Real Madrid og Malaga gerðu óvænt markalaust jafntefli í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Santiago Bernabeu í Madríd.
Stjörnurnar í Real Madrid reyndu allt hvað þeir gátu til að koma boltanum í netið en ekkert gekk upp.
Nordin Amrabat, leikmaður Malaga, fékk rautt spjald korteri fyrir leikslok og voru leikmenn Real Madrid því einum leikmanni fleiri út leikinn.
Niðurstaðan því 0-0 jafntefli sem verða teljast mjög óvænt úrslit. Real Madrid með 14 stig í öðru sæti deildarinnar. Malaga er í 15. sætinu með þrjú stig.
Óvænt jafntefli milli Real Madrid og Malaga
Stefán Árni Pálsson skrifar
