„Var aldrei týpan sem gat borðað án þess að fitna“ Ritstjórn skrifar 23. september 2015 10:45 Glamour/Getty Fyrrum ofurfyrirsætan Cindy Crawford fagnar fimmtugsafmæli sínu þann 20. febrúar á næsta ári, og í tilefni þess gefur hún út bókina Becoming. Þar segir hún frá árunum þegar hún starfaði sem fyrirsæta og pressunni að halda sér grannri og ungri. „Ég var aldrei þessi týpa sem gat borðað hvað sem er og ekki bætt á mig grammi (annað en þú þarna, Kate Moss!). Um leið og ég ákvað að hætta að borða hvítan sykur, brauð og þessháttar, þá hugsaði ég bara um sykur, brauð og þessháttar.“Cindy Crawford árið 1988Crawford segir að núna eftir allan þennan tíma í sviðsljósinu, hafi hún ákveðið að gefa út bók, þar sem almenningur getur fengið að skyggnast inn í þennan furðulega heim þar sem kröfurnar um rétta líkamsímynd eru miklar. „Fólk verður samt að átta sig á að sem neytendur þá hafa þau völdin. Ef þér líkar ekki myndin af grönnu stelpunni sem þú sérð í blaðinu, þá getur þú hætt að kaupa það. Þannig getur þú haft áhrif. Fyrir mér eru þetta mikilvæg skilaboð sem þurfa að komast til skila og geta stuðlað að heilbrigði og fjölbreytni.“ Bókin kemur út þann 29. september og er hægt að panta hana hér. Glamour Tíska Mest lesið Bella Hadid opnar sig um sambandsslitin við The Weeknd Glamour 6 regnkápur fyrir helgina Glamour Þrjátíu ár á milli auglýsinga og mæðgurnar eru alveg eins Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Ólétt Natalie Portman kafar fyrir James Blake Glamour "Grandinn er að vaxa sem spennandi verslunarsvæði“ Glamour Ljóti skórinn sem slær öllum öðrum við Glamour Topp snyrtivörulistinn fyrir sumarið Glamour Jakkar í yfirstærð voru vinsælasta trendið í París Glamour Fékk Ferrari í fæðingargjöf Glamour
Fyrrum ofurfyrirsætan Cindy Crawford fagnar fimmtugsafmæli sínu þann 20. febrúar á næsta ári, og í tilefni þess gefur hún út bókina Becoming. Þar segir hún frá árunum þegar hún starfaði sem fyrirsæta og pressunni að halda sér grannri og ungri. „Ég var aldrei þessi týpa sem gat borðað hvað sem er og ekki bætt á mig grammi (annað en þú þarna, Kate Moss!). Um leið og ég ákvað að hætta að borða hvítan sykur, brauð og þessháttar, þá hugsaði ég bara um sykur, brauð og þessháttar.“Cindy Crawford árið 1988Crawford segir að núna eftir allan þennan tíma í sviðsljósinu, hafi hún ákveðið að gefa út bók, þar sem almenningur getur fengið að skyggnast inn í þennan furðulega heim þar sem kröfurnar um rétta líkamsímynd eru miklar. „Fólk verður samt að átta sig á að sem neytendur þá hafa þau völdin. Ef þér líkar ekki myndin af grönnu stelpunni sem þú sérð í blaðinu, þá getur þú hætt að kaupa það. Þannig getur þú haft áhrif. Fyrir mér eru þetta mikilvæg skilaboð sem þurfa að komast til skila og geta stuðlað að heilbrigði og fjölbreytni.“ Bókin kemur út þann 29. september og er hægt að panta hana hér.
Glamour Tíska Mest lesið Bella Hadid opnar sig um sambandsslitin við The Weeknd Glamour 6 regnkápur fyrir helgina Glamour Þrjátíu ár á milli auglýsinga og mæðgurnar eru alveg eins Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Ólétt Natalie Portman kafar fyrir James Blake Glamour "Grandinn er að vaxa sem spennandi verslunarsvæði“ Glamour Ljóti skórinn sem slær öllum öðrum við Glamour Topp snyrtivörulistinn fyrir sumarið Glamour Jakkar í yfirstærð voru vinsælasta trendið í París Glamour Fékk Ferrari í fæðingargjöf Glamour