Utanríkisráðuneytið skýrir stefnu Íslands gagnvart Ísrael atli Ísleifsson skrifar 25. september 2015 12:08 Samskipti Íslands og Ísraels hafa mikið verið í umræðunni síðustu daga. Vísir/Getty Utanríkisráðuneytið hefur svarað fyrirspurn fréttastofu um hver sé stefna Íslands gagnvart Ísrael. Samskipti ríkjanna hafa mikið verið í umræðunni frá því að borgarstjórn Reykjavíkurborgar samþykkti að við innkaup á vegum borgarinnar skyldi sniðganga ísraelskar vörur. Sú samþykkt var dregin til baka á þriðjudaginn.Í frétt á vef ráðuneytisins frá því í gær segir að síðustu daga hafi fulltrúar utanríkisráðuneytisins verið í sambandi við stjórnvöld í Ísrael, íslenska hagsmunaaðila og erlend fyrirtæki sem flytja inn íslenskar vörur og fulltrúa samtaka gyðinga. Þar hafi „stefna Íslands gagnvart Ísrael verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið.“Landtaka skýrt brot á alþjóðalögumÍ svari ráðuneytisins segir að Ísland og Ísrael hafi í gegnum tíðina átt vinsamleg samskipti og hafi Ísland verið meðal annars í forgöngu þjóða innan Sameinuðu þjóðanna sem beittu sér fyrir stofnun Ísraelsríkis árið 1948. „Pólitísk samskipti á ráðherrastigi og embættismannastigi eru töluverð og í gildi er fríverslunarsamningur á milli EFTA og Ísrael. Þá kemur nokkur fjöldi ísraelskra ferðamanna til Íslands ár hvert og menningartengsl eru fyrir hendi. Íslensk stjórnvöld hafa í gegnum árin og við ýmis tækifæri (einnig fyrir viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu) fordæmt landtöku Ísraela á Vesturbakkanum og í Austur Jerúsalem og telja hana skýrt brot á alþjóðalögum. Þá tekur fríverslunarsamningur EFTA við Ísrael ekki til landtökusvæðanna,“ segir í svarinu.Útbreiddur misskilningur Fréttastofa spurði jafnframt hver „útbreiddi misskilningurinn“ væri sem hafi verið leiðréttur í svörum ráðuneytisins. Í svari ráðuneytisins kemur fram að sá misskilningur hafi falist í að margir hafi talið að íslensk stjórnvöld hafi sett eða ætlað sér að setja viðskiptabann á Ísrael, að gyðingahatur væri við lýði á Íslandi, að gyðingum væri ekki óhætt að ferðast til Íslands, svo eitthvað sé talið. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Erfið vika meirihlutans: Dagur í ákveðinni klípu Borgarstjórinn reynir að halda öllum góðum í Ísraels-málinu með því að draga það til baka en lofa áframhaldi. Stjórnmálafræðingur telur stöðu hans á vinstri vængnum hafa veikst en telur litlar líkur á að borgarstjórinn fari. 23. september 2015 16:00 Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08 Segja fjármögnun Hörpuhótelsins í uppnámi vegna viðskiptabanns Forstjóri Carpenter & Co, segir Carpenter & Co. ekki skipta sér af íslenskum stjórnmálum eða stefnumótun borgaryfirvalda. 22. september 2015 09:38 Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Höskuldur Þórhallsson er ekki ánægður með hvernig Reykjavíkurborg stóð að málum sínum með viðskiptabann á hendur Ísrael. 22. september 2015 14:37 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur svarað fyrirspurn fréttastofu um hver sé stefna Íslands gagnvart Ísrael. Samskipti ríkjanna hafa mikið verið í umræðunni frá því að borgarstjórn Reykjavíkurborgar samþykkti að við innkaup á vegum borgarinnar skyldi sniðganga ísraelskar vörur. Sú samþykkt var dregin til baka á þriðjudaginn.Í frétt á vef ráðuneytisins frá því í gær segir að síðustu daga hafi fulltrúar utanríkisráðuneytisins verið í sambandi við stjórnvöld í Ísrael, íslenska hagsmunaaðila og erlend fyrirtæki sem flytja inn íslenskar vörur og fulltrúa samtaka gyðinga. Þar hafi „stefna Íslands gagnvart Ísrael verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið.“Landtaka skýrt brot á alþjóðalögumÍ svari ráðuneytisins segir að Ísland og Ísrael hafi í gegnum tíðina átt vinsamleg samskipti og hafi Ísland verið meðal annars í forgöngu þjóða innan Sameinuðu þjóðanna sem beittu sér fyrir stofnun Ísraelsríkis árið 1948. „Pólitísk samskipti á ráðherrastigi og embættismannastigi eru töluverð og í gildi er fríverslunarsamningur á milli EFTA og Ísrael. Þá kemur nokkur fjöldi ísraelskra ferðamanna til Íslands ár hvert og menningartengsl eru fyrir hendi. Íslensk stjórnvöld hafa í gegnum árin og við ýmis tækifæri (einnig fyrir viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu) fordæmt landtöku Ísraela á Vesturbakkanum og í Austur Jerúsalem og telja hana skýrt brot á alþjóðalögum. Þá tekur fríverslunarsamningur EFTA við Ísrael ekki til landtökusvæðanna,“ segir í svarinu.Útbreiddur misskilningur Fréttastofa spurði jafnframt hver „útbreiddi misskilningurinn“ væri sem hafi verið leiðréttur í svörum ráðuneytisins. Í svari ráðuneytisins kemur fram að sá misskilningur hafi falist í að margir hafi talið að íslensk stjórnvöld hafi sett eða ætlað sér að setja viðskiptabann á Ísrael, að gyðingahatur væri við lýði á Íslandi, að gyðingum væri ekki óhætt að ferðast til Íslands, svo eitthvað sé talið.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Erfið vika meirihlutans: Dagur í ákveðinni klípu Borgarstjórinn reynir að halda öllum góðum í Ísraels-málinu með því að draga það til baka en lofa áframhaldi. Stjórnmálafræðingur telur stöðu hans á vinstri vængnum hafa veikst en telur litlar líkur á að borgarstjórinn fari. 23. september 2015 16:00 Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08 Segja fjármögnun Hörpuhótelsins í uppnámi vegna viðskiptabanns Forstjóri Carpenter & Co, segir Carpenter & Co. ekki skipta sér af íslenskum stjórnmálum eða stefnumótun borgaryfirvalda. 22. september 2015 09:38 Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Höskuldur Þórhallsson er ekki ánægður með hvernig Reykjavíkurborg stóð að málum sínum með viðskiptabann á hendur Ísrael. 22. september 2015 14:37 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Erfið vika meirihlutans: Dagur í ákveðinni klípu Borgarstjórinn reynir að halda öllum góðum í Ísraels-málinu með því að draga það til baka en lofa áframhaldi. Stjórnmálafræðingur telur stöðu hans á vinstri vængnum hafa veikst en telur litlar líkur á að borgarstjórinn fari. 23. september 2015 16:00
Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08
Segja fjármögnun Hörpuhótelsins í uppnámi vegna viðskiptabanns Forstjóri Carpenter & Co, segir Carpenter & Co. ekki skipta sér af íslenskum stjórnmálum eða stefnumótun borgaryfirvalda. 22. september 2015 09:38
Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Höskuldur Þórhallsson er ekki ánægður með hvernig Reykjavíkurborg stóð að málum sínum með viðskiptabann á hendur Ísrael. 22. september 2015 14:37