verið mældir allt 40 sinnum meira mengandi en fyrst var haldið. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent
Í Bandaríkjunum fær fólk sem kaupir umhverfisvæna bíla endurgreiðslu frá ríkinu og í því felst ákveðin umbun fyrir að velja slíka bíla umfram eyðsluháka. Allt í nafni umhverfisverndar. Mesta endurgreiðslu fá þeir sem kaupa rafmagnsbíla, allt að 5.000 dollurum. Þessar greiðslur eiga þó líka við bíla með hefbundnar brunavélar, bensín eða dísil, ef mengunargildi þeirra er lágt. Því fengu 39.500 kaupendur Volkswagen Jetta og Jetta Sportswagon með dísilvélar 1.300 dollara endurgreiðslu árið 2009. Nam því heildarupphæðin 51 milljón dollar, eða 6,5 milljörðum króna. Greiðslur þessar eru nú ryfjaðar upp vestanhafs í ljósi þess dísilbílasvindls sem Volkswagen hefur orðið sekt um og eiga til dæmis um einmitt þessa tilteknu bíla. Því gæti Volkswagen verið krafið um greiðslu á þessum endurgreiðslum af skattayfirvöldum í ljósi þess að bílar þeirra hafa nú verið mældir allt 40 sinnum meira mengandi en fyrst var haldið.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent