Umeå vann góðan sigur á Kristianstads, 4-3, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kvenna í dag.
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt marka Kristianstads í leiknum en það kom eftir hálftíma leik. Margrét Lára og Elísa Viðarsdóttir spiluðu allan leikinn fyrir Kristianstads en Sif Atladóttir kom inn á undir lok leiksins.
Kristianstads er í sjöunda sæti deildarinnar með 24 stig en Umeå er sæti fyrir neðan, nú með 23 stig eftir sigurinn í dag.
