„Við erum búin að vera mjög upptekin. Bíllinn er eins og lest, sem er sjaldgæft hér á Suzuka. Ég var ánægður með bílinn frá fyrstu beygju í tímatökunni. Það er gott að byrja á ráspól á Suzuka. Það er erfitt að komast fram úr í gegnum þjónustuhlé hér. Keppnin á morgun gæti snúist mikið um að halda dekkjunum í skefjum,“ sagði Rosberg.
„Nico átti betri dag. Hringurinn sem ég var byrjaður á var góður en ég veit ekki hvað hefði orðið en rauða flaggið kom áður en ég náði að klára. Ég mun reyna mitt besta á morgun,“ sagði Lewis Hamilton sem ræsir annar á morgun á Mercedes.
„Þetta voru bara byrjendamistök. Það er allt í lagi með mig. Ég vil biðja liðið afsökunar það verður nóg að gera i að endurbyggja bílinn. Ég veit ekki hvaðan ég ræsi á morgun,“ sagði Kvyat sem klessti Red Bull bílinn og batt enda tímatökuna.

„Gott að vera aftur í formi. Það munaði ekki miklu á okkar mönnum, núna munum við aldrei komast að því hvort Lewis (Hamilton) átti nóg inni til að fara hraðar en Nico (Rosberg) en það er gott að vera aftur fremstir á ráslínu,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes.
„Mér tókst ekki að ná takti í dag fyrr en undir lok annarrar lotu. Ég var á góðum hring þegar rauðu flöggin komu,“ sagði Sebastian Vettel sem ræsir fjórði á morgun á Ferrari bílnum.
„Við hefðum átt að geta náð þriðja sæti í dag. Dekkin voru ekki nógu góð í dag. Ég hafði góða tilfinningu fyrir hringnum sem ég var á þegar rauða flaggið kom,“ sagði Kimi Raikkonen sem ræsir sjötti á morgun á Ferrari bílnum.
Hér fyrir neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.