Kaupendur Volkswagen bíla í Bandaríkjunum fengu 6,5 milljarða “umhverfis”-endurgreiðslu Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2015 16:05 Volkswagen Jetta í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum fær fólk sem kaupir umhverfisvæna bíla endurgreiðslu frá ríkinu og í því felst ákveðin umbun fyrir að velja slíka bíla umfram eyðsluháka. Allt í nafni umhverfisverndar. Mesta endurgreiðslu fá þeir sem kaupa rafmagnsbíla, allt að 5.000 dollurum. Þessar greiðslur eiga þó líka við bíla með hefbundnar brunavélar, bensín eða dísil, ef mengunargildi þeirra er lágt. Því fengu 39.500 kaupendur Volkswagen Jetta og Jetta Sportswagon með dísilvélar 1.300 dollara endurgreiðslu árið 2009. Nam því heildarupphæðin 51 milljón dollar, eða 6,5 milljörðum króna. Greiðslur þessar eru nú ryfjaðar upp vestanhafs í ljósi þess dísilbílasvindls sem Volkswagen hefur orðið sekt um og eiga til dæmis um einmitt þessa tilteknu bíla. Því gæti Volkswagen verið krafið um greiðslu á þessum endurgreiðslum af skattayfirvöldum í ljósi þess að bílar þeirra hafa nú verið mældir allt 40 sinnum meira mengandi en fyrst var haldið. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent
Í Bandaríkjunum fær fólk sem kaupir umhverfisvæna bíla endurgreiðslu frá ríkinu og í því felst ákveðin umbun fyrir að velja slíka bíla umfram eyðsluháka. Allt í nafni umhverfisverndar. Mesta endurgreiðslu fá þeir sem kaupa rafmagnsbíla, allt að 5.000 dollurum. Þessar greiðslur eiga þó líka við bíla með hefbundnar brunavélar, bensín eða dísil, ef mengunargildi þeirra er lágt. Því fengu 39.500 kaupendur Volkswagen Jetta og Jetta Sportswagon með dísilvélar 1.300 dollara endurgreiðslu árið 2009. Nam því heildarupphæðin 51 milljón dollar, eða 6,5 milljörðum króna. Greiðslur þessar eru nú ryfjaðar upp vestanhafs í ljósi þess dísilbílasvindls sem Volkswagen hefur orðið sekt um og eiga til dæmis um einmitt þessa tilteknu bíla. Því gæti Volkswagen verið krafið um greiðslu á þessum endurgreiðslum af skattayfirvöldum í ljósi þess að bílar þeirra hafa nú verið mældir allt 40 sinnum meira mengandi en fyrst var haldið.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent