Sigrún Eva er búsett í New York en hún hefur verið að gera það gott sem fyrirsæta þar. Hún var meðal annars í auglýsingu fyrir snyrtivörurisann L'Oréal sem sýnd var á Snapchat aðgangi Emmyverðlaunanna, sem fjölmargir um allan heim fylgdust með.
Línan, sem er sérhönnuð fyrir netverslunina Intermix, inniheldur fjórar lykilflíkur sem auðvelt er að para með öðru sem maður á fyrir í fataskápnum. Í auglýsingaherferðinni eru sýndar ellefu leiðir til að klæðast flíkunum á mismunandi hátt.
Áhugasamir geta skoðað línuna hér og jafnvel pantað þar sem Intermix sendir til Íslands.
![](https://www.visir.is/i/53DD76B400B9DE6772F0CBD6424A9F8D458A4FD6EF2A34DFC7CD8FFFB8C58517_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/3DEE21B6E91232CE1523D63361D7E2735B6219C1CEEC9D27E39E9692131F1195_713x0.jpg)