Rúrik Gíslason og félagar í Nürnberg komu til baka og náðu í stig gegn Arminia Bielefeld í þýsku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur 2-2.
Staðan var ekki góð fyrir Nürnberg lengi vel. Fabian Klos kom Bielefeld yfir strax á 4. mínútu og hann var aftur á ferðinni á þeirri 48.
Staðan var 0-2 fram á 83. mínútu þegar Austurríkismaðurinn Guido Burgstaller minnkaði muninn. Hann var ekki hættur því mínútu fyrir leikslok jafnaði hann metin í 2-2 og tryggði Nürnberg stig.
Rúrik kom inn á sem varamaður á 73. mínútu en hann hefur komið við sögu í sjö af níu deildarleikjum Nürnberg á tímabilinu.
Liðið er í 6. sæti með 14 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Bochum.
