Fótbolti

Emil og félagar hafa ekki enn unnið leik í deildinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Emil og liðsfélagarnir fagna markinu í dag.
Emil og liðsfélagarnir fagna markinu í dag. vísir/getty
Fjórum leikjum er nýlokið í ítölsku seríu A-deildinni en Hellas Verona tapaði illa á heimavelli fyrir Lazio, 2-1, en liðið komst 1-0 yfir.

Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Verona en var tekinn af velli korteri fyrir leikslok.

Filip Helander kom Hellas yfir eftir rúmlega þrjátíu mínútna leik en það var síðan Lucas Biglia og Marco Parolo sem gerðu sitt markið hvor í síðari hálfleiknum fyrir Lazio og sigurinn þeirra.

Udinese vann Bologna 2-1 og Torino bar sigur úr býtum gegn Palermo 2-1. Inter er í efsta sæti deildarinnar með 15 stig en Hellas Verona er í því 17. með þrjú stig. 

Hér að neðan má sjá úrslit dagsins.

Genoa 1 - 0 AC Milan

Bologna 1 - 2 Udinese

Hellas Verona 1 - 2 Lazio

Sassuolo 1 - 1 ChievoVerona

Torino 2 - 1 Palermo




Fleiri fréttir

Sjá meira


×