SönderjyskE rúllaði yfir OB á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Lokatölur 4-0, heimamönnum í vil en með sigrinum komst SönderjyskE á topp deildarinnar. OB er hins vegar í 7. sæti með 13 stig.
Hallgrímur Jónasson og Ari Freyr Skúlason léku allan leikinn fyrir OB sem var 3-0 undir eftir 40 mínútna leik.
Thomas Dalgaard bætti svo fjórða markinu við þremur mínútum fyrir leikslok og öruggur sigur SönderjyskE staðreynd.
Baldur Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekk SönderjyskE.
Stórsigur SönderjyskE í Íslendingaslag
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti



Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti
