Er að spila eins og afkvæmi McIlroy og Spieth Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. september 2015 17:00 Jason er mikið í því að lyfta bikurum þessa dagana. Vísir/Getty Ástralski kylfingurinn Jason Day sló á létta strengi á blaðamannafundi í dag þegar hann var spurður út í gott gengi sitt undanfarnar vikur. Day hefur sýnt ótrúlega takta undanfarnar vikur en hann hefur borið sigur úr býtum á fjórum af síðustu sex golfmótum sem hann hefur tekið þátt í, þar á meðal PGA-meistaramótið þegar hann varð fyrsti kylfingurinn sem lauk leik á einum af stórmótunum á tuttugu höggum undir pari. Skaust hann upp í efsta sæti styrkleikalistans í golfi í fyrsta sinn á dögunum en þegar hann var spurður að því hvað gæti útskýrt gott gengi hans undanfarna mánuði var hann ekki lengi að svara. „Spilamennska mín undanfarnar vikur er eins og Jordan Spieth og Rory McIlroy hafi eignast barn og það var ég. Ég er með högglengdina frá Rory og get stýrt höggunum mínum jafn vel og Jordan,“ sagði Day en myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan. Þá sagðist hann ætla að kjósa sjálfan sig sem leikmann ársins ásamt því að greina frá því að markmiði eftir Forsetabikarinn væri að mæta í ræktina og verða tálgaður. Jason Day with the early contender for Quote of the Day. http://t.co/7jbJTThzvi— PGA TOUR (@PGATOUR) September 23, 2015 Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Jason Day sló á létta strengi á blaðamannafundi í dag þegar hann var spurður út í gott gengi sitt undanfarnar vikur. Day hefur sýnt ótrúlega takta undanfarnar vikur en hann hefur borið sigur úr býtum á fjórum af síðustu sex golfmótum sem hann hefur tekið þátt í, þar á meðal PGA-meistaramótið þegar hann varð fyrsti kylfingurinn sem lauk leik á einum af stórmótunum á tuttugu höggum undir pari. Skaust hann upp í efsta sæti styrkleikalistans í golfi í fyrsta sinn á dögunum en þegar hann var spurður að því hvað gæti útskýrt gott gengi hans undanfarna mánuði var hann ekki lengi að svara. „Spilamennska mín undanfarnar vikur er eins og Jordan Spieth og Rory McIlroy hafi eignast barn og það var ég. Ég er með högglengdina frá Rory og get stýrt höggunum mínum jafn vel og Jordan,“ sagði Day en myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan. Þá sagðist hann ætla að kjósa sjálfan sig sem leikmann ársins ásamt því að greina frá því að markmiði eftir Forsetabikarinn væri að mæta í ræktina og verða tálgaður. Jason Day with the early contender for Quote of the Day. http://t.co/7jbJTThzvi— PGA TOUR (@PGATOUR) September 23, 2015
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira