Til þess að gera dúkkuna var allur líkami Vixon skannaður inn og mældur og því næst prentuð út í þrívíddarprentara í púðri. Þaðan tóku förðunarfræðingurinn Ralph Siciliano, hárgreiðslumeistarinn Thanos Samaras og stílistinn Charlotte Stockdale við og bjuggu til níu mismunandi útgáfur af dúkkunni.

Hárið og förðunin voru sérvalin útfrá fötunum, en þó þannig að persónueinkennum Vixon yrðu gerð góð skil.
Sjón er svo sannarlega sögu ríkari og inni á heimasíðu verkefnisins modollproject.com má finna myndbönd frá gerð dúkkunar.
Hún verður einungis framleidd í takmörkuðu upplagi og ekki er vitað hvort og þá hvar hún verður seld eða til sýnis.






