Rosberg: Bíllinn er eins og lest Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. september 2015 15:00 Hamilton, Rosberg og Bottas voru fljótustu menn dagsins. Vísir/Getty Nico Rosberg var hæstánægður með ráspól sinn fyrir Mercedes liðið á Suzuka brautinni í morgun. Óhapp Daniil Kvyat undir lok þriðju lotu hafði mikil áhrif á baráttuna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Við erum búin að vera mjög upptekin. Bíllinn er eins og lest, sem er sjaldgæft hér á Suzuka. Ég var ánægður með bílinn frá fyrstu beygju í tímatökunni. Það er gott að byrja á ráspól á Suzuka. Það er erfitt að komast fram úr í gegnum þjónustuhlé hér. Keppnin á morgun gæti snúist mikið um að halda dekkjunum í skefjum,“ sagði Rosberg. „Nico átti betri dag. Hringurinn sem ég var byrjaður á var góður en ég veit ekki hvað hefði orðið en rauða flaggið kom áður en ég náði að klára. Ég mun reyna mitt besta á morgun,“ sagði Lewis Hamilton sem ræsir annar á morgun á Mercedes. „Þetta voru bara byrjendamistök. Það er allt í lagi með mig. Ég vil biðja liðið afsökunar það verður nóg að gera i að endurbyggja bílinn. Ég veit ekki hvaðan ég ræsi á morgun,“ sagði Kvyat sem klessti Red Bull bílinn og batt enda tímatökuna.Bíll Daniil Kvyat fór illa í árekstrinum en sjálfur slapp Rússinn með skrekkinn.Vísir/AFP„Við áttum nokkra tíundu úr sekúndu inni en hvort það hefði breytt stöðunni er erfitt að segja. Ég er mjög ánaægður með bílinn en sjöunda sæti endurspeglar það ekki,“ sagði Daniel Ricciardo sem ræsir sjöundi á morgun á Red Bull bílnum. „Gott að vera aftur í formi. Það munaði ekki miklu á okkar mönnum, núna munum við aldrei komast að því hvort Lewis (Hamilton) átti nóg inni til að fara hraðar en Nico (Rosberg) en það er gott að vera aftur fremstir á ráslínu,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Mér tókst ekki að ná takti í dag fyrr en undir lok annarrar lotu. Ég var á góðum hring þegar rauðu flöggin komu,“ sagði Sebastian Vettel sem ræsir fjórði á morgun á Ferrari bílnum. „Við hefðum átt að geta náð þriðja sæti í dag. Dekkin voru ekki nógu góð í dag. Ég hafði góða tilfinningu fyrir hringnum sem ég var á þegar rauða flaggið kom,“ sagði Kimi Raikkonen sem ræsir sjötti á morgun á Ferrari bílnum.Hér fyrir neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Carlos Sainz og Daniil Kvyat fljótastir á æfingum Carlos Sainz á Toro Rosso var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat varð annar á Red Bull á fyrri æfingunni og fljótastur á seinni æfingunni. 25. september 2015 22:15 Nico Rosberg á ráspól í Japan Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í Japan, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams var þriðji. 26. september 2015 06:48 Romain Grosjean til Haas F1 Romain Grosjean verður kynntur sem annar ökumanna Haas F1 liðsins á þriðjudaginn. Ákvörðun franska ökumannsins kom liði hans, Lotus á óvart, sagði Federico Gastaldi vara liðsstjóri Lotus. 25. september 2015 16:15 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nico Rosberg var hæstánægður með ráspól sinn fyrir Mercedes liðið á Suzuka brautinni í morgun. Óhapp Daniil Kvyat undir lok þriðju lotu hafði mikil áhrif á baráttuna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Við erum búin að vera mjög upptekin. Bíllinn er eins og lest, sem er sjaldgæft hér á Suzuka. Ég var ánægður með bílinn frá fyrstu beygju í tímatökunni. Það er gott að byrja á ráspól á Suzuka. Það er erfitt að komast fram úr í gegnum þjónustuhlé hér. Keppnin á morgun gæti snúist mikið um að halda dekkjunum í skefjum,“ sagði Rosberg. „Nico átti betri dag. Hringurinn sem ég var byrjaður á var góður en ég veit ekki hvað hefði orðið en rauða flaggið kom áður en ég náði að klára. Ég mun reyna mitt besta á morgun,“ sagði Lewis Hamilton sem ræsir annar á morgun á Mercedes. „Þetta voru bara byrjendamistök. Það er allt í lagi með mig. Ég vil biðja liðið afsökunar það verður nóg að gera i að endurbyggja bílinn. Ég veit ekki hvaðan ég ræsi á morgun,“ sagði Kvyat sem klessti Red Bull bílinn og batt enda tímatökuna.Bíll Daniil Kvyat fór illa í árekstrinum en sjálfur slapp Rússinn með skrekkinn.Vísir/AFP„Við áttum nokkra tíundu úr sekúndu inni en hvort það hefði breytt stöðunni er erfitt að segja. Ég er mjög ánaægður með bílinn en sjöunda sæti endurspeglar það ekki,“ sagði Daniel Ricciardo sem ræsir sjöundi á morgun á Red Bull bílnum. „Gott að vera aftur í formi. Það munaði ekki miklu á okkar mönnum, núna munum við aldrei komast að því hvort Lewis (Hamilton) átti nóg inni til að fara hraðar en Nico (Rosberg) en það er gott að vera aftur fremstir á ráslínu,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Mér tókst ekki að ná takti í dag fyrr en undir lok annarrar lotu. Ég var á góðum hring þegar rauðu flöggin komu,“ sagði Sebastian Vettel sem ræsir fjórði á morgun á Ferrari bílnum. „Við hefðum átt að geta náð þriðja sæti í dag. Dekkin voru ekki nógu góð í dag. Ég hafði góða tilfinningu fyrir hringnum sem ég var á þegar rauða flaggið kom,“ sagði Kimi Raikkonen sem ræsir sjötti á morgun á Ferrari bílnum.Hér fyrir neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Carlos Sainz og Daniil Kvyat fljótastir á æfingum Carlos Sainz á Toro Rosso var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat varð annar á Red Bull á fyrri æfingunni og fljótastur á seinni æfingunni. 25. september 2015 22:15 Nico Rosberg á ráspól í Japan Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í Japan, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams var þriðji. 26. september 2015 06:48 Romain Grosjean til Haas F1 Romain Grosjean verður kynntur sem annar ökumanna Haas F1 liðsins á þriðjudaginn. Ákvörðun franska ökumannsins kom liði hans, Lotus á óvart, sagði Federico Gastaldi vara liðsstjóri Lotus. 25. september 2015 16:15 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Carlos Sainz og Daniil Kvyat fljótastir á æfingum Carlos Sainz á Toro Rosso var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat varð annar á Red Bull á fyrri æfingunni og fljótastur á seinni æfingunni. 25. september 2015 22:15
Nico Rosberg á ráspól í Japan Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í Japan, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams var þriðji. 26. september 2015 06:48
Romain Grosjean til Haas F1 Romain Grosjean verður kynntur sem annar ökumanna Haas F1 liðsins á þriðjudaginn. Ákvörðun franska ökumannsins kom liði hans, Lotus á óvart, sagði Federico Gastaldi vara liðsstjóri Lotus. 25. september 2015 16:15